Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júní 2022 13:48 Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, gagnrýnir ráðningarsamning nýs bæjarstjóra, Ásdísar Kristjánsdóttur. Samsett mynd. Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. Ráðningarsamningurinn gerir ráð fyrir launum upp á 2.380.021 kr (samkvæmt þróun launavísitölu) en inni í þeim tölum eru innifalin laun fyrir nefndarstörf. Auk launa fær bæjarstjóri greiddan útlagðan kostnað vegna bifreiðarnotkunar sem nemur 1.250 kílómetrum á mánuði. Að núvirði ígildir það 158.750 króna mánaðarlega, eða tæpum 2 milljónum á ári. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, gagnrýnir nýjan ráðningarsamning bæjarstjóra Kópavogs harðlega.Píratar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, lagði fram bókun á fundinum þar sem hún gagnrýndi ákvæði um aksturskostnað í samningum. Ákvæðið væri gamaldags og styngi í stúf við málefnasamning meirihlutans þar sem segir að vistvænir ferðamátar og virðing fyrir umhverfinu leiki lykilhlutverk. Þá sagði hún leitun að viðlíka samning og ráðningarsamning nýs bæjarstjóra. Laun Almars Guðmundssonar, nýs bæjarstjóra Garðabæjar, vöktu einnig gagnrýni fyrir skömmu þó þau væru 20% lægri en laun fráfarandi bæjarstjóra, Gunnars Einarssonar. Þrátt fyrir launalækkunina eru laun Almars enn þónokkuð hærri en Ásdísar og nema um 2,7 milljónum á mánuði með inniföldum launum fyrir nefndarstörf. Íslendingar í sérflokki Gagnrýni á laun bæjarstjóra er ekki ný af nálinni. Það vakti mikla athygli fyrir fjórum árum þegar greint var frá því að bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar væru með hærri laun en borgarstjórar margra stærstu borga heims. Í kjölfar gagnrýninnar fyrir fjórum árum lagði Ármann Kr. Ólafsson, þáverandi bæjarstjóri Kópavogs, til að laun bæjarstjóra yrðu lækkuð um 15% sem var samþykkt. Ári fyrir það höfðu laun hans aftur á móti hækkað um 32,7% milli áranna 2016 og 2017, hækkun upp á 612 þúsund. Ekki náðist í Orra Hlöðversson, oddvita Framsóknarflokksins og formann bæjarráðs, sem samdi ráðningarsamninginn. Tengd skjöl Ráðningarsamningur_bæjarstjóraPDF101KBSækja skjal Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Kjaramál Tengdar fréttir Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Ráðningarsamningurinn gerir ráð fyrir launum upp á 2.380.021 kr (samkvæmt þróun launavísitölu) en inni í þeim tölum eru innifalin laun fyrir nefndarstörf. Auk launa fær bæjarstjóri greiddan útlagðan kostnað vegna bifreiðarnotkunar sem nemur 1.250 kílómetrum á mánuði. Að núvirði ígildir það 158.750 króna mánaðarlega, eða tæpum 2 milljónum á ári. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, gagnrýnir nýjan ráðningarsamning bæjarstjóra Kópavogs harðlega.Píratar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, lagði fram bókun á fundinum þar sem hún gagnrýndi ákvæði um aksturskostnað í samningum. Ákvæðið væri gamaldags og styngi í stúf við málefnasamning meirihlutans þar sem segir að vistvænir ferðamátar og virðing fyrir umhverfinu leiki lykilhlutverk. Þá sagði hún leitun að viðlíka samning og ráðningarsamning nýs bæjarstjóra. Laun Almars Guðmundssonar, nýs bæjarstjóra Garðabæjar, vöktu einnig gagnrýni fyrir skömmu þó þau væru 20% lægri en laun fráfarandi bæjarstjóra, Gunnars Einarssonar. Þrátt fyrir launalækkunina eru laun Almars enn þónokkuð hærri en Ásdísar og nema um 2,7 milljónum á mánuði með inniföldum launum fyrir nefndarstörf. Íslendingar í sérflokki Gagnrýni á laun bæjarstjóra er ekki ný af nálinni. Það vakti mikla athygli fyrir fjórum árum þegar greint var frá því að bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar væru með hærri laun en borgarstjórar margra stærstu borga heims. Í kjölfar gagnrýninnar fyrir fjórum árum lagði Ármann Kr. Ólafsson, þáverandi bæjarstjóri Kópavogs, til að laun bæjarstjóra yrðu lækkuð um 15% sem var samþykkt. Ári fyrir það höfðu laun hans aftur á móti hækkað um 32,7% milli áranna 2016 og 2017, hækkun upp á 612 þúsund. Ekki náðist í Orra Hlöðversson, oddvita Framsóknarflokksins og formann bæjarráðs, sem samdi ráðningarsamninginn. Tengd skjöl Ráðningarsamningur_bæjarstjóraPDF101KBSækja skjal
Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Kjaramál Tengdar fréttir Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31