Kia Niro EV væntanlegur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. júní 2022 23:07 Kia Niro EV. Bílaumboðið Askja hóf í gær forsölu á nýjum rafbíl, Kia Niro EV. Þetta er þriðja kynslóð Kia Niro sem hefur verið einn vinsælasti bíll Kia um allan heim undanfarin ár. Hér á landi hefur hann verið söluhæsta gerð Kia. Kia Niro EV er hreinn rafbíll. Bíllinn breytist mikið í útliti miðað við núverandi kynslóð. Nýr Niro fær uppfært útlit að utan og innan. Hönnunin er framúrstefnuleg og djörf og ber að mörgu leyti keim af HabaNiro hugmyndabílnum sem kynntur var 2019. Meðfylgjandi er byggt á fréttatilkynningu frá Öskju. Framhluti Niro er mikið breyttur með nýju og grilli og LED ljósum sem gefa bílnum voldugt útlit. Afturhluti bílsins er dínamískur með LED ljósum og hárri gluggalínu. Bíllinn er stærri en áður og býður upp á meira pláss. Farangursrýmið er 451 lítrar eða 15 lítrum stærra en áður. Sjálfbærni höfð að leiðarljósi Innanrýmið er nútímalegt og laglega hannað. Vandað er til verka í efnisvali þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi. Bíllinn er tæknivæddur og sést það best á 10,25" aðgerðaskjá þar sem boðið er upp á upplýsingar um allt sem viðkemur akstrinum og afþreyingu í gegnum snjallsíma. Nýr Kia Niro er búinn öllum nýjustu aksturs- og öryggiskerfum Kia. Verðið á nýjum Kia Niro er frá 5.890.777 kr. Vistvænir bílar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent
Kia Niro EV er hreinn rafbíll. Bíllinn breytist mikið í útliti miðað við núverandi kynslóð. Nýr Niro fær uppfært útlit að utan og innan. Hönnunin er framúrstefnuleg og djörf og ber að mörgu leyti keim af HabaNiro hugmyndabílnum sem kynntur var 2019. Meðfylgjandi er byggt á fréttatilkynningu frá Öskju. Framhluti Niro er mikið breyttur með nýju og grilli og LED ljósum sem gefa bílnum voldugt útlit. Afturhluti bílsins er dínamískur með LED ljósum og hárri gluggalínu. Bíllinn er stærri en áður og býður upp á meira pláss. Farangursrýmið er 451 lítrar eða 15 lítrum stærra en áður. Sjálfbærni höfð að leiðarljósi Innanrýmið er nútímalegt og laglega hannað. Vandað er til verka í efnisvali þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi. Bíllinn er tæknivæddur og sést það best á 10,25" aðgerðaskjá þar sem boðið er upp á upplýsingar um allt sem viðkemur akstrinum og afþreyingu í gegnum snjallsíma. Nýr Kia Niro er búinn öllum nýjustu aksturs- og öryggiskerfum Kia. Verðið á nýjum Kia Niro er frá 5.890.777 kr.
Vistvænir bílar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent