Óvissustigi aflýst á Reykjanesskaga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2022 12:11 Áfram verður fylgst náið með jarðhræringum á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefu raflýst óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jörð hefur skolfið á Reykjanesi undanfarnar vikur og var óvissustigi almananvarna vegna þess lýst yfir þann 15. maí síðastliðinn. Landris mældist vestan við Þorbjörn á tímabilinu 28. apríl – 28. maí og var mesta hækkun um 5,5 sentimetrar Samhliða því mældist aukin skjálftavirkni og mældust um átta hundruð skjálftar á sólahring þegar mest var. Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni að undanförnu. Ástæða landrissins er talin vera myndun innskots á svipuðum slóðum og innskotin þrjú sem urðu til 2020. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að virknin í maí sé áframhald af óróa á Reykjanesskaga sem hófst í lok árs 2019. Mikil skjálftavirkni hefur verið síðan, nokkur innskot hafa myndast og eldgos varð í Geldingadölum 2021. Þessi atburðarrás og saga eldvirkni á Reykjanesskaga renna stoðum undir að nýtt eldgosatímabil kunni að vera að hefjast á Reykjanesskaga. Síðasta tímabil stóð yfir á árunum 800-1240 og urðu 18 gos á 440 árum. Á þessum tíma runnu hraun frá eldstöðvakerfunum Reykjanesi, Svartsengi, Krýsuvík og Brennisteinsfjöllum. Þessi atburðarrás og saga eldvirkni á Reykjanesskaga renna stoðum undir að nýtt eldgosatímabil kunni að vera að hefjast á Reykjanesskaga. Síðasta tímabil stóð yfir á árunum 800-1240 og urðu 18 gos á 440 árum. Á þessum tíma runnu hraun frá eldstöðvakerfunum Reykjanesi, Svartsengi, Krýsuvík og Brennisteinsfjöllum. Áfram verður unnið að gerð áhættumats, mótvægisaðgerða og viðbragðsáætlana af hálfu Almannavarna, ríkisins, sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu til þess að vera undirbúin undir óróatímabil á Reykjanesskaga. Ef jarðskjálftavirkni eykst á ný samhliða landrisi verður almannavarnastig endurskoðað. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum. 23. maí 2022 14:00 Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi: Skjálfti upp á 4,3 við Grindavík Jarðskjálfti varð fyrir stundu á Reykjanesi en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er enn verið að meta stærð skjálftans. Nýjustu mælingar benda til þess að hann hafa verið 4,2 að stærð. 15. maí 2022 17:50 Enn skelfur jörð á Reykjanesi Jarðskjálfti varð 6,8 kílómetra vestnorðvestur af Reykjanestá klukkan 18:33 í kvöld. Skjálftinn varð á 6,6 kílómetra dýpi og mældist 3,8 að stærð. 20. maí 2022 18:58 Ekkert landris mælist lengur en óvissustig í gildi Verulega hefur dregið úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni og ekkert landris mælst á GPS mælum síðustu þrjá til fjóra daga, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Eins hefur dregið verulega úr skjálftavirkni á svæðinu en óvissustig almannavarna er enn í gildi. 2. júní 2022 14:42 Kvíðnir fyrir langvarandi jarðhræringaskeiði Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa uggandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem staðið hefur yfir undanfarna daga og sumir hafi áhyggjur af langvarandi jarðhræringaskeiði sem nú gæti tekið við. Hann býst við góðri mætingu á íbúafundi vegna stöðunnar í kvöld. 19. maí 2022 13:12 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Jörð hefur skolfið á Reykjanesi undanfarnar vikur og var óvissustigi almananvarna vegna þess lýst yfir þann 15. maí síðastliðinn. Landris mældist vestan við Þorbjörn á tímabilinu 28. apríl – 28. maí og var mesta hækkun um 5,5 sentimetrar Samhliða því mældist aukin skjálftavirkni og mældust um átta hundruð skjálftar á sólahring þegar mest var. Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni að undanförnu. Ástæða landrissins er talin vera myndun innskots á svipuðum slóðum og innskotin þrjú sem urðu til 2020. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að virknin í maí sé áframhald af óróa á Reykjanesskaga sem hófst í lok árs 2019. Mikil skjálftavirkni hefur verið síðan, nokkur innskot hafa myndast og eldgos varð í Geldingadölum 2021. Þessi atburðarrás og saga eldvirkni á Reykjanesskaga renna stoðum undir að nýtt eldgosatímabil kunni að vera að hefjast á Reykjanesskaga. Síðasta tímabil stóð yfir á árunum 800-1240 og urðu 18 gos á 440 árum. Á þessum tíma runnu hraun frá eldstöðvakerfunum Reykjanesi, Svartsengi, Krýsuvík og Brennisteinsfjöllum. Þessi atburðarrás og saga eldvirkni á Reykjanesskaga renna stoðum undir að nýtt eldgosatímabil kunni að vera að hefjast á Reykjanesskaga. Síðasta tímabil stóð yfir á árunum 800-1240 og urðu 18 gos á 440 árum. Á þessum tíma runnu hraun frá eldstöðvakerfunum Reykjanesi, Svartsengi, Krýsuvík og Brennisteinsfjöllum. Áfram verður unnið að gerð áhættumats, mótvægisaðgerða og viðbragðsáætlana af hálfu Almannavarna, ríkisins, sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu til þess að vera undirbúin undir óróatímabil á Reykjanesskaga. Ef jarðskjálftavirkni eykst á ný samhliða landrisi verður almannavarnastig endurskoðað.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum. 23. maí 2022 14:00 Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi: Skjálfti upp á 4,3 við Grindavík Jarðskjálfti varð fyrir stundu á Reykjanesi en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er enn verið að meta stærð skjálftans. Nýjustu mælingar benda til þess að hann hafa verið 4,2 að stærð. 15. maí 2022 17:50 Enn skelfur jörð á Reykjanesi Jarðskjálfti varð 6,8 kílómetra vestnorðvestur af Reykjanestá klukkan 18:33 í kvöld. Skjálftinn varð á 6,6 kílómetra dýpi og mældist 3,8 að stærð. 20. maí 2022 18:58 Ekkert landris mælist lengur en óvissustig í gildi Verulega hefur dregið úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni og ekkert landris mælst á GPS mælum síðustu þrjá til fjóra daga, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Eins hefur dregið verulega úr skjálftavirkni á svæðinu en óvissustig almannavarna er enn í gildi. 2. júní 2022 14:42 Kvíðnir fyrir langvarandi jarðhræringaskeiði Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa uggandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem staðið hefur yfir undanfarna daga og sumir hafi áhyggjur af langvarandi jarðhræringaskeiði sem nú gæti tekið við. Hann býst við góðri mætingu á íbúafundi vegna stöðunnar í kvöld. 19. maí 2022 13:12 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum. 23. maí 2022 14:00
Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi: Skjálfti upp á 4,3 við Grindavík Jarðskjálfti varð fyrir stundu á Reykjanesi en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er enn verið að meta stærð skjálftans. Nýjustu mælingar benda til þess að hann hafa verið 4,2 að stærð. 15. maí 2022 17:50
Enn skelfur jörð á Reykjanesi Jarðskjálfti varð 6,8 kílómetra vestnorðvestur af Reykjanestá klukkan 18:33 í kvöld. Skjálftinn varð á 6,6 kílómetra dýpi og mældist 3,8 að stærð. 20. maí 2022 18:58
Ekkert landris mælist lengur en óvissustig í gildi Verulega hefur dregið úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni og ekkert landris mælst á GPS mælum síðustu þrjá til fjóra daga, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Eins hefur dregið verulega úr skjálftavirkni á svæðinu en óvissustig almannavarna er enn í gildi. 2. júní 2022 14:42
Kvíðnir fyrir langvarandi jarðhræringaskeiði Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa uggandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem staðið hefur yfir undanfarna daga og sumir hafi áhyggjur af langvarandi jarðhræringaskeiði sem nú gæti tekið við. Hann býst við góðri mætingu á íbúafundi vegna stöðunnar í kvöld. 19. maí 2022 13:12