Stolna styttan komin aftur á sinn stað eftir mikið ferðalag Eiður Þór Árnason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 28. maí 2022 20:59 Ekki stendur til að tryggja styttuna betur eftir þjófnaðinn. Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á Laugarbrekku í Snæfellsbæ í dag. Styttunni var stolið í vor en listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir komu henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík og sögðu verkið vera rasískt. Landsréttur veitti lögreglunni á Vesturlandi heimild til að fjarlægja styttuna úr eldflauginni í síðustu viku og keyrði bæjarstjóri Snæfellsbæjar með styttuna vestur. Á athöfninni sem fram fór í dag hélt framkvæmdastjóri svæðisgarðs Snæfellsness erindi og sagði frá sögu Guðríðar og ferðum hennar um heiminn og fögnuðu gestir því að styttan væri komin aftur heim. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ sagði í samtali við fréttastofu í gær að gjörningurinn hafi vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar er eftir Ásmund Sveinsson og er frá árinu 1939. „Við þekkjum það öll að í gegnum það sem við lærðum í Íslendingasögunum þá var alltaf verið að tala um karlana og þeirra afrek en það fór minna fyrir afrekum kvenna. Saga Guðríðar er alveg einstök; að það skyldi vera skrifað um hana á sínum tíma og hennar afrek að fara yfir átta heimhöf, labba síðan þegar hún var orðin eldri niður til Rómar og hitta páfann og svo framvegis og framvegis. Okkur finnst svo mikilvægt að gera sögu kvenna skil og það er það sem vakir fyrir okkur. Konur höfðu að sjálfsögðu mikil áhrif á framvindu sögunnar, alveg eins og karlarnir,“ sagði Kristinn. Erfitt að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig Skemmdir voru unnar á járnfestingum styttunnar en ekki styttunni sjálfri, að sögn bæjarstjórans. Ekki stendur til að tryggja styttuna betur. „Ég held að það sé alveg sama hvað við myndum gera. Ef það er vilji fyrir því að taka hana niður og skemma eins og gert var síðast þá er rosalega fátt sem við getum gert til að koma í veg fyrir það. Styttan er sett á járnfestingar sem eru á stalli og ef þú notar til þess rafmagnsverkfæri þá er mjög fátt sem við getum gert til að koma í veg fyrir að menn geri þetta aftur. Ég ætla nú að vona að fólk sleppi því bara,“ sagði Kristinn í samtali við fréttastofu í gær. Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Tengdar fréttir Styttan aftur á stall við hátíðlega athöfn á morgun Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur verður sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á morgun. Henni var stolið í vor og komið fyrir í öðru listaverki. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir gjörninginn hafa vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. 27. maí 2022 13:35 Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50 Skora á lögregluna að skila listaverkinu umdeilda Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakonurnar sem gerðu listaverkið umdeilda Farangursheimild, hafa skorað á lögregluna að skila verkinu á þann stað þar sem það var afhjúpað. 27. apríl 2022 20:31 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Sjá meira
Landsréttur veitti lögreglunni á Vesturlandi heimild til að fjarlægja styttuna úr eldflauginni í síðustu viku og keyrði bæjarstjóri Snæfellsbæjar með styttuna vestur. Á athöfninni sem fram fór í dag hélt framkvæmdastjóri svæðisgarðs Snæfellsness erindi og sagði frá sögu Guðríðar og ferðum hennar um heiminn og fögnuðu gestir því að styttan væri komin aftur heim. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ sagði í samtali við fréttastofu í gær að gjörningurinn hafi vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar er eftir Ásmund Sveinsson og er frá árinu 1939. „Við þekkjum það öll að í gegnum það sem við lærðum í Íslendingasögunum þá var alltaf verið að tala um karlana og þeirra afrek en það fór minna fyrir afrekum kvenna. Saga Guðríðar er alveg einstök; að það skyldi vera skrifað um hana á sínum tíma og hennar afrek að fara yfir átta heimhöf, labba síðan þegar hún var orðin eldri niður til Rómar og hitta páfann og svo framvegis og framvegis. Okkur finnst svo mikilvægt að gera sögu kvenna skil og það er það sem vakir fyrir okkur. Konur höfðu að sjálfsögðu mikil áhrif á framvindu sögunnar, alveg eins og karlarnir,“ sagði Kristinn. Erfitt að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig Skemmdir voru unnar á járnfestingum styttunnar en ekki styttunni sjálfri, að sögn bæjarstjórans. Ekki stendur til að tryggja styttuna betur. „Ég held að það sé alveg sama hvað við myndum gera. Ef það er vilji fyrir því að taka hana niður og skemma eins og gert var síðast þá er rosalega fátt sem við getum gert til að koma í veg fyrir það. Styttan er sett á járnfestingar sem eru á stalli og ef þú notar til þess rafmagnsverkfæri þá er mjög fátt sem við getum gert til að koma í veg fyrir að menn geri þetta aftur. Ég ætla nú að vona að fólk sleppi því bara,“ sagði Kristinn í samtali við fréttastofu í gær.
Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Tengdar fréttir Styttan aftur á stall við hátíðlega athöfn á morgun Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur verður sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á morgun. Henni var stolið í vor og komið fyrir í öðru listaverki. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir gjörninginn hafa vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. 27. maí 2022 13:35 Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50 Skora á lögregluna að skila listaverkinu umdeilda Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakonurnar sem gerðu listaverkið umdeilda Farangursheimild, hafa skorað á lögregluna að skila verkinu á þann stað þar sem það var afhjúpað. 27. apríl 2022 20:31 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Sjá meira
Styttan aftur á stall við hátíðlega athöfn á morgun Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur verður sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á morgun. Henni var stolið í vor og komið fyrir í öðru listaverki. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir gjörninginn hafa vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. 27. maí 2022 13:35
Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50
Skora á lögregluna að skila listaverkinu umdeilda Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakonurnar sem gerðu listaverkið umdeilda Farangursheimild, hafa skorað á lögregluna að skila verkinu á þann stað þar sem það var afhjúpað. 27. apríl 2022 20:31