Vænar bleikjur að veiðast í Elliðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 26. maí 2022 07:40 Vænar bleikjur úr Elliðavatni sem Daníel Karl veiddi nýlega Daníel Karl Egilsson Það hefur verið tilfinning veiðimanna að bleikjan í Elliðavatni sé á miklu undanhaldi en miðað við frásagnir veiðimanna þetta vorið er einhver viðsnúningar í gangi. Það hefur að vísu alltaf verið þannig við vatnið að fram í miðjan maí, kannski til enda maí, veiðist oftar en ekki mest urriði en þegar vatnið hlýnar aðeins hefur veiði á bleikju aukist. Undanfarin ár hefur verið mun minna af bleikju að veiðast en reynsluboltar við vatnið eiga að venjast en núna það sem af er sumri er sagan önnur og betri. Það hafa verið að veiðast töluvert margar bleikjur og sumir af vanari veiðimönnum við vatnið segja að þeir hafi ekki séð jafn mikið af bleikju undanfarin ár og það sem meira er, sjaldan séð jafn margar vænar og nú. Það var alltaf þannig að 1-2 punda bleikja, og oft minni, var uppistaðann í veiðinni en núna eru 2-3 punda bleikjur bara mjög algengar. Bleikjan virðist koma sérstaklega vel undan snjóþungum vetri og veiðist vel þegar vatnsstaða er góð eins og núna. Framundan er júní, klárlega besti mánuðurinn til að veiða við Elliðavatn og þegar dagarnir eru bjartir er gott að vera kominn við bakkann klukkan 7, ekki bara því þá veiðist best heldur til að fá pláss við bakkann. Þú mátt alveg búast við mörgum í veiðihug við þetta fallega vatn næstu daga. Stangveiði Mest lesið Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Langskeggur er málið Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Þarf að bæta umgengni við vötnin Veiði Kynning á veiðisvæðum Þjórsár Veiði Jökla byrjar vel í frábæru vatni Veiði
Það hefur að vísu alltaf verið þannig við vatnið að fram í miðjan maí, kannski til enda maí, veiðist oftar en ekki mest urriði en þegar vatnið hlýnar aðeins hefur veiði á bleikju aukist. Undanfarin ár hefur verið mun minna af bleikju að veiðast en reynsluboltar við vatnið eiga að venjast en núna það sem af er sumri er sagan önnur og betri. Það hafa verið að veiðast töluvert margar bleikjur og sumir af vanari veiðimönnum við vatnið segja að þeir hafi ekki séð jafn mikið af bleikju undanfarin ár og það sem meira er, sjaldan séð jafn margar vænar og nú. Það var alltaf þannig að 1-2 punda bleikja, og oft minni, var uppistaðann í veiðinni en núna eru 2-3 punda bleikjur bara mjög algengar. Bleikjan virðist koma sérstaklega vel undan snjóþungum vetri og veiðist vel þegar vatnsstaða er góð eins og núna. Framundan er júní, klárlega besti mánuðurinn til að veiða við Elliðavatn og þegar dagarnir eru bjartir er gott að vera kominn við bakkann klukkan 7, ekki bara því þá veiðist best heldur til að fá pláss við bakkann. Þú mátt alveg búast við mörgum í veiðihug við þetta fallega vatn næstu daga.
Stangveiði Mest lesið Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Langskeggur er málið Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Þarf að bæta umgengni við vötnin Veiði Kynning á veiðisvæðum Þjórsár Veiði Jökla byrjar vel í frábæru vatni Veiði