Harley-Davidson stöðvar tímabundið smíði bensínmótorhjóla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. maí 2022 07:00 Harley-Davidson Nightster árgerð 2022. Sögufrægi mótorhjólaframleiðandinn Harley-Davidson mun stöðva framleiðslu bensín mótorhjóla í tvær vikur vegna vandamála með íhluti frá ónefndum þriðja aðila og reglufylgni. Rafmótorhjól framleiðandans, sem framleidd eru undir merkjum LiveWire verða ekki fyrir áhrifum vegna þessa. Yfirlýsing vegna málsins á vefsíðu Harley-Davidson sem birtist í gær var stutt og einföld. Vandinn virðist ekki tengjast skorti á íhlutum. Heldur virðist frekar um galla í búnaði eða íhlutum sem keyptir eru af þriðja aðila. Yfirlýsing Harley-Davidson í þýðingu blaðamanns: „Í gær tók Harley-Davidson, Inc. þá ákvörðun að stöðva alla samsetningu farartækja og sendingar (að LiveWire undanskildu) í tvær vikur. Þessi ákvörðun er tekin af ítrustu varkárni, og byggir á upplýsingum sem koma frá þriðja aðila sem er birgi í starfsemi Harley-Davidson seint á þriðjudag og snýr að reglufylgni sem snýr að íhlut sem birginn framleiðir.“ Harley-Davidson LiveWire 2 Tilvísun til vandræða með reglufylgni getur gefið til kynna að um mengunarvarnabúnað sé að ræða, sem af augljósum ástæðum á ekki við um rafmangsmótorhjólum. Sala mótorhjóla var talsverð í faraldrinum. Sala Harley-Davidson jókst um 30% á milli áranna 2020 og 2021. Þetta kemur illa fyrir Harley-Davidson sem hefur reynt að höfða til ungs fólks. Hlutabréf Harley-Davidson lækkuðum um rúm 9% í kjölfar tilkynningarinnar. Vistvænir bílar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent
Yfirlýsing vegna málsins á vefsíðu Harley-Davidson sem birtist í gær var stutt og einföld. Vandinn virðist ekki tengjast skorti á íhlutum. Heldur virðist frekar um galla í búnaði eða íhlutum sem keyptir eru af þriðja aðila. Yfirlýsing Harley-Davidson í þýðingu blaðamanns: „Í gær tók Harley-Davidson, Inc. þá ákvörðun að stöðva alla samsetningu farartækja og sendingar (að LiveWire undanskildu) í tvær vikur. Þessi ákvörðun er tekin af ítrustu varkárni, og byggir á upplýsingum sem koma frá þriðja aðila sem er birgi í starfsemi Harley-Davidson seint á þriðjudag og snýr að reglufylgni sem snýr að íhlut sem birginn framleiðir.“ Harley-Davidson LiveWire 2 Tilvísun til vandræða með reglufylgni getur gefið til kynna að um mengunarvarnabúnað sé að ræða, sem af augljósum ástæðum á ekki við um rafmangsmótorhjólum. Sala mótorhjóla var talsverð í faraldrinum. Sala Harley-Davidson jókst um 30% á milli áranna 2020 og 2021. Þetta kemur illa fyrir Harley-Davidson sem hefur reynt að höfða til ungs fólks. Hlutabréf Harley-Davidson lækkuðum um rúm 9% í kjölfar tilkynningarinnar.
Vistvænir bílar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent