Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Eiður Þór Árnason skrifar 6. júní 2022 19:21 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir gott fá ferskt blóð í borgarstjórn. Vísir/Ragnar Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. Dagur kveðst ánægður með nýjan meirihlutasáttmála og þá sátt sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar hafi náð í lykilmálaflokkum á borð við húsnæðismál, samgöngumál, loftslagsmál, velferðarmál og málefni barna. Það sé spennandi að vinna með Framsókn og fá þar með nýja rödd og áherslur inn í samstarfið. „Ég hef trú á því að það að séu ólíkir flokkar í samstarfi með svolítið ólík sjónarhorn geri ákvarðanir betri, betur undirbúnar og við erum auðvitað að stjórna fyrir hönd borgarbúa, að þróa borgina í takt við það sem kallað var eftir í kosningunum,“ sagði Dagur að loknum blaðamannafundi oddvita flokkanna í dag. Oddvitarnir hafi gefið sér tíma í að fara vel yfir alla málaflokka og skoða hvað mætti gera betur og hraðar. Fulltrúarnir hafi verið staðráðnir í því að finna lausnir þar sem misræmi var í stefnu flokkanna og verið sammála um að mynda sterkan og samhentan meirihluta. „Ég held að við munum sækja í umræðurnar þessa daga öll þessi ár þegar við erum í þessum verkefnum, svo fyrir mér var þetta ómetanlegur tími.“ Fái bæði reynslu og breytingar Aðspurður út í forsendurnar að baki því að deila borgarstjórastólnum segir Dagur að kannanir hafi sýnt fyrir kosningar að stærstur hópur borgarbúa hafi viljað sjá sig leiða borgina áfram en á sama tíma hafi verið sterk krafa um breytingar. „Með þessu þá erum við kannski að svara hvoru tveggja. Samfylkingin er stærsti flokkurinn en Framsókn og Píratar eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna. Við búum svo vel í þessum meirihluta að hafa þessa breidd og ákváðum að skipta svona með okkur verkum, þá nýtist bæði reynslan en þetta nýja og ferska kemur líka inn,“ segir Dagur. Dagur bætir við að honum finnist skipta mestu máli að með myndun þessa meirihluta sé verið að tryggja framgang lykilverkefna sem hafa verið lengi í undirbúningi en séu núna að komast til framkvæmda. Þar á meðal sé Borgarlína, hjólreiðaáætlun, ný menntastefna og margt fleira sem flokkarnir séu sammála um. „Með þessum meirihluta þá fáum við nægilegan slagkraft til þess að fylgja þessu eftir og það hefur alltaf verið það sem er langefst í mínum huga, ekki það nákvæmlega í hvaða stól ég er.“ Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Dagur kveðst ánægður með nýjan meirihlutasáttmála og þá sátt sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar hafi náð í lykilmálaflokkum á borð við húsnæðismál, samgöngumál, loftslagsmál, velferðarmál og málefni barna. Það sé spennandi að vinna með Framsókn og fá þar með nýja rödd og áherslur inn í samstarfið. „Ég hef trú á því að það að séu ólíkir flokkar í samstarfi með svolítið ólík sjónarhorn geri ákvarðanir betri, betur undirbúnar og við erum auðvitað að stjórna fyrir hönd borgarbúa, að þróa borgina í takt við það sem kallað var eftir í kosningunum,“ sagði Dagur að loknum blaðamannafundi oddvita flokkanna í dag. Oddvitarnir hafi gefið sér tíma í að fara vel yfir alla málaflokka og skoða hvað mætti gera betur og hraðar. Fulltrúarnir hafi verið staðráðnir í því að finna lausnir þar sem misræmi var í stefnu flokkanna og verið sammála um að mynda sterkan og samhentan meirihluta. „Ég held að við munum sækja í umræðurnar þessa daga öll þessi ár þegar við erum í þessum verkefnum, svo fyrir mér var þetta ómetanlegur tími.“ Fái bæði reynslu og breytingar Aðspurður út í forsendurnar að baki því að deila borgarstjórastólnum segir Dagur að kannanir hafi sýnt fyrir kosningar að stærstur hópur borgarbúa hafi viljað sjá sig leiða borgina áfram en á sama tíma hafi verið sterk krafa um breytingar. „Með þessu þá erum við kannski að svara hvoru tveggja. Samfylkingin er stærsti flokkurinn en Framsókn og Píratar eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna. Við búum svo vel í þessum meirihluta að hafa þessa breidd og ákváðum að skipta svona með okkur verkum, þá nýtist bæði reynslan en þetta nýja og ferska kemur líka inn,“ segir Dagur. Dagur bætir við að honum finnist skipta mestu máli að með myndun þessa meirihluta sé verið að tryggja framgang lykilverkefna sem hafa verið lengi í undirbúningi en séu núna að komast til framkvæmda. Þar á meðal sé Borgarlína, hjólreiðaáætlun, ný menntastefna og margt fleira sem flokkarnir séu sammála um. „Með þessum meirihluta þá fáum við nægilegan slagkraft til þess að fylgja þessu eftir og það hefur alltaf verið það sem er langefst í mínum huga, ekki það nákvæmlega í hvaða stól ég er.“ Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15
Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent