Ólafur Ágúst Haraldsson og Hrafn Ágústson þekkja flestir veiðimenn sem Caddisbræður en þeir tóku síðasta sumar með trompi í Laxárdalnum þegar þeir leiðbeindu veiðimönnum um þetta magnaðaveiðisvæði sem Laxárdalurinn er. Í sumar verða nokkur holl þar sem þeir Caddisbræður moka úr djúpum brunni visku sinnar um silungsveiði og það er klárt að það geta allir lært eitthvað af þessum snillingum.

Það eru 5 stangir lausar í Caddishollið sem er 13-16. júní n.k. Þetta eru einu stangirnar sem eru eftir í júní á urriðasvæðunum fyrir ofan virkjun! Hátt hlutfall af 70+ urriðum hafa verið að veiðast á svæðinu síðustu daga. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem þekkja ekki Laxárdalinn að fara og veiða með Caddisbræðrum! Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu SVFR.