„Manni finnst bara að í eins stóru félagi og KR eigi þessir hlutir að vera í lagi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2022 11:00 Jóhannes Karl Sigursteinsson gat ekki teflt erlendum leikmönnum KR fram fyrr en í 4. umferð. vísir/vilhelm Eins og greint var frá í gær er Jóhannes Karl Sigursteinsson hættur sem þjálfari kvennaliðs KR í fótbolta. Hann stýrði liðinu í þremur leikjum eftir að hann sagði upp. Ein stærsta ástæðan fyrir ákvörðun hans var að ekki fékkst leikheimild fyrir erlenda leikmenn liðsins fyrr en seint og um síðir. KR situr á botni Bestu deildar kvenna, án stiga eftir fimm umferðir og með markatöluna 2-24. KR mætir Aftureldingu í gríðarlega mikilvægum nýliðaslag í kvöld og þar verða þeir Gunnar Einarsson og Arnar Páll Garðarsson við stjórnvölinn. Jóhannes Karl sagði starfi sínu lausu 5. maí, degi eftir að KR-ingar töpuðu 5-1 fyrir Stjörnukonum í 2. umferð Bestu deildarinnar. Venjan er að þjálfarar hætti strax þegar þeir segja upp en Jóhannes Karl stýrði KR í þremur leikjum eftir uppsögnina. „Í þessu tilfelli bað stjórnin um það að ég myndi sinna mínum störfum áfram þangað til þeir væru búnir að finna út úr þjálfaramálunum,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Vísi í dag. Hann varð við ósk stjórnar KR. „Staðan var bara þannig að mér þótti eðlilegast upp á leikmannahópinn að gera og annað að þetta yrði unnið faglega og vel.“ En hver var helsta ástæða þess að Jóhannes Karl ákvað að segja upp störfum? „Það voru uppi mál sem flestir þekkja. Við vorum til að mynda ekki með leikheimild fyrir erlendu leikmennina okkar þegar mótið fór í gang. Og hún var heldur ekki komin fyrir leik númer þrjú. Mér fannst staðan bara þannig að það væri kominn tími til að hrista eitthvað upp í hlutunum og fá nýjan mann inn,“ sagði Jóhannes Karl. Hann segir að það hafi gengið brösuglega að púsla leikmannahópi KR saman, meðal annars vegna seinagangs við að útvega leikheimild fyrir erlenda leikmenn liðsins. „Leikmannamál hafa gengið erfiðlega og það þarf að vinna í þeim. Þar sem margir leikmenn eru erlendis í námi og fara aftur þangað í júlí þarf að fara að huga að seinni hlutanum á mótinu. Ég mat stöðuna þannig að til að eiga raunhæfa möguleika í deildinni þurfti allt að ganga upp, meðal annars að vera komin með leikheimild fyrir erlendu leikmennina okkar áður en mótið byrjaði,“ sagði Jóhannes Karl. KR-ingar hafa farið illa af stað í endurkomu sinni í Bestu deildina.vísir/vilhelm „Það er ekki nóg að það detti inn fyrir leik þrjú og það gerðist ekki. Þær voru ekki komnar með leikheimild þegar ég ákvað að segja upp. Þetta var bara einn af mörgum hlutum sem urðu þess valdandi að ég taldi best að stíga til hliðar og sjá hvort nýr maður með nýjan kraft gæti rifið fólk í Vesturbænum með sér í gera betri hluti kvennamegin.“ Í Bestu mörkunum gagnrýndu Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar KR fyrir slaka umgjörð á leiknum gegn Breiðabliki í 4. umferð. Engin vallarþulur var á leiknum og þá virkaði vallarklukkan ekki heldur. Aðspurður hvort umgjörðinni hjá kvennaliði KR væri ábótavant sagði Jóhannes Karl: „Ég held að það sé alveg augljóst að það er ekki ásættanlegt að vera ekki með leikmannahópinn fullkláran og vera að bíða eftir því. Auðvitað eru margir þættir sem spila inn í, útlendingaeftirlitið, vinnumálastofnun og annað, en það var engu að síður samið við þessa leikmenn í febrúar, mars. Manni finnst bara að í eins stóru félagi og KR eigi þessir hlutir að vera í lagi.“ Leikur KR og Aftureldingar hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Bestu deild Sport 2. Besta deild kvenna KR Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
KR situr á botni Bestu deildar kvenna, án stiga eftir fimm umferðir og með markatöluna 2-24. KR mætir Aftureldingu í gríðarlega mikilvægum nýliðaslag í kvöld og þar verða þeir Gunnar Einarsson og Arnar Páll Garðarsson við stjórnvölinn. Jóhannes Karl sagði starfi sínu lausu 5. maí, degi eftir að KR-ingar töpuðu 5-1 fyrir Stjörnukonum í 2. umferð Bestu deildarinnar. Venjan er að þjálfarar hætti strax þegar þeir segja upp en Jóhannes Karl stýrði KR í þremur leikjum eftir uppsögnina. „Í þessu tilfelli bað stjórnin um það að ég myndi sinna mínum störfum áfram þangað til þeir væru búnir að finna út úr þjálfaramálunum,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Vísi í dag. Hann varð við ósk stjórnar KR. „Staðan var bara þannig að mér þótti eðlilegast upp á leikmannahópinn að gera og annað að þetta yrði unnið faglega og vel.“ En hver var helsta ástæða þess að Jóhannes Karl ákvað að segja upp störfum? „Það voru uppi mál sem flestir þekkja. Við vorum til að mynda ekki með leikheimild fyrir erlendu leikmennina okkar þegar mótið fór í gang. Og hún var heldur ekki komin fyrir leik númer þrjú. Mér fannst staðan bara þannig að það væri kominn tími til að hrista eitthvað upp í hlutunum og fá nýjan mann inn,“ sagði Jóhannes Karl. Hann segir að það hafi gengið brösuglega að púsla leikmannahópi KR saman, meðal annars vegna seinagangs við að útvega leikheimild fyrir erlenda leikmenn liðsins. „Leikmannamál hafa gengið erfiðlega og það þarf að vinna í þeim. Þar sem margir leikmenn eru erlendis í námi og fara aftur þangað í júlí þarf að fara að huga að seinni hlutanum á mótinu. Ég mat stöðuna þannig að til að eiga raunhæfa möguleika í deildinni þurfti allt að ganga upp, meðal annars að vera komin með leikheimild fyrir erlendu leikmennina okkar áður en mótið byrjaði,“ sagði Jóhannes Karl. KR-ingar hafa farið illa af stað í endurkomu sinni í Bestu deildina.vísir/vilhelm „Það er ekki nóg að það detti inn fyrir leik þrjú og það gerðist ekki. Þær voru ekki komnar með leikheimild þegar ég ákvað að segja upp. Þetta var bara einn af mörgum hlutum sem urðu þess valdandi að ég taldi best að stíga til hliðar og sjá hvort nýr maður með nýjan kraft gæti rifið fólk í Vesturbænum með sér í gera betri hluti kvennamegin.“ Í Bestu mörkunum gagnrýndu Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar KR fyrir slaka umgjörð á leiknum gegn Breiðabliki í 4. umferð. Engin vallarþulur var á leiknum og þá virkaði vallarklukkan ekki heldur. Aðspurður hvort umgjörðinni hjá kvennaliði KR væri ábótavant sagði Jóhannes Karl: „Ég held að það sé alveg augljóst að það er ekki ásættanlegt að vera ekki með leikmannahópinn fullkláran og vera að bíða eftir því. Auðvitað eru margir þættir sem spila inn í, útlendingaeftirlitið, vinnumálastofnun og annað, en það var engu að síður samið við þessa leikmenn í febrúar, mars. Manni finnst bara að í eins stóru félagi og KR eigi þessir hlutir að vera í lagi.“ Leikur KR og Aftureldingar hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Bestu deild Sport 2.
Besta deild kvenna KR Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira