Typpi Jimi Hendrix á leið til landsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2022 16:22 Um er að ræða eina fárra afsteypa sem til er af getnaðarlim Hendrix. Walter Iooss Jr./Getty Afsteypa af getnaðarlim rokkarans Jimi Hendrix er á leið til landsins. Afsteypan verður til sýnis á Hinu Íslenzka Reðasafni en safnið fékk afsteypun að gjöf frá Cynthiu „Plaster Caster“ Albritton heitinni. Albritton lést 21. apríl síðastliðinn, 74 ára að aldri. Albritton vann sér það til frægðar að hafa sankað að sér tugum reðurafsteypa, allar afsteypur af getnaðarlimum víðfrægra manna. Fram kemur í frétt Loudwire um málið að auk þess að eiga afsteypu af stinnum getnaðarlim Hendrix hafi Albritton átt afsteypu af getnaðarlimum ýmissa frægra rokkara, þar á meðal Wayne Kramer gítarleikara MC5, Jello Biafra söngvara Dead Kennedys og Pete Shelley söngvara og gítarleikara Buzzcocks. Samkvæmt Loudwire verður afsteypan sett upp á safninu í júní, svo allir fái að sjá. Jimi Hendrix er þekktur sem einn áhrifamesti gítarleikari rokktónlistarinnar en hann lést í Lundúnum í september 1970, þá aðeins 27 ára gamall. https://t.co/5bB3AHU2KL— Phallological Museum (@Phallusmuseum) May 24, 2022 Hendrix var fyrsta rokkstjarnan sem leyfði Albritton að gera afsteypu af getnaðarlim sínum en hún sagði í viðtali við Rock Scene fyrir áratugi síðan að hún hafi æft sig að gera reðurafsteypur af „almennum borgurum“ áður en hún mætti Hendrix. „Jimi Hendrix var að koma í bæinn. Hann var fyrsta alvöru rokkstjarnan mín, sem ég fékk að taka afsteypu af og það var ótrúlegt. Við vorum þeir aðdáendur sem komumst fyrstir á hótelið og við vorum einar á herberginu hjá Hendrix. Þetta var ekki fyrsta afsteypan mín, ég hafði æft mig á nokkrum almennum borgurum til þess að vera tilbúin fyrir Jimi,“ sagði Albritton í viðtalinu. „Hann er minn stærsti. Nei, ekki minn stærsti. Það eru aðrir sem eru eiginlega stærri. En ég get ekki sagt til um það hvort hann sé sá sem var mest spennandi. Vegna þess að þeir eru allir börnin mín og ég er mamma þeirra og ég geri ekki upp á milli barnanna minna. Ég á engan uppáhalds. Ég elska þá alla. Allar mínar upplifanir voru jafn spennandi og skrítnar og engin eins,“ sagði Albritton. Söfn Tónlist Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira
Albritton lést 21. apríl síðastliðinn, 74 ára að aldri. Albritton vann sér það til frægðar að hafa sankað að sér tugum reðurafsteypa, allar afsteypur af getnaðarlimum víðfrægra manna. Fram kemur í frétt Loudwire um málið að auk þess að eiga afsteypu af stinnum getnaðarlim Hendrix hafi Albritton átt afsteypu af getnaðarlimum ýmissa frægra rokkara, þar á meðal Wayne Kramer gítarleikara MC5, Jello Biafra söngvara Dead Kennedys og Pete Shelley söngvara og gítarleikara Buzzcocks. Samkvæmt Loudwire verður afsteypan sett upp á safninu í júní, svo allir fái að sjá. Jimi Hendrix er þekktur sem einn áhrifamesti gítarleikari rokktónlistarinnar en hann lést í Lundúnum í september 1970, þá aðeins 27 ára gamall. https://t.co/5bB3AHU2KL— Phallological Museum (@Phallusmuseum) May 24, 2022 Hendrix var fyrsta rokkstjarnan sem leyfði Albritton að gera afsteypu af getnaðarlim sínum en hún sagði í viðtali við Rock Scene fyrir áratugi síðan að hún hafi æft sig að gera reðurafsteypur af „almennum borgurum“ áður en hún mætti Hendrix. „Jimi Hendrix var að koma í bæinn. Hann var fyrsta alvöru rokkstjarnan mín, sem ég fékk að taka afsteypu af og það var ótrúlegt. Við vorum þeir aðdáendur sem komumst fyrstir á hótelið og við vorum einar á herberginu hjá Hendrix. Þetta var ekki fyrsta afsteypan mín, ég hafði æft mig á nokkrum almennum borgurum til þess að vera tilbúin fyrir Jimi,“ sagði Albritton í viðtalinu. „Hann er minn stærsti. Nei, ekki minn stærsti. Það eru aðrir sem eru eiginlega stærri. En ég get ekki sagt til um það hvort hann sé sá sem var mest spennandi. Vegna þess að þeir eru allir börnin mín og ég er mamma þeirra og ég geri ekki upp á milli barnanna minna. Ég á engan uppáhalds. Ég elska þá alla. Allar mínar upplifanir voru jafn spennandi og skrítnar og engin eins,“ sagði Albritton.
Söfn Tónlist Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira