Fjölbreytileiki, tilfinningar, andlits tjáning, jarðtenging, vistvæn hönnun, handverk, bollasafn, flökkusögur og ýmislegt fleira var meðal viðfangsefna nemenda og er ljóst að framtíð íslenskrar menningar, hönnunar og listar er í góðum höndum.
Við ræddum við fjóra nýútskrifaða listamenn og hönnuði, þau Klemens Nikulásson Hannigan, Katrínu Sirru, Sigrúnu Karls Kristínardóttur og Emblu Óðinsdóttur, og fengum smá innsýn í þeirra listræna ferli.
Þáttinn má sjá í heild sinni hér:
Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.