Elli Egilsson gerði sérpöntun fyrir The Weeknd: „Hangir uppi í 70 milljón dollara glæsihýsinu hans“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. maí 2022 07:00 Listamaðurinn Elli Einarsson opnar sýningu í dag. Aðsend Listamaðurinn Elli Egilsson opnar myndlistarsýninguna NEVADA í Gallerí Þulu í dag klukkan 14:00. Listaverk Ella sýna landslagið eins og það verður til í hans hugarheimi, raunverulegt en ímyndun í bland, og er náttúran honum hugleikin. Blaðamaður tók púlsinn á Ella og fékk nánari innsýn í hans listræna hugarheim. „Þessi verk byggjast aðallega á minningum, ferðum um landið með ömmu og afa og svoleiðis sem ég svo túlka á minn eigin hátt. Útkoman er einhvers konar nútíma landslag, ekki beint raunverulegt en oft er hægt að ímynda sér aðstæður í verkunum, náttúran er svo merkilegt fyrirbæri,“ segir Elli. View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Hann langar til að verk sín geti þjónað tilgangi sem minningar fyrir komandi kynslóðir. „Málarar fyrri tíma hafa skilið eftir sig stórbrotin listaverk sem lýsa því hvernig þeir sáu heiminn í kringum sig, veröld sem þá var. Mig langar að skilja eftir mig mína sýn, mitt sjónarhorn á náttúrunni og óbyggðum landsins, fyrir komandi kynslóðir að upplifa og njóta.“ Andstæðan hreyfir við Viðfangsefnið er afmarkað en á sama tíma fjölbreytt. „Þessi sýning, NEVADA, snýst um sama form af fjallstoppum í mismunandi litum og dýpt. Verkin eru skírð eftir götunum sem ég keyri daglega frá heimilinu okkar á vinnustofuna, einhvern veginn fannst mér ekkert annað passa þegar ég púslaði conceptinu saman.“ View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Elli segist lítið hafa málað á Íslandi. „Kannski einhver sex eða sjö verk hafa verið máluð á Íslandi, en það er nefnilega þessi andstæða í loftslaginu sem hreyfir svo mikið við mér, þegar maður þarf að ímynda sér ískalt veðurfar í fjörutíu stiga hita í Las Vegas, eitthvað algjörlega töfrandi gerist.“ View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Sérpöntun fyrir The Weeknd Það er ýmislegt spennandi í gangi í listsenunni vestanhafs en tónlistarmaðurinn The Weekend fékk Ella meðal annars til að mála verk sérstaklega handa sér. „Ég er búinn að þekkja Abel (The Weeknd) og alla strákana sem eru partur af hans batteríi alveg frá 2006. La Mar vinur minn er besti vinur hans og creative director-inn hans. Hann vildi endilega gera sérpöntun og gefa Abel verkið í þrítugsgjöf í hitt í fyrra. Verkið hangir uppi í 70 milljón dollara mansion-inu hans í Bel Air, sem er gjörsamlega tryllt,“ segir Elli. View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Sýningin opnar sem áður segir í dag og verður uppi til 19. júní. Gallerí Þula er staðsett á Hjartatorgi, 101 Reykjavík. Myndlist Menning Tengdar fréttir Elli málar landslag verndaður af glæpagengjum Myndlistarmaðurinn Elli Egilsson býr í Los Angeles þar sem hann málar íslenskt landslag í einu skuggalegasta hverfi borgarinnar. Hann er í stuttu stoppi í örygginu á Íslandi og sýnir verk sem hann málaði utan þægindarammans. 19. júlí 2019 06:00 Elli Egils hefur hreiðrað um sig í Bolungarvík Undanfarnar vikur og mánuði hefur myndlistarmaðurinn Elli Egilsson verið við störf í nýrri vinnustofu og galleríi í húsakynnum Kampa í Bolungarvík. 21. desember 2017 16:30 Elli hannaði jakka á Pharrell Pharrell klæðist flottum jakka eftir Ella á tónleikaferðalaginu Dear Girl Tour. 25. september 2014 17:43 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira
„Þessi verk byggjast aðallega á minningum, ferðum um landið með ömmu og afa og svoleiðis sem ég svo túlka á minn eigin hátt. Útkoman er einhvers konar nútíma landslag, ekki beint raunverulegt en oft er hægt að ímynda sér aðstæður í verkunum, náttúran er svo merkilegt fyrirbæri,“ segir Elli. View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Hann langar til að verk sín geti þjónað tilgangi sem minningar fyrir komandi kynslóðir. „Málarar fyrri tíma hafa skilið eftir sig stórbrotin listaverk sem lýsa því hvernig þeir sáu heiminn í kringum sig, veröld sem þá var. Mig langar að skilja eftir mig mína sýn, mitt sjónarhorn á náttúrunni og óbyggðum landsins, fyrir komandi kynslóðir að upplifa og njóta.“ Andstæðan hreyfir við Viðfangsefnið er afmarkað en á sama tíma fjölbreytt. „Þessi sýning, NEVADA, snýst um sama form af fjallstoppum í mismunandi litum og dýpt. Verkin eru skírð eftir götunum sem ég keyri daglega frá heimilinu okkar á vinnustofuna, einhvern veginn fannst mér ekkert annað passa þegar ég púslaði conceptinu saman.“ View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Elli segist lítið hafa málað á Íslandi. „Kannski einhver sex eða sjö verk hafa verið máluð á Íslandi, en það er nefnilega þessi andstæða í loftslaginu sem hreyfir svo mikið við mér, þegar maður þarf að ímynda sér ískalt veðurfar í fjörutíu stiga hita í Las Vegas, eitthvað algjörlega töfrandi gerist.“ View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Sérpöntun fyrir The Weeknd Það er ýmislegt spennandi í gangi í listsenunni vestanhafs en tónlistarmaðurinn The Weekend fékk Ella meðal annars til að mála verk sérstaklega handa sér. „Ég er búinn að þekkja Abel (The Weeknd) og alla strákana sem eru partur af hans batteríi alveg frá 2006. La Mar vinur minn er besti vinur hans og creative director-inn hans. Hann vildi endilega gera sérpöntun og gefa Abel verkið í þrítugsgjöf í hitt í fyrra. Verkið hangir uppi í 70 milljón dollara mansion-inu hans í Bel Air, sem er gjörsamlega tryllt,“ segir Elli. View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Sýningin opnar sem áður segir í dag og verður uppi til 19. júní. Gallerí Þula er staðsett á Hjartatorgi, 101 Reykjavík.
Myndlist Menning Tengdar fréttir Elli málar landslag verndaður af glæpagengjum Myndlistarmaðurinn Elli Egilsson býr í Los Angeles þar sem hann málar íslenskt landslag í einu skuggalegasta hverfi borgarinnar. Hann er í stuttu stoppi í örygginu á Íslandi og sýnir verk sem hann málaði utan þægindarammans. 19. júlí 2019 06:00 Elli Egils hefur hreiðrað um sig í Bolungarvík Undanfarnar vikur og mánuði hefur myndlistarmaðurinn Elli Egilsson verið við störf í nýrri vinnustofu og galleríi í húsakynnum Kampa í Bolungarvík. 21. desember 2017 16:30 Elli hannaði jakka á Pharrell Pharrell klæðist flottum jakka eftir Ella á tónleikaferðalaginu Dear Girl Tour. 25. september 2014 17:43 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira
Elli málar landslag verndaður af glæpagengjum Myndlistarmaðurinn Elli Egilsson býr í Los Angeles þar sem hann málar íslenskt landslag í einu skuggalegasta hverfi borgarinnar. Hann er í stuttu stoppi í örygginu á Íslandi og sýnir verk sem hann málaði utan þægindarammans. 19. júlí 2019 06:00
Elli Egils hefur hreiðrað um sig í Bolungarvík Undanfarnar vikur og mánuði hefur myndlistarmaðurinn Elli Egilsson verið við störf í nýrri vinnustofu og galleríi í húsakynnum Kampa í Bolungarvík. 21. desember 2017 16:30
Elli hannaði jakka á Pharrell Pharrell klæðist flottum jakka eftir Ella á tónleikaferðalaginu Dear Girl Tour. 25. september 2014 17:43