Meltir fréttir dagsins áður en blásið verður til formlegra viðræðna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2022 14:55 Einar Þorsteinsson segir stöðuna gjörbreytta eftir afdráttarlausa yfirlýsingu Viðreisnar um að bandalag með Samfylkingu og Pírötum væri eini kosturinn fyrir flokkinn. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segist þurfa að meta stöðuna sem upp er komin borginni og ræða við sitt fólk áður en flokkurinn fer í meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. Oddviti Viðreisnar er afdráttarlaus um að síðastnefndu flokkarnir þrír ætli að halda saman. „Þessi vika hefur liðið með samtölum milli flokkanna og ég hef lýst því skýrt að ég væri tilbúinn að vinna bæði til hægri og vinstri, svo lengi sem það væri grundvöllur fyrir því að knýja fram breytingar í borginni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Fyrr í dag lýsti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, yfir áhuga hennar flokks, auk Samfylkingar og Pírata, á að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna við Framsóknarflokkinn. „Nú er bara einfaldlega, með þessari afdráttarlausu yfirlýsingu Viðreisnar, verið að fækka kostum Framsóknar um einn,“ segir Einar. Þar vísar hann til þess mögulega meirihluti sem Framsókn og Viðreisn gætu myndað með Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins. Ljóst er að sá meirihluti verður ekki myndaður ef bandalag Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata heldur. „Þá er bara komin ný staða í borginni,“ segir Einar. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort hann muni þiggja boð flokkanna um að ganga til formlegra viðræðna. Fyrst þurfi hann að ræða við bakland sitt í flokknum og ræða stöðuna. Hann segir afdráttarlausa yfirlýsingu Viðreisnar breyta landslaginu svo nokkru varði, sérstaklega í ljósi þess að Vinstri græn hafa lokað á allt mögulegt meirihlutasamstarf. Til að mynda meirihluta með Framsóknarflokki og Flokki fólksins þarf Sjálfstæðisflokkurinn einn borgarfulltrúa til, sem ekki fengist nema með aðkomu VG eða Viðreisnar. Það virðist nú svo gott sem útilokað. Engin pressa Einar telur ekki að með samvinnu flokkanna þriggja sé verið að þrýsta á hann að mynda meirihluta með ákveðnum flokkum. „Við höfum fullt sjálfstæði til að taka okkar eigin ákvarðanir. Við getum líka farið í minnihluta næstu fjögur ár ef við teljum að þessir flokkar séu ekki tilbúnir að semja við okkur um þær áherslur sem við töluðum fyrir í kosningabaráttunni,“ segir Einar. Ef til viðræðna komi muni Framsókn nálgast þær af opnum huga en hafa að leiðarljósi skýrar áherslur um að borgarbúar vilji sjá breytingar. Augljós málefnagrundvöllur „Nú þarf ég að ræða við mitt bakland og ætla aðeins að melta þetta í rólegheitunum,“ segir Einar. Hann ítrekar að flokkurinn geti unnið til hægri jafnt sem vinstri, og telur að sjá megi málefnagrundvöll hjá Framsókn og flokkunum sem nú hafa myndað með sér bandalag. „Ég held að menn sjái alveg að það er málefnaleg samleið með þessum flokkum og Framsókn, eins og mörgum öðrum flokkum og Framsókn. Það er ekkert útilokað í þessum efnum. En nú þarf ég að ræða við mitt bakland,“ segir Einar. Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
„Þessi vika hefur liðið með samtölum milli flokkanna og ég hef lýst því skýrt að ég væri tilbúinn að vinna bæði til hægri og vinstri, svo lengi sem það væri grundvöllur fyrir því að knýja fram breytingar í borginni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Fyrr í dag lýsti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, yfir áhuga hennar flokks, auk Samfylkingar og Pírata, á að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna við Framsóknarflokkinn. „Nú er bara einfaldlega, með þessari afdráttarlausu yfirlýsingu Viðreisnar, verið að fækka kostum Framsóknar um einn,“ segir Einar. Þar vísar hann til þess mögulega meirihluti sem Framsókn og Viðreisn gætu myndað með Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins. Ljóst er að sá meirihluti verður ekki myndaður ef bandalag Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata heldur. „Þá er bara komin ný staða í borginni,“ segir Einar. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort hann muni þiggja boð flokkanna um að ganga til formlegra viðræðna. Fyrst þurfi hann að ræða við bakland sitt í flokknum og ræða stöðuna. Hann segir afdráttarlausa yfirlýsingu Viðreisnar breyta landslaginu svo nokkru varði, sérstaklega í ljósi þess að Vinstri græn hafa lokað á allt mögulegt meirihlutasamstarf. Til að mynda meirihluta með Framsóknarflokki og Flokki fólksins þarf Sjálfstæðisflokkurinn einn borgarfulltrúa til, sem ekki fengist nema með aðkomu VG eða Viðreisnar. Það virðist nú svo gott sem útilokað. Engin pressa Einar telur ekki að með samvinnu flokkanna þriggja sé verið að þrýsta á hann að mynda meirihluta með ákveðnum flokkum. „Við höfum fullt sjálfstæði til að taka okkar eigin ákvarðanir. Við getum líka farið í minnihluta næstu fjögur ár ef við teljum að þessir flokkar séu ekki tilbúnir að semja við okkur um þær áherslur sem við töluðum fyrir í kosningabaráttunni,“ segir Einar. Ef til viðræðna komi muni Framsókn nálgast þær af opnum huga en hafa að leiðarljósi skýrar áherslur um að borgarbúar vilji sjá breytingar. Augljós málefnagrundvöllur „Nú þarf ég að ræða við mitt bakland og ætla aðeins að melta þetta í rólegheitunum,“ segir Einar. Hann ítrekar að flokkurinn geti unnið til hægri jafnt sem vinstri, og telur að sjá megi málefnagrundvöll hjá Framsókn og flokkunum sem nú hafa myndað með sér bandalag. „Ég held að menn sjái alveg að það er málefnaleg samleið með þessum flokkum og Framsókn, eins og mörgum öðrum flokkum og Framsókn. Það er ekkert útilokað í þessum efnum. En nú þarf ég að ræða við mitt bakland,“ segir Einar.
Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira