50 þúsund ferðamenn mæta í Grundarfjörð í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. maí 2022 21:03 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, sem mun hafa meira en nóg að gera með sínu fólki að taka á móti ferðamönnum í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Grundfirðingar eiga von á miklu lífi og fjör í bænum í sumar því þangað eru væntanlegir fimmtíu þúsund ferðamenn með skemmtiferðaskipum. Bæjarstjórinn lofar að vel verið tekið á móti gestunum og þeir hafi nóg að skoða og borða á Snæfellsnesinu. Umsvif hafnarinnar í Grundarfirði er alltaf að aukast en í sumar verða það ferðamennirnir, sem munu mæta á staðinn í tugþúsunda tali. „Já, við eigum von á um fimmtíu þúsund gestum í sumar. Við vorum með tuttugu og þrjú þúsund gesti síðasta heila sumarið fyrir covid, sem var 2019 og við erum að reikna með 54 skipum næsta sumar með 65 þúsund gesti, þannig að það verður nóg að gera,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. En hvað ætlar Björg og hennar fólk í Grundarfirði að gera fyrir alla þessa ferðamenn? „Já, það vill svo til að Snæfellsnes er allt undir og það er nóg að skoða. Það er náttúrulega fyrst og fremst náttúran og góður matur, þannig að við finnum fullt að gera fyrir þetta fólk.“ Björg segir að Grundarfjörður sé að færast upp um deild hvað varðar móttöku skemmtiferðaskipa og gesta þeirra í höfninni, ásamt fiskiskipum vegna mikilla framkvæmda við höfnina á síðustu árum. Það verður meira en nóg að gera í Grundarfirði í sumar að taka á móti ferðamönnum, sem koma með skemmtiferðaskipum á staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við tökum því dálítið alvarlega hvernig að við ætlum að þjónusta ferðamennina, því við ætlum ekki að missa frá okkur gesti út af því að þjónustan sé ekki nógu góð, þetta er alveg áskorun,“ segir Björg. Það er þó eitt vandamál í Grundarfirði talandi um alla ferðamennina, sem eru á leiðinni þangað. „Já, mig vantar fólk í störf, fléttið endilega upp á heimasíðunni okkar og komið til okkar,“ segir Björg. Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Umsvif hafnarinnar í Grundarfirði er alltaf að aukast en í sumar verða það ferðamennirnir, sem munu mæta á staðinn í tugþúsunda tali. „Já, við eigum von á um fimmtíu þúsund gestum í sumar. Við vorum með tuttugu og þrjú þúsund gesti síðasta heila sumarið fyrir covid, sem var 2019 og við erum að reikna með 54 skipum næsta sumar með 65 þúsund gesti, þannig að það verður nóg að gera,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. En hvað ætlar Björg og hennar fólk í Grundarfirði að gera fyrir alla þessa ferðamenn? „Já, það vill svo til að Snæfellsnes er allt undir og það er nóg að skoða. Það er náttúrulega fyrst og fremst náttúran og góður matur, þannig að við finnum fullt að gera fyrir þetta fólk.“ Björg segir að Grundarfjörður sé að færast upp um deild hvað varðar móttöku skemmtiferðaskipa og gesta þeirra í höfninni, ásamt fiskiskipum vegna mikilla framkvæmda við höfnina á síðustu árum. Það verður meira en nóg að gera í Grundarfirði í sumar að taka á móti ferðamönnum, sem koma með skemmtiferðaskipum á staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við tökum því dálítið alvarlega hvernig að við ætlum að þjónusta ferðamennina, því við ætlum ekki að missa frá okkur gesti út af því að þjónustan sé ekki nógu góð, þetta er alveg áskorun,“ segir Björg. Það er þó eitt vandamál í Grundarfirði talandi um alla ferðamennina, sem eru á leiðinni þangað. „Já, mig vantar fólk í störf, fléttið endilega upp á heimasíðunni okkar og komið til okkar,“ segir Björg.
Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira