Sigurður Ragnar kallar eftir sameiningu á Suðurnesjum Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 12:30 Sigurður Ragnar Eyjólfsson varpaði fram hugmynd um sameiningu Keflavíkur og Njarðvíkur í viðtali eftir bikarleik liðanna. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur í Bestu deild karla, vill að lið hans verði sameinað við lið Njarðvíkur í Reykjanesbæ. Þetta lét Sigurður hafa eftir sér í kjölfar þess að Njarðvíkingur fleygðu Keflvíkingum úr leik í nágrannaslag liðanna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. Flestir bjuggust við öruggum sigri Keflavíkur er Njarðvíkingar heimsóttu á HS Orku-völlinn í Reykjanesbæ. Liðin eru bæði til húsa í bænum og aðeins 800 metrar á milli heimavalla þeirra. Gestirnir, sem leika í 2. deild karla, virðast þó hafa náð að gíra sig betur í leikinn þar sem Kenneth Hogg kom Njarðvík yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik og Magnús Þórir Matthíasson tvöfaldaði þá forystu á 39. mínútu. Færeyingurinn Patrik Johannessen minnkaði muninn skömmu fyrir leikhlé en Magnús Þórir, sem lék með Keflavík um árabil, skoraði sitt annað mark á 63. mínútu áður en Oumar Diouck innsiglaði óvæntan 4-1 sigur Njarðvíkur á grönnunum. Það er ekki á hverjum degi sem Njarðvík vinnur Keflavík í fótbolta, hvað þá þegar tvær deildir skilja liðin að. Þótti Nacho Heras, varnarmanni Keflavíkur, tapið svo neyðarlegt að hann sá ástæðu til að biðja stuðningsmenn Keflavíkur afsökunar á Twitter eftir leik. „Mig langar að biðjast afsökunar því að frammistaða okkar var hræðileg í kvöld,“ sagði meðal annars í færslunni sem hefur nú verið eytt. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum vonsvikinn en þótti stemningin frábær á meðal þeirra 1.200 áhorfenda sem lögðu leið sína á völlinn. Í ljósi fjöldans á vellinum kallaði hann eftir sameiningu liðanna tveggja í samtali við Fótbolti.net, því úr geti orðið Suðurnesjastórveldi. „Ég sá það var full stúka og ég held að þessi tvö félög einhvern tímann í framtíðinni verði eitt félag. Hér verður full stúka á öllum leikjum hvort sem hún verður hér eða annars staðar í bænum,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net. „Saman gætu þessi tvö félög verið eitt af því besta á landinu. Ég held að það verði framtíðin en í dag óska ég Njarðvík til hamingju með flottan leik en við þurfum að gera miklu betur,“ Keflavík ÍF Mjólkurbikar karla Besta deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Flestir bjuggust við öruggum sigri Keflavíkur er Njarðvíkingar heimsóttu á HS Orku-völlinn í Reykjanesbæ. Liðin eru bæði til húsa í bænum og aðeins 800 metrar á milli heimavalla þeirra. Gestirnir, sem leika í 2. deild karla, virðast þó hafa náð að gíra sig betur í leikinn þar sem Kenneth Hogg kom Njarðvík yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik og Magnús Þórir Matthíasson tvöfaldaði þá forystu á 39. mínútu. Færeyingurinn Patrik Johannessen minnkaði muninn skömmu fyrir leikhlé en Magnús Þórir, sem lék með Keflavík um árabil, skoraði sitt annað mark á 63. mínútu áður en Oumar Diouck innsiglaði óvæntan 4-1 sigur Njarðvíkur á grönnunum. Það er ekki á hverjum degi sem Njarðvík vinnur Keflavík í fótbolta, hvað þá þegar tvær deildir skilja liðin að. Þótti Nacho Heras, varnarmanni Keflavíkur, tapið svo neyðarlegt að hann sá ástæðu til að biðja stuðningsmenn Keflavíkur afsökunar á Twitter eftir leik. „Mig langar að biðjast afsökunar því að frammistaða okkar var hræðileg í kvöld,“ sagði meðal annars í færslunni sem hefur nú verið eytt. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum vonsvikinn en þótti stemningin frábær á meðal þeirra 1.200 áhorfenda sem lögðu leið sína á völlinn. Í ljósi fjöldans á vellinum kallaði hann eftir sameiningu liðanna tveggja í samtali við Fótbolti.net, því úr geti orðið Suðurnesjastórveldi. „Ég sá það var full stúka og ég held að þessi tvö félög einhvern tímann í framtíðinni verði eitt félag. Hér verður full stúka á öllum leikjum hvort sem hún verður hér eða annars staðar í bænum,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net. „Saman gætu þessi tvö félög verið eitt af því besta á landinu. Ég held að það verði framtíðin en í dag óska ég Njarðvík til hamingju með flottan leik en við þurfum að gera miklu betur,“
Keflavík ÍF Mjólkurbikar karla Besta deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira