Ásdís verður bæjarstjóri Árni Sæberg skrifar 26. maí 2022 15:12 Ásdís Kristjánsdóttir er næsti bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Vilhelm Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, verður bæjarstjóri Kópavogs samkvæmt nýjum málefnasamningi flokksins við Framsókn. Þetta tilkynnti Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi, á blaðamannafundi í Gerðarsafni rétt í þessu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn héldu meirihluta sínum í bæjarstjórn Kópavogs. Oddvitar flokkanna kynntu málefnasamning flokkanna á blaðamannafundi klukkan 15 í dag. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Orri mun skipa embætti formanns bæjarráðs. Þá mun embætti forseta bæjarstjórnar skiptast á milli flokkanna, þannig að hvor flokkur haldi embættinu helming kjörtímabils. Áttaviti til árangurs Yfirskrift málefnasamnings flokkanna er Áttaviti til árangurs. Í samningnum eru átta verkefni útlistuð sem flokkarnir ætla að leysa á kjörtímabilinu. Ásdís segir það markmið þeirra að leyfa bæjarbúum að fylgjast grannt með framvindu verkefnanna. Meðal helstu markmiða flokkanna er ábyrgð í fjármálum bæjarins og segir Ásdís að þeir sjái ýmis tækifæri til að skapa rými til að lækka álögur á bæjarbúa og fyrirtæki. Þá verði einungis stofnað til skuldsetningar sem snýr að arðbærum fjárfestingum. Ásdís segir að vanda verði vel til verka í skipulagsmálum, sérstaklega þegar kemur að kynningu verkefna og samráði við bæjarbúa. Hún segir bæinn munu setja markið hátt í skóla- og menntamálum. Meðal annars með því að stíga næsta skref í stafrænni þróun og fjárfesta í tækni og nýsköpun sem muni bæði bæta starfsumhverfi kennara og námsumhverfi barna. Ásdís segir meirihlutann vera með raunhæfar lausnir í leikskólavandanum. Hann verði leystur með heimgreiðslum og dagvistunarúrræðum. Samhliða því munu flokkarnir vinna að því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara til fá fleiri slíka til starfa. Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Þetta tilkynnti Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi, á blaðamannafundi í Gerðarsafni rétt í þessu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn héldu meirihluta sínum í bæjarstjórn Kópavogs. Oddvitar flokkanna kynntu málefnasamning flokkanna á blaðamannafundi klukkan 15 í dag. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Orri mun skipa embætti formanns bæjarráðs. Þá mun embætti forseta bæjarstjórnar skiptast á milli flokkanna, þannig að hvor flokkur haldi embættinu helming kjörtímabils. Áttaviti til árangurs Yfirskrift málefnasamnings flokkanna er Áttaviti til árangurs. Í samningnum eru átta verkefni útlistuð sem flokkarnir ætla að leysa á kjörtímabilinu. Ásdís segir það markmið þeirra að leyfa bæjarbúum að fylgjast grannt með framvindu verkefnanna. Meðal helstu markmiða flokkanna er ábyrgð í fjármálum bæjarins og segir Ásdís að þeir sjái ýmis tækifæri til að skapa rými til að lækka álögur á bæjarbúa og fyrirtæki. Þá verði einungis stofnað til skuldsetningar sem snýr að arðbærum fjárfestingum. Ásdís segir að vanda verði vel til verka í skipulagsmálum, sérstaklega þegar kemur að kynningu verkefna og samráði við bæjarbúa. Hún segir bæinn munu setja markið hátt í skóla- og menntamálum. Meðal annars með því að stíga næsta skref í stafrænni þróun og fjárfesta í tækni og nýsköpun sem muni bæði bæta starfsumhverfi kennara og námsumhverfi barna. Ásdís segir meirihlutann vera með raunhæfar lausnir í leikskólavandanum. Hann verði leystur með heimgreiðslum og dagvistunarúrræðum. Samhliða því munu flokkarnir vinna að því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara til fá fleiri slíka til starfa.
Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira