Kvíðnir fyrir langvarandi jarðhræringaskeiði Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2022 13:12 Fannar Jónsson er bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Egill Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa uggandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem staðið hefur yfir undanfarna daga og sumir hafi áhyggjur af langvarandi jarðhræringaskeiði sem nú gæti tekið við. Hann býst við góðri mætingu á íbúafundi vegna stöðunnar í kvöld. Hátt í fjögur þúsund jarðskjálftar hafa mælst við fjallið Þorbjörn við Gríndavík undanfarna viku. Óvissustigi var lýst yfir um helgina vegna jarðskjálftavirkninnar en fram kom í tilkynningu almannavarna í gær að kvika væri líkast til að safnast saman á um fjögurra kílómetra dýpi skammt norðvestan Þorbjarnar. Fannar Jónsson bæjarstjóri Grindavíkur segir að kvíða gæti meðal íbúa vegna jarðhræringanna. „En við töldum algjörlega nauðsynlegt að boða til fundar og reyna að upplýsa fólk sem best um það sem er að gerast,“ segir Fannar. Óþyrmilega vör við skjálftana Íbúafundurinn hefst klukkan hálf átta í kvöld í íþróttahúsi Grindavíkur. Framsögumenn verða meðal annarra vísindamenn, fulltrúar frá lögreglu og björgunarsveitum - og Fannar býst við góðri mætingu. Sambærilegir íbúafundir voru haldnir í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall í fyrra - og Fannar segir stóru skjálftana um helgina óneitanlega hafa vakið upp minningar frá umbrotatímabilinu þá. „Við urðum óþyrmilega vör við þessa skjálfta því þeir voru svo nálægt okkur en það er eins og þessar bylgjur berist langar leiðir og miðað við nálægðina við okkur þá verðum við ekki eins mikið vör við það eins og margir skyldu ætla. Vísindamenn hafa verið að leita skýringa á því, meðal annars að þetta sé ungt berg og mikið brotið og að það kunni að deyfa áhrifin,“ segir Fannar. „En óþægindin eru samt sem áður heilmikil og kemur upp kvíði hjá mörgum fyrir því að þetta kunni einhvern veginn að vera langvarandi og er kannski ekki gott að segja hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35 Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24 Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991 Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991. 14. maí 2022 17:57 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Sjá meira
Hátt í fjögur þúsund jarðskjálftar hafa mælst við fjallið Þorbjörn við Gríndavík undanfarna viku. Óvissustigi var lýst yfir um helgina vegna jarðskjálftavirkninnar en fram kom í tilkynningu almannavarna í gær að kvika væri líkast til að safnast saman á um fjögurra kílómetra dýpi skammt norðvestan Þorbjarnar. Fannar Jónsson bæjarstjóri Grindavíkur segir að kvíða gæti meðal íbúa vegna jarðhræringanna. „En við töldum algjörlega nauðsynlegt að boða til fundar og reyna að upplýsa fólk sem best um það sem er að gerast,“ segir Fannar. Óþyrmilega vör við skjálftana Íbúafundurinn hefst klukkan hálf átta í kvöld í íþróttahúsi Grindavíkur. Framsögumenn verða meðal annarra vísindamenn, fulltrúar frá lögreglu og björgunarsveitum - og Fannar býst við góðri mætingu. Sambærilegir íbúafundir voru haldnir í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall í fyrra - og Fannar segir stóru skjálftana um helgina óneitanlega hafa vakið upp minningar frá umbrotatímabilinu þá. „Við urðum óþyrmilega vör við þessa skjálfta því þeir voru svo nálægt okkur en það er eins og þessar bylgjur berist langar leiðir og miðað við nálægðina við okkur þá verðum við ekki eins mikið vör við það eins og margir skyldu ætla. Vísindamenn hafa verið að leita skýringa á því, meðal annars að þetta sé ungt berg og mikið brotið og að það kunni að deyfa áhrifin,“ segir Fannar. „En óþægindin eru samt sem áður heilmikil og kemur upp kvíði hjá mörgum fyrir því að þetta kunni einhvern veginn að vera langvarandi og er kannski ekki gott að segja hvað framtíðin ber í skauti sér.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35 Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24 Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991 Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991. 14. maí 2022 17:57 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Sjá meira
Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35
Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24
Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991 Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991. 14. maí 2022 17:57