Vigdís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2022 13:22 Vigdís í pontu í Ráðhúsinu. Hún dró ekki af sér í gagnrýni sinni á Dag B. Eggertsson borgarstjóra og meirihlutann á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Hún telur víst að Dagur verði eftir sem áður borgarstjóri Reykvíkinga. vísir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga. Vísir leitaði viðbragða Vigdísar við meirihlutaviðræðunum sem kynntar voru í dag, hvernig hún meti þær og þá væntanlega nýja borgarstjórn?. Henni vafðist tunga um tönn, aldrei þessu vant. „Tjah, hvað skal segja - ég var búin að spá þessu þannig að þetta var fyrirséð. Og Dagur verður borgarstjóri.“ Heldurðu það? „Já. Dagur er mjög sleipur. Hann byrjar á því að gera málefnasamning sem verður kominn svo langt að ekki verður hægt að snúa til baka og krefst þess svo að fá stólinn.“ Vigdís segir spurð Dag vera ref; slyngan með afbrigðum og sannfærandi, þegar svo ber undir ef það komi sé vel fyrir hann. „Einar Þorsteinsson væri flottur borgarstjóri,“ segir Vigdís. En hún telur að það verði ekki. „Samúð mín er hjá kjósendum Framsóknarflokksins sem héldu og trúðu að þeir væru að kjósa breytingar á meirihlutanum í borgarstjórn.“ Þegar hún er spurð hvernig henni lítist á þann meirihluta sem nú stefnir í segist Vigdís ekki þurfa að spyrja. Hún kveður nú Ráðhúsið eftir fjögur viðburðarík ár og er spurð af því tilefni hvort hún eigi ekki eftir að sakna fólksins þar, Dags og félaga? „Ég fer aldrei í svoleiðis pælingar þegar ég hef tekið ákvarðanir í mínu lífi. Nú eru þessi 4 ár á enda og ég reynslunni ríkari.“ Og þú hefur þá frá ýmsu að segja? „Já, heldur betur,“ segir Vigdís. En var ekki alveg á því að deila reynslusögum við þetta tækifæri. Það bíður betri tíma. Jafnvel verður það skrifað í bók. „Já, ég á klárlega eftir að láta skrifa ævisögu mína – eða gera það sjálf,“ segir Vigdís og þá sé ekki bara borgin ein undir, heldur allt hitt líka. En Vigdís á viðburðaríkan feril á þingi að baki, einnig. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vigdís gerir upp stjórnmálaferilinn: „Konur eru konum verstar“ Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segir brátt skilið við viðburðarríkan stjórnmálaferil sinn og stígur út í óvissuna. 21. apríl 2022 09:00 Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9. mars 2022 15:38 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Sjá meira
Vísir leitaði viðbragða Vigdísar við meirihlutaviðræðunum sem kynntar voru í dag, hvernig hún meti þær og þá væntanlega nýja borgarstjórn?. Henni vafðist tunga um tönn, aldrei þessu vant. „Tjah, hvað skal segja - ég var búin að spá þessu þannig að þetta var fyrirséð. Og Dagur verður borgarstjóri.“ Heldurðu það? „Já. Dagur er mjög sleipur. Hann byrjar á því að gera málefnasamning sem verður kominn svo langt að ekki verður hægt að snúa til baka og krefst þess svo að fá stólinn.“ Vigdís segir spurð Dag vera ref; slyngan með afbrigðum og sannfærandi, þegar svo ber undir ef það komi sé vel fyrir hann. „Einar Þorsteinsson væri flottur borgarstjóri,“ segir Vigdís. En hún telur að það verði ekki. „Samúð mín er hjá kjósendum Framsóknarflokksins sem héldu og trúðu að þeir væru að kjósa breytingar á meirihlutanum í borgarstjórn.“ Þegar hún er spurð hvernig henni lítist á þann meirihluta sem nú stefnir í segist Vigdís ekki þurfa að spyrja. Hún kveður nú Ráðhúsið eftir fjögur viðburðarík ár og er spurð af því tilefni hvort hún eigi ekki eftir að sakna fólksins þar, Dags og félaga? „Ég fer aldrei í svoleiðis pælingar þegar ég hef tekið ákvarðanir í mínu lífi. Nú eru þessi 4 ár á enda og ég reynslunni ríkari.“ Og þú hefur þá frá ýmsu að segja? „Já, heldur betur,“ segir Vigdís. En var ekki alveg á því að deila reynslusögum við þetta tækifæri. Það bíður betri tíma. Jafnvel verður það skrifað í bók. „Já, ég á klárlega eftir að láta skrifa ævisögu mína – eða gera það sjálf,“ segir Vigdís og þá sé ekki bara borgin ein undir, heldur allt hitt líka. En Vigdís á viðburðaríkan feril á þingi að baki, einnig.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vigdís gerir upp stjórnmálaferilinn: „Konur eru konum verstar“ Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segir brátt skilið við viðburðarríkan stjórnmálaferil sinn og stígur út í óvissuna. 21. apríl 2022 09:00 Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9. mars 2022 15:38 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Sjá meira
Vigdís gerir upp stjórnmálaferilinn: „Konur eru konum verstar“ Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segir brátt skilið við viðburðarríkan stjórnmálaferil sinn og stígur út í óvissuna. 21. apríl 2022 09:00
Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9. mars 2022 15:38