„Lifði hamingjusöm til æviloka“ Elísabet Hanna skrifar 2. júní 2022 16:30 Nanna hefur aldrei verið hamingjusamari en eftir að hún seldi allt og flutti í sveitina. Skjáskot Nanna Lovísa Zophoníasdóttir gerði sér lítið fyrir og tók ákvörðun sem breytti öllu hennar lífið. Hún seldi yfirskuldsett húsið sitt í Hafnarfirði og flutti á Vatnsleysuströnd þar sem hún er að gera upp gamlan bóndabæ alveg niður við sjóinn. Dýr helsta ástríðan Bærinn er staðsettur í dásamlegu umhverfi, nokkrar mínútur frá höfuðborginni. Nanna er klæðskeri og listakona en vinnur í dag við drauma starfið sem dýranuddari og er einnig með hunda og kattarækt. „Þetta er besta vinna í heimi,“ segir hún um dýranuddið. Hennar helstu viðskiptavinir eru hundar og þá helst gamlir hundar. Einnig eru eineigðir og þrífættir kettir búnir að mæta í nudd og ekki má gleyma naggrísnum Slítandi starf Klæðskera starfið segir hún hafa verið slítandi og kom sá tímapunktur að hún gat ekki sinnt því lengur og þurfti að hugsa sinn gang. „Ég gat hvorki borgað af húsinu né séð um nokkuð viðhald sem auðvitað maður þarf að gera með svona eign,“ segir hún um húsið í Hafnarfirði þar sem hún bjó í tuttugu ár og var með saumastofu í kjallaranum. Hún fór í gegnum skilnað sem var áfall fyrir hana en segir í dag að það hafi verið það besta sem gat gerst. „Ég er ekki viss um að ég væri að gera það sem að mig langar, eins og ég er að gera núna alla daga frá morgni til kvölds, ef að ég væri ennþá gift kona inni í Hafnarfirði.“ Vala Matt kíkti í heimsókn til Nönnu. Friður og fallegt útsýni Fyrir tilviljun var hún að keyra um Vatnsleysuströnd og fékk tilfinninguna um að þetta væri staðurinn sinn og fór strax að leggja drög að flutningunum. „Ég gat borgað upp þó nokkuð mikið af skuldum og lifði hamingjusöm til æviloka,“ segir hún og hlær. Hún er hægt og rólega búin að vera að gera upp húsið, byggja sér pall og ákvað að fá sér hænur á heimilið. Hún segist aldrei hafa getað ímyndað sér það að geta búið í sveit en vera samt aðeins tuttugu mínútur að komast í vinnuna í borginni á morgnana. „Það er bara ég, fuglarnir og dýrin. Enginn með partý á kvöldin og það er ekkert sem truflar.“ Nanna lifir nú einföldu lífi í sveitinni eftir að hafa losað sig við búslóðina, endurnýtir og vill ekki vera með of mikið af dóti. Hún segist aldrei hafa verið hamingjusamari. Vala Matt fór og heimsótti Nönnu en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Ísland í dag Dýr Kettir Hundar Vogar Tengdar fréttir „Svo setti ég bara hnefann í borðið og það hlýddu mér allir“ Hanna Rún Ragnarsdóttir byrjaði að stunda rally af miklum móð til þess að komast yfir bílhræðslu sem hún byrjaði að upplifa eftir slæmt bílslys fyrir nokkrum árum. Hún segir konur hræddar við akstursíþróttir því þær séu þekktar sem karlasport og vill hún breyta því. 2. júní 2022 13:30 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Dýr helsta ástríðan Bærinn er staðsettur í dásamlegu umhverfi, nokkrar mínútur frá höfuðborginni. Nanna er klæðskeri og listakona en vinnur í dag við drauma starfið sem dýranuddari og er einnig með hunda og kattarækt. „Þetta er besta vinna í heimi,“ segir hún um dýranuddið. Hennar helstu viðskiptavinir eru hundar og þá helst gamlir hundar. Einnig eru eineigðir og þrífættir kettir búnir að mæta í nudd og ekki má gleyma naggrísnum Slítandi starf Klæðskera starfið segir hún hafa verið slítandi og kom sá tímapunktur að hún gat ekki sinnt því lengur og þurfti að hugsa sinn gang. „Ég gat hvorki borgað af húsinu né séð um nokkuð viðhald sem auðvitað maður þarf að gera með svona eign,“ segir hún um húsið í Hafnarfirði þar sem hún bjó í tuttugu ár og var með saumastofu í kjallaranum. Hún fór í gegnum skilnað sem var áfall fyrir hana en segir í dag að það hafi verið það besta sem gat gerst. „Ég er ekki viss um að ég væri að gera það sem að mig langar, eins og ég er að gera núna alla daga frá morgni til kvölds, ef að ég væri ennþá gift kona inni í Hafnarfirði.“ Vala Matt kíkti í heimsókn til Nönnu. Friður og fallegt útsýni Fyrir tilviljun var hún að keyra um Vatnsleysuströnd og fékk tilfinninguna um að þetta væri staðurinn sinn og fór strax að leggja drög að flutningunum. „Ég gat borgað upp þó nokkuð mikið af skuldum og lifði hamingjusöm til æviloka,“ segir hún og hlær. Hún er hægt og rólega búin að vera að gera upp húsið, byggja sér pall og ákvað að fá sér hænur á heimilið. Hún segist aldrei hafa getað ímyndað sér það að geta búið í sveit en vera samt aðeins tuttugu mínútur að komast í vinnuna í borginni á morgnana. „Það er bara ég, fuglarnir og dýrin. Enginn með partý á kvöldin og það er ekkert sem truflar.“ Nanna lifir nú einföldu lífi í sveitinni eftir að hafa losað sig við búslóðina, endurnýtir og vill ekki vera með of mikið af dóti. Hún segist aldrei hafa verið hamingjusamari. Vala Matt fór og heimsótti Nönnu en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Ísland í dag Dýr Kettir Hundar Vogar Tengdar fréttir „Svo setti ég bara hnefann í borðið og það hlýddu mér allir“ Hanna Rún Ragnarsdóttir byrjaði að stunda rally af miklum móð til þess að komast yfir bílhræðslu sem hún byrjaði að upplifa eftir slæmt bílslys fyrir nokkrum árum. Hún segir konur hræddar við akstursíþróttir því þær séu þekktar sem karlasport og vill hún breyta því. 2. júní 2022 13:30 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Svo setti ég bara hnefann í borðið og það hlýddu mér allir“ Hanna Rún Ragnarsdóttir byrjaði að stunda rally af miklum móð til þess að komast yfir bílhræðslu sem hún byrjaði að upplifa eftir slæmt bílslys fyrir nokkrum árum. Hún segir konur hræddar við akstursíþróttir því þær séu þekktar sem karlasport og vill hún breyta því. 2. júní 2022 13:30