Klassískir söngvarar vilja að fjárveitingar til Íslensku óperunnar verði stöðvaðar Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2022 13:05 Þóra Einarsdóttir í uppfærslu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós. Íslenska óperan Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, hefur skorað á Lilju Dögg Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að stöðva fjárveitingar til Íslensku óperunnar og ítreka vantraust sitt á stjórn og óperustjóranum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur. Þetta kemur fram í ályktun félagsmanna sem samþykkt var á félagsfundi á mánudaginn og sem send var á fjölmiðla í hádeginu. Boðað var til félagsfundarins í kjölfar dóms Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni ses Í ályktuninni segir að niðurstaðan staðfesti rétt söngvara til að njóta lágmarkskjara samkvæmt kjarasamningi stofnunarinnar við stéttarfélög þeirra, FÍH og FÍL. „Klassís skorar á ráðherra menningarmála að stöðva fjárveitingar til Íslensku óperunnar ses. að öllu óbreyttu. Félagsmenn telja frekari fjárveitingar til sjálfseignarstofnunarinnar ekki réttlætanlegar nema sitjandi stjórn og óperustjóri víki nú þegar. Klassís kallar eftir heilbrigðu og ásættanlegu starfsumhverfi til óperuflutnings á meðan undirbúningur stofnunar Þjóðaróperu stendur yfir,“ segir í ályktuninni. „Settir út í kuldann“ Í ályktuninni ítrekar Klassís jafnframt vantraustsyfirlýsingu sína frá því í janúar 2021 á stjórn og óperustjóra Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, vegna stjórnunarhátta á undanförnum árum. „Í dómi Landsréttar kemur fram að Íslenska óperan ses. braut gegn kjarasamningum ÍÓ, FÍL og FÍH í þremur mikilvægum atriðum. Greidd voru lægri laun fyrir æfingatímabil en kjarasamningur kveður á um. Ekki var greitt fyrir yfirvinnu sem þó ber að gera samkvæmt kjarasamningi. Ekki voru greidd launatengd gjöld sem þó ber að gera samkvæmt kjarasamningi. Málflutningur Íslensku óperunnar bar vott um vanþekkingu á framleiðsluferli óperusýninga og sýndi stétt óperusöngvara lítilsvirðingu. Dómurinn hefur þýðingu fyrir alla söngvara og staðfestir að óheimilt er að sniðganga kjarasamninga listamanna. Félagsmenn telja margir að „þeir séu settir út í kuldann“ fyrir það eitt að sýna þakklæti sitt og stuðning við kjarabaráttu söngvara. Svo er komið að margir okkar fremstu söngvara stíga ekki á svið í uppfærslum ÍÓ vegna þess að þeir hafa lent í ágreiningi við óperustjóra og fá því ekki tækifæri eða þeir geta ekki lengur hugsað sér að starfa fyrir stofnunina,“ segir í ályktuninni. Sjá fram á bjarta tíma Segir að félagsmenn Klassís sjái fram á bjarta tíma í faginu í nánustu framtíð, nái ofangreint fram að ganga. „Mikill mannauður býr í íslenskum söngvurum sem þyrstir í að byggja upp frjóan starfsvettvang með stofnun nýrrar Þjóðaróperu og sinna sínu menningarlega hlutverki, þjóðinni allri til heilla,“ segir í ályktun félagsmannanna. Íslenska óperan Kjaramál Tengdar fréttir Stjórn Íslensku óperunnar hefur greitt Þóru Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir segist ekkert hafa heyrt frá stjórn Íslensku óperunnar vegna dóms Landsréttar í máli þeirra. Stjórnin sagði í tilkynningu í gær að búið væri að greiða henni vangoldin laun og ræða við fulltrúa söngvara um framtíðina. 4. júní 2022 20:31 Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 3. júní 2022 20:10 Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun félagsmanna sem samþykkt var á félagsfundi á mánudaginn og sem send var á fjölmiðla í hádeginu. Boðað var til félagsfundarins í kjölfar dóms Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni ses Í ályktuninni segir að niðurstaðan staðfesti rétt söngvara til að njóta lágmarkskjara samkvæmt kjarasamningi stofnunarinnar við stéttarfélög þeirra, FÍH og FÍL. „Klassís skorar á ráðherra menningarmála að stöðva fjárveitingar til Íslensku óperunnar ses. að öllu óbreyttu. Félagsmenn telja frekari fjárveitingar til sjálfseignarstofnunarinnar ekki réttlætanlegar nema sitjandi stjórn og óperustjóri víki nú þegar. Klassís kallar eftir heilbrigðu og ásættanlegu starfsumhverfi til óperuflutnings á meðan undirbúningur stofnunar Þjóðaróperu stendur yfir,“ segir í ályktuninni. „Settir út í kuldann“ Í ályktuninni ítrekar Klassís jafnframt vantraustsyfirlýsingu sína frá því í janúar 2021 á stjórn og óperustjóra Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, vegna stjórnunarhátta á undanförnum árum. „Í dómi Landsréttar kemur fram að Íslenska óperan ses. braut gegn kjarasamningum ÍÓ, FÍL og FÍH í þremur mikilvægum atriðum. Greidd voru lægri laun fyrir æfingatímabil en kjarasamningur kveður á um. Ekki var greitt fyrir yfirvinnu sem þó ber að gera samkvæmt kjarasamningi. Ekki voru greidd launatengd gjöld sem þó ber að gera samkvæmt kjarasamningi. Málflutningur Íslensku óperunnar bar vott um vanþekkingu á framleiðsluferli óperusýninga og sýndi stétt óperusöngvara lítilsvirðingu. Dómurinn hefur þýðingu fyrir alla söngvara og staðfestir að óheimilt er að sniðganga kjarasamninga listamanna. Félagsmenn telja margir að „þeir séu settir út í kuldann“ fyrir það eitt að sýna þakklæti sitt og stuðning við kjarabaráttu söngvara. Svo er komið að margir okkar fremstu söngvara stíga ekki á svið í uppfærslum ÍÓ vegna þess að þeir hafa lent í ágreiningi við óperustjóra og fá því ekki tækifæri eða þeir geta ekki lengur hugsað sér að starfa fyrir stofnunina,“ segir í ályktuninni. Sjá fram á bjarta tíma Segir að félagsmenn Klassís sjái fram á bjarta tíma í faginu í nánustu framtíð, nái ofangreint fram að ganga. „Mikill mannauður býr í íslenskum söngvurum sem þyrstir í að byggja upp frjóan starfsvettvang með stofnun nýrrar Þjóðaróperu og sinna sínu menningarlega hlutverki, þjóðinni allri til heilla,“ segir í ályktun félagsmannanna.
Íslenska óperan Kjaramál Tengdar fréttir Stjórn Íslensku óperunnar hefur greitt Þóru Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir segist ekkert hafa heyrt frá stjórn Íslensku óperunnar vegna dóms Landsréttar í máli þeirra. Stjórnin sagði í tilkynningu í gær að búið væri að greiða henni vangoldin laun og ræða við fulltrúa söngvara um framtíðina. 4. júní 2022 20:31 Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 3. júní 2022 20:10 Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Stjórn Íslensku óperunnar hefur greitt Þóru Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir segist ekkert hafa heyrt frá stjórn Íslensku óperunnar vegna dóms Landsréttar í máli þeirra. Stjórnin sagði í tilkynningu í gær að búið væri að greiða henni vangoldin laun og ræða við fulltrúa söngvara um framtíðina. 4. júní 2022 20:31
Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 3. júní 2022 20:10
Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent