„Á milli kvíðakasts, ofsaþreytu og þvílíks spennings er ég bara frekar róleg og í góðum gír,“ segir Bríet.
„Við erum búin að vera að æfa svolítið þétt fyrir þetta, dansæfingar, hljómsveitaræfingar, test á make-upi og hári, sauma nýja búninga og meira og það hefur verið mikill byr undir seglin og allt að ganga eins og í sögu.“
Bríet gerir ýmislegt til þess að peppa sig áður en hún fer á svið.
„Ég hugleiði, þegi og horfi svo i augun á þeim sem mérr þykir vænt um og fæ bros, þá peppast ég alveg gífurlega mikið upp.“
Tónleikar Bríetar í október á síðasta ári voru virkilega vel heppnaðir eins og við fjölluðum um hér á Lífinu á Vísi. Vann hún meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir þá flugeldasýningu.

„Mér finnst skemmtilegast að finna að allir eru að njóta sín, fá að tengjast fólkinu og heyra það syngja með lögunum, mér finnst svo margt gaman við það að halda tónleika að eg gæti gert það á hverjum degi.“