Mark Zuckerberg sýnir myndir frá Íslandsreisunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2022 21:27 Zuckerberg, Priscilla ásamt þriðja aðila. Mark Zuckerberg Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, virðist hafa notið dvalarinnar á Íslandi vel ef marka má myndir sem hann deildi á samfélagsmiðlinum í kvöld. Þau Priscilla Chan, eiginkona Zuckerberg, komu til Íslands þann 17. maí en þá lenti einkaflugvél Zuckerbegr á flugvellinum á Akureyri. Þaðan tóku þau þyrlu að Deplum í Fljótum sem er vinsæll dvalarstaður þeirra sem hafa nóg á milli handanna. Notalegt í pottinum í Fljótunum.Mark Zuckerberg Zuckerberg birtir fjórar myndir á Facebook-síðu sinni. Tvær eru teknar að Deplum, þar sem þau Chan njóta vel í heitum potti og fyrir utan hótelið, en hinar tvær í skíðagírnum. Vinsæl afþreying á Deplum er að fá far upp á fjallstopp með þyrlu og renna sér svo niður. Skíðað í fjallshlíðum á Tröllaskaga með Atlantshafið í bakgrunni.Mark Zuckerberg Lúxusferðaþjónustan að Deplum er í eigu Eleven Experience og hefur verið rekin í á sjötta ár. Fjölmargir heimsþekktir og auðugir erlendir aðilar hafa dvalið að Deplum. Má nefna Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, sem dæmi og Hollywood-leikarann Tom Cruise. Priscilla í bláum ullarfatnaði. Hótelið í bakgrunni.Mark Zuckerberg Zuckerberg sagði í athugasemd við færslu með auglýsingu Inspired by Iceland í nóvember á síðasta ári að hann hlakki til að heimsækja „Icelandverse“ bráðlega og má því vera að hann hafi láti verða af því. Í umræddri auglýsingu fór leikarinn Jörundur Ragnarsson með hlutverk manns, sem svipaði mjög til Zuckerberg, og var að kynna „Icelandverse“. Með auglýsingunni var augljóslega verið að vísa í nýlegri kynningu Zuckerbergs á „metaverse“. Facebook Íslandsvinir Skagafjörður Meta Tengdar fréttir Mark Zuckerberg á Íslandi Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er sagður hafa lent í einkaflugvél sinni á Akureyrarflugvelli í dag. 17. maí 2022 12:43 Icelandverse valin ein af bestu auglýsingum ársins Auglýsing Íslandsstofu hefur verið valin fjórtánda besta auglýsing ársins 2021 af bandaríska fagtímaritinu Adweek. 16. desember 2021 13:06 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira
Þau Priscilla Chan, eiginkona Zuckerberg, komu til Íslands þann 17. maí en þá lenti einkaflugvél Zuckerbegr á flugvellinum á Akureyri. Þaðan tóku þau þyrlu að Deplum í Fljótum sem er vinsæll dvalarstaður þeirra sem hafa nóg á milli handanna. Notalegt í pottinum í Fljótunum.Mark Zuckerberg Zuckerberg birtir fjórar myndir á Facebook-síðu sinni. Tvær eru teknar að Deplum, þar sem þau Chan njóta vel í heitum potti og fyrir utan hótelið, en hinar tvær í skíðagírnum. Vinsæl afþreying á Deplum er að fá far upp á fjallstopp með þyrlu og renna sér svo niður. Skíðað í fjallshlíðum á Tröllaskaga með Atlantshafið í bakgrunni.Mark Zuckerberg Lúxusferðaþjónustan að Deplum er í eigu Eleven Experience og hefur verið rekin í á sjötta ár. Fjölmargir heimsþekktir og auðugir erlendir aðilar hafa dvalið að Deplum. Má nefna Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, sem dæmi og Hollywood-leikarann Tom Cruise. Priscilla í bláum ullarfatnaði. Hótelið í bakgrunni.Mark Zuckerberg Zuckerberg sagði í athugasemd við færslu með auglýsingu Inspired by Iceland í nóvember á síðasta ári að hann hlakki til að heimsækja „Icelandverse“ bráðlega og má því vera að hann hafi láti verða af því. Í umræddri auglýsingu fór leikarinn Jörundur Ragnarsson með hlutverk manns, sem svipaði mjög til Zuckerberg, og var að kynna „Icelandverse“. Með auglýsingunni var augljóslega verið að vísa í nýlegri kynningu Zuckerbergs á „metaverse“.
Facebook Íslandsvinir Skagafjörður Meta Tengdar fréttir Mark Zuckerberg á Íslandi Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er sagður hafa lent í einkaflugvél sinni á Akureyrarflugvelli í dag. 17. maí 2022 12:43 Icelandverse valin ein af bestu auglýsingum ársins Auglýsing Íslandsstofu hefur verið valin fjórtánda besta auglýsing ársins 2021 af bandaríska fagtímaritinu Adweek. 16. desember 2021 13:06 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira
Mark Zuckerberg á Íslandi Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er sagður hafa lent í einkaflugvél sinni á Akureyrarflugvelli í dag. 17. maí 2022 12:43
Icelandverse valin ein af bestu auglýsingum ársins Auglýsing Íslandsstofu hefur verið valin fjórtánda besta auglýsing ársins 2021 af bandaríska fagtímaritinu Adweek. 16. desember 2021 13:06