Sævar Freyr áfram bæjarstjóri á Akranesi í nýjum meirihluta Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. maí 2022 10:28 Nýr meirhluti Bæjarstjórn Akranesbæjar, skipaður fulltrúum úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum. aðsend Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar kjörtímabilið 2022 – 2026, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá flokkunum. Samkvæmt tilkynningunni verður Sævar Freyr Þráinsson áfram bæjarstjóri en hann var samhljóða ráðinn bæjarstjóri Akraness 2017 og voru flokkarnir sammála um áframhaldandi bæjarstjórastöðu hans fyrir nýafstaðnar sveitastjórnarkosningar. Þá verður Líf Lárusdóttir, Sjálfstæðisflokki, formaður bæjarráðs og Valgarður Lyngdal Jónsson, Samfylkingu, forseti bæjarstjórnar. Fram kemur í tilkynningunni að málefnasamningur meirihlutans hafi verið samþykktur en í inngangi hans segir að lögð verði áhersla á gott samstarf við íbúa og áframhaldandi uppbyggingu og þróun á virku íbúalýðræði. Áfram verður unnið að því að styrkja fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. Samfylkingin mun fara með formennsku í velferðar- og mannréttindaráði og mennta- og menningarráði en Sjálfstæðisflokkurinn verður með formennsku í skipulags- og umhverfisráði. Meirihlutaviðræður fyrri meirihluta strönduðu Fyrri meirihluti Samfylkingar og Framsóknar á Akranesi mun því heyra sögunni til. Flokkarnir hófu viðræður um áframhaldandi samstarf eftir kosningar en þeim viðræðum var slitið. Fram kom í tilkynningu á Facebook frá Samfylkingunni á Akranesi fyrir viku að þau hafi upplifað fyrsta fund flokksins við Framsókn, um áframhaldandi samstarf, sem atvinnuviðtal. Framsókn hafi lagt fyrir Samfylkingu afarkosti sem þau gætu ekki sætt sig við. Viðræður hafi því siglt í strand. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Samkvæmt tilkynningunni verður Sævar Freyr Þráinsson áfram bæjarstjóri en hann var samhljóða ráðinn bæjarstjóri Akraness 2017 og voru flokkarnir sammála um áframhaldandi bæjarstjórastöðu hans fyrir nýafstaðnar sveitastjórnarkosningar. Þá verður Líf Lárusdóttir, Sjálfstæðisflokki, formaður bæjarráðs og Valgarður Lyngdal Jónsson, Samfylkingu, forseti bæjarstjórnar. Fram kemur í tilkynningunni að málefnasamningur meirihlutans hafi verið samþykktur en í inngangi hans segir að lögð verði áhersla á gott samstarf við íbúa og áframhaldandi uppbyggingu og þróun á virku íbúalýðræði. Áfram verður unnið að því að styrkja fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. Samfylkingin mun fara með formennsku í velferðar- og mannréttindaráði og mennta- og menningarráði en Sjálfstæðisflokkurinn verður með formennsku í skipulags- og umhverfisráði. Meirihlutaviðræður fyrri meirihluta strönduðu Fyrri meirihluti Samfylkingar og Framsóknar á Akranesi mun því heyra sögunni til. Flokkarnir hófu viðræður um áframhaldandi samstarf eftir kosningar en þeim viðræðum var slitið. Fram kom í tilkynningu á Facebook frá Samfylkingunni á Akranesi fyrir viku að þau hafi upplifað fyrsta fund flokksins við Framsókn, um áframhaldandi samstarf, sem atvinnuviðtal. Framsókn hafi lagt fyrir Samfylkingu afarkosti sem þau gætu ekki sætt sig við. Viðræður hafi því siglt í strand.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira