Soffía frænka ræður öllu í fjósinu á Snorrastöðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2022 07:46 Kristján Ágúst Magnússon, kátur kúabóndi á bænum Snorrastöðum í Borgarbyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Soffía frænka úr Kardemommubænum kemur víða við, því nú er hún mætt í fjós á bæ í Borgarbyggð þar sem hún ræður ríkjum og stjórnar öllum kúnum í kringum sig með harðri hendi. Á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppnum hinum forna, nú Borgarbyggð er myndarlegt kúabú þar sem Kristján Ágúst Magnússon og Brandís Margrét Hauksdóttir eru kúabændur, auk þess að vera með ferðaþjónustu á bænum. Kristján keyrir rúllurnar á fóðurganginn en fjórar rúllur duga í tvo daga fyrir gripina. Sumarið leggst vel í fjölskylduna á Snorrastöðum hvað varðar mjólkina og ferðamennina. „Já, ég segi fyrir okkur, bæði ætlum við að láta kýrnar mjólka vel og svo erum við náttúrlega líka með ferðaþjónustu, það hjálpar og lítur vel út,“ segir Kristján. Kristján segir að kúabúskapur hafi breyst ótrúlega mikið á síðustu 25 til 30 árum. „Já, já, við byrjum hér, ég og konan mín fyrir 30 árum síðan. Það er bara himin og haf þarna á milli. Vinnuaðstæður og velferð dýra og allt það. Búin hafa stækkað gríðarlega og þeim fækkar náttúrulega líka.“ Fjósið er nýlegt og glæsilegt á Snorrastöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og mannfólkið þá eru kýrnar mismunandi karakterar. Það þekkir Kristján vel því Soffía frænka, sem á nöfnu úr Kardemommubænum en þær eru mjög líkar í skapi. „Hún er elst í hópnum og þegar hún kemur inn í biðplássið í mjaltabásinn þá ryður hún öllum frá og þær víkja allar fyrir henni. Það er mikið talað um einelti hjá mannfólki en það er ekki síður hjá gripum í fjósum, ekki síst í lausagöngufjósum“, segir Kristján enn fremur og drífur sig í kjölfarið að sækja fleiri rúllur í kýrnar og handa Soffíu til að halda henni góðri. Soffía frænka, sem ræður ríkjum í fjósinu á Snorrastöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppnum hinum forna, nú Borgarbyggð er myndarlegt kúabú þar sem Kristján Ágúst Magnússon og Brandís Margrét Hauksdóttir eru kúabændur, auk þess að vera með ferðaþjónustu á bænum. Kristján keyrir rúllurnar á fóðurganginn en fjórar rúllur duga í tvo daga fyrir gripina. Sumarið leggst vel í fjölskylduna á Snorrastöðum hvað varðar mjólkina og ferðamennina. „Já, ég segi fyrir okkur, bæði ætlum við að láta kýrnar mjólka vel og svo erum við náttúrlega líka með ferðaþjónustu, það hjálpar og lítur vel út,“ segir Kristján. Kristján segir að kúabúskapur hafi breyst ótrúlega mikið á síðustu 25 til 30 árum. „Já, já, við byrjum hér, ég og konan mín fyrir 30 árum síðan. Það er bara himin og haf þarna á milli. Vinnuaðstæður og velferð dýra og allt það. Búin hafa stækkað gríðarlega og þeim fækkar náttúrulega líka.“ Fjósið er nýlegt og glæsilegt á Snorrastöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og mannfólkið þá eru kýrnar mismunandi karakterar. Það þekkir Kristján vel því Soffía frænka, sem á nöfnu úr Kardemommubænum en þær eru mjög líkar í skapi. „Hún er elst í hópnum og þegar hún kemur inn í biðplássið í mjaltabásinn þá ryður hún öllum frá og þær víkja allar fyrir henni. Það er mikið talað um einelti hjá mannfólki en það er ekki síður hjá gripum í fjósum, ekki síst í lausagöngufjósum“, segir Kristján enn fremur og drífur sig í kjölfarið að sækja fleiri rúllur í kýrnar og handa Soffíu til að halda henni góðri. Soffía frænka, sem ræður ríkjum í fjósinu á Snorrastöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira