Skipti samkynhneigð út fyrir krullurnar í ritskoðaðri ræðu Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2022 15:08 Zander Moricz í ræðupúlti við skólaslit Pine View-framhaldsskólans á Flórída. Twitter Nemandi sem flutti ræðu við útskrift í framhaldsskóla á Flórída í Bandaríkjunum vakti mikla athygli fyrir hvernig honum tókst að koma skilaboðum sínum til skila þrátt fyrir að skólastjórinn hefði bannað honum að tala um samkynhneigð sína. Zander Moricz var falið að flytja ræðu við skólaslit í Pine View-framhaldsskólanum í Osprey í Flórída. Hann er samkynhneigður og yngsti stefnandinn í hópmálsókn til að hnekkja nýjum lögum sem repúblikanar á Flórída samþykktu nýlega og takmarka umræðu um kynhneigð og kyn í skólastofum. Sá böggull fylgdi skammrifi að skólastjórinn tjáði Moricz að ef hann notaði orðið „samkynhneigður“ í ræðunni yrði slökkt á hljóðnemanum. Moricz sem er hrokkinnhærður, dó þá ekki ráðalaus heldur notaði krullurnar sem myndlíkingu fyrir kynhneigð sína. „Ég hataði krullurnar mínar. Ég skammaðist mín fyrir þær frá morgni til kvöld og reyndi að slétta úr þessum hluta af því sem ég er en daglegi skaðinn af því að reyna að gera við mig varð of mikill til að umbera,“ sagði Moricz sem var bekkjarforseti nemenda á síðasta ári, að því er kemur fram í frétt Washington Post. florida high school class president zander moricz was told by his school that they would cut his microphone if he said gay in his grad speech, so he replaced gay with having curly hair. i am in awe pic.twitter.com/OqLbar5bwq— matt (@mattxiv) May 24, 2022 „Þannig að þrátt fyrir að það sé erfitt að vera með krullur á Flórída vegna rakans ákvað ég að vera stoltur af því hver ég er og byrjaði að mæta í skólann sem ég sjálfur,“ sagði hann og duldist engum við hvað hann ætti. Lögin sem takmarka hvað kennarar mega segja í skólum eiga að taka gildi 1. júlí. Samkvæmt þeim mega kennarar við leikskóla og upp í grunnskóla ekki ræða kyn eða kynhneigð í tímum. Kennarar í eldri bekkjum þurfa að passa að það sem þeir segi um þau efni séu í samræmi við þroska nemenda án þess að það sé skilgreint frekar. Andstæðingar laganna, sem nefnast formlega Réttindi foreldra í menntun, hafa nefnt þau „ekki segja samkynhneigð“. Málsóknin sem Moricz er hluti af byggist á því að lögin skaði hinsegin nemendur og fjölskyldur þeirra og brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til frjálsrar tjáningar og til jafnrar verndar samkvæmt lögum. Skólastjórinn í Pine View svaraði ekki fyrirspurn Washington Post en talskona skólayfirvalda í Sarasota-sýslu staðfesti að skólastjórinn hefði hitt Moricz til að fara yfir til hvers væri ætlast af honum sem ræðumanni. Hann hefði ekki sagt honum að nota ekki orðið „samkynhneigður“. Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Zander Moricz var falið að flytja ræðu við skólaslit í Pine View-framhaldsskólanum í Osprey í Flórída. Hann er samkynhneigður og yngsti stefnandinn í hópmálsókn til að hnekkja nýjum lögum sem repúblikanar á Flórída samþykktu nýlega og takmarka umræðu um kynhneigð og kyn í skólastofum. Sá böggull fylgdi skammrifi að skólastjórinn tjáði Moricz að ef hann notaði orðið „samkynhneigður“ í ræðunni yrði slökkt á hljóðnemanum. Moricz sem er hrokkinnhærður, dó þá ekki ráðalaus heldur notaði krullurnar sem myndlíkingu fyrir kynhneigð sína. „Ég hataði krullurnar mínar. Ég skammaðist mín fyrir þær frá morgni til kvöld og reyndi að slétta úr þessum hluta af því sem ég er en daglegi skaðinn af því að reyna að gera við mig varð of mikill til að umbera,“ sagði Moricz sem var bekkjarforseti nemenda á síðasta ári, að því er kemur fram í frétt Washington Post. florida high school class president zander moricz was told by his school that they would cut his microphone if he said gay in his grad speech, so he replaced gay with having curly hair. i am in awe pic.twitter.com/OqLbar5bwq— matt (@mattxiv) May 24, 2022 „Þannig að þrátt fyrir að það sé erfitt að vera með krullur á Flórída vegna rakans ákvað ég að vera stoltur af því hver ég er og byrjaði að mæta í skólann sem ég sjálfur,“ sagði hann og duldist engum við hvað hann ætti. Lögin sem takmarka hvað kennarar mega segja í skólum eiga að taka gildi 1. júlí. Samkvæmt þeim mega kennarar við leikskóla og upp í grunnskóla ekki ræða kyn eða kynhneigð í tímum. Kennarar í eldri bekkjum þurfa að passa að það sem þeir segi um þau efni séu í samræmi við þroska nemenda án þess að það sé skilgreint frekar. Andstæðingar laganna, sem nefnast formlega Réttindi foreldra í menntun, hafa nefnt þau „ekki segja samkynhneigð“. Málsóknin sem Moricz er hluti af byggist á því að lögin skaði hinsegin nemendur og fjölskyldur þeirra og brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til frjálsrar tjáningar og til jafnrar verndar samkvæmt lögum. Skólastjórinn í Pine View svaraði ekki fyrirspurn Washington Post en talskona skólayfirvalda í Sarasota-sýslu staðfesti að skólastjórinn hefði hitt Moricz til að fara yfir til hvers væri ætlast af honum sem ræðumanni. Hann hefði ekki sagt honum að nota ekki orðið „samkynhneigður“.
Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira