50 þúsund ferðamenn mæta í Grundarfjörð í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. maí 2022 21:03 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, sem mun hafa meira en nóg að gera með sínu fólki að taka á móti ferðamönnum í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Grundfirðingar eiga von á miklu lífi og fjör í bænum í sumar því þangað eru væntanlegir fimmtíu þúsund ferðamenn með skemmtiferðaskipum. Bæjarstjórinn lofar að vel verið tekið á móti gestunum og þeir hafi nóg að skoða og borða á Snæfellsnesinu. Umsvif hafnarinnar í Grundarfirði er alltaf að aukast en í sumar verða það ferðamennirnir, sem munu mæta á staðinn í tugþúsunda tali. „Já, við eigum von á um fimmtíu þúsund gestum í sumar. Við vorum með tuttugu og þrjú þúsund gesti síðasta heila sumarið fyrir covid, sem var 2019 og við erum að reikna með 54 skipum næsta sumar með 65 þúsund gesti, þannig að það verður nóg að gera,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. En hvað ætlar Björg og hennar fólk í Grundarfirði að gera fyrir alla þessa ferðamenn? „Já, það vill svo til að Snæfellsnes er allt undir og það er nóg að skoða. Það er náttúrulega fyrst og fremst náttúran og góður matur, þannig að við finnum fullt að gera fyrir þetta fólk.“ Björg segir að Grundarfjörður sé að færast upp um deild hvað varðar móttöku skemmtiferðaskipa og gesta þeirra í höfninni, ásamt fiskiskipum vegna mikilla framkvæmda við höfnina á síðustu árum. Það verður meira en nóg að gera í Grundarfirði í sumar að taka á móti ferðamönnum, sem koma með skemmtiferðaskipum á staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við tökum því dálítið alvarlega hvernig að við ætlum að þjónusta ferðamennina, því við ætlum ekki að missa frá okkur gesti út af því að þjónustan sé ekki nógu góð, þetta er alveg áskorun,“ segir Björg. Það er þó eitt vandamál í Grundarfirði talandi um alla ferðamennina, sem eru á leiðinni þangað. „Já, mig vantar fólk í störf, fléttið endilega upp á heimasíðunni okkar og komið til okkar,“ segir Björg. Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Umsvif hafnarinnar í Grundarfirði er alltaf að aukast en í sumar verða það ferðamennirnir, sem munu mæta á staðinn í tugþúsunda tali. „Já, við eigum von á um fimmtíu þúsund gestum í sumar. Við vorum með tuttugu og þrjú þúsund gesti síðasta heila sumarið fyrir covid, sem var 2019 og við erum að reikna með 54 skipum næsta sumar með 65 þúsund gesti, þannig að það verður nóg að gera,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. En hvað ætlar Björg og hennar fólk í Grundarfirði að gera fyrir alla þessa ferðamenn? „Já, það vill svo til að Snæfellsnes er allt undir og það er nóg að skoða. Það er náttúrulega fyrst og fremst náttúran og góður matur, þannig að við finnum fullt að gera fyrir þetta fólk.“ Björg segir að Grundarfjörður sé að færast upp um deild hvað varðar móttöku skemmtiferðaskipa og gesta þeirra í höfninni, ásamt fiskiskipum vegna mikilla framkvæmda við höfnina á síðustu árum. Það verður meira en nóg að gera í Grundarfirði í sumar að taka á móti ferðamönnum, sem koma með skemmtiferðaskipum á staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við tökum því dálítið alvarlega hvernig að við ætlum að þjónusta ferðamennina, því við ætlum ekki að missa frá okkur gesti út af því að þjónustan sé ekki nógu góð, þetta er alveg áskorun,“ segir Björg. Það er þó eitt vandamál í Grundarfirði talandi um alla ferðamennina, sem eru á leiðinni þangað. „Já, mig vantar fólk í störf, fléttið endilega upp á heimasíðunni okkar og komið til okkar,“ segir Björg.
Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira