„Ég held það komi í ljós síðar í dag hvað gerist á Akureyri“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. maí 2022 13:19 Oddviti Vinstri grænna á Akureyri segir tíðindi af viðræðuslitum opna á ýmsa möguleika. T.v.Vísir/vilhelm Staðan er enn galopin á Akureyri eftir að aðrar meirihlutaviðræður sigldu í strand eftir sveitarstjórnarkosningar. Í morgun varð ljóst að meirihluti BDSM væri úr sögunni þegar oddviti Samfylkingarinnar sleit viðræðum vegna ágreinings um málefni. Enginn af oddvitum flokkanna á Akureyri vildi veita fréttastofu viðtal fyrir utan Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur, oddvita VG á Akureyri. Tveir oddvitanna höfðu þó orð á því að fyrir norðan væri „allt í lausu lofti“ eftir viðræðuslitin. Jana var innt eftir viðbrögðum við tíðindum dagsins. „Þau setja hlutina í nýtt samhengi og opna möguleika á annars konar meirihlutaviðræðum. Þannig að þetta er bara spennandi.“ Jana Salóme segir VG setja jöfnuð og loftslags- umhverfismálin efst í forgangsröðun þegar komi að mögulegum meirihlutaviðræðum. Hvaða kostir hugnast þér best? „Það er erfitt að segja, það er svo margt í stöðunni og margir flokkar. Það er svolítið erfitt að segja hvað sé best.“ En er þetta svona flókið, gefur það ekki augaleið að það eru þarna nokkrir flokkar sem eiga málefnalega samleið? „Jú, algjörlega og ég held að eins og staðan er núna þá er allt í lausu lofti, öll eiga möguleika og ég held að það séu allir að tala við alla. Það ætti nú alveg að vera hægt að lenda einhverju meirihlutasamstarfi á málefnalegum grundvelli. Ég held að það komi í ljós síðar í dag hvað gerist á Akureyri. Það hefur örugglega aldrei verið svona flókið að mynda meirihluta þar,“ segir Jana Salóme glöð í bragði. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45 Góð stemning í BDSM-hópnum Oddviti Framsóknar á Akureyri segir viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks ganga vel þó að ekki sé von á að meirihluti verði myndaður á næstunni. 20. maí 2022 11:30 Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Enginn af oddvitum flokkanna á Akureyri vildi veita fréttastofu viðtal fyrir utan Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur, oddvita VG á Akureyri. Tveir oddvitanna höfðu þó orð á því að fyrir norðan væri „allt í lausu lofti“ eftir viðræðuslitin. Jana var innt eftir viðbrögðum við tíðindum dagsins. „Þau setja hlutina í nýtt samhengi og opna möguleika á annars konar meirihlutaviðræðum. Þannig að þetta er bara spennandi.“ Jana Salóme segir VG setja jöfnuð og loftslags- umhverfismálin efst í forgangsröðun þegar komi að mögulegum meirihlutaviðræðum. Hvaða kostir hugnast þér best? „Það er erfitt að segja, það er svo margt í stöðunni og margir flokkar. Það er svolítið erfitt að segja hvað sé best.“ En er þetta svona flókið, gefur það ekki augaleið að það eru þarna nokkrir flokkar sem eiga málefnalega samleið? „Jú, algjörlega og ég held að eins og staðan er núna þá er allt í lausu lofti, öll eiga möguleika og ég held að það séu allir að tala við alla. Það ætti nú alveg að vera hægt að lenda einhverju meirihlutasamstarfi á málefnalegum grundvelli. Ég held að það komi í ljós síðar í dag hvað gerist á Akureyri. Það hefur örugglega aldrei verið svona flókið að mynda meirihluta þar,“ segir Jana Salóme glöð í bragði.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45 Góð stemning í BDSM-hópnum Oddviti Framsóknar á Akureyri segir viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks ganga vel þó að ekki sé von á að meirihluti verði myndaður á næstunni. 20. maí 2022 11:30 Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45
Góð stemning í BDSM-hópnum Oddviti Framsóknar á Akureyri segir viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks ganga vel þó að ekki sé von á að meirihluti verði myndaður á næstunni. 20. maí 2022 11:30
Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10