Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2022 07:35 Sportveiðiblaðið fagnar 40 ára afmæli á þessu ári og nú þegar laxveiðitímabilið er hafið fagna veiðimenn nýju veglegu blaði frá útgáfunni. Meðal efnis í blaðinu er við tal við goðsögnina Pétur Steingrímsson í Nesi en það eru 80 ár síðan hann landaði fyrsta laxinum sínum á flugu mog var um áratugaskeið leiðsögumaður við Laxá í Aðaldal. Oddur C. G. Hjaltason skrifar samantekt um Veitt og sleppt sem í dag er að verða sífellt algengara í ám landsins en árangur af þessari breytingu í venjum Íslenskra veiðimanna er að verða óumdeildur þar sem mældur árangur sýnir það svart á hvítu. Einar Páll Garðarsson eða Palli í Bendir eins og hann er betur þekktur í dag fer yfir veiðiferilinn sem spannar áratugi. Páll fer yfir breytingar sem hafa orðið á veiðimarkaðnum síðustu árin og segir sögur bæði af skot og stangveiði en í báðum þessum málum hefur hann frá ansi mörgu skemmtilegu að segja. Hafsteinn Reykjalín segir frá veiðum sínum í Vatnsdalnum, Geir Þorsteinsson segir sögur af fiskum, veiðidrottningin Helga Gísladóttir fer yfir veiðiplönin sín í sumar en hún var 70 daga við veiðar sumarið 2021 og ætlar að gera betur í sumar. Þetta og margt fleira fyrir veiðimenn í nýju tölublapi af Sportveiðiblaðinu. Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Ytri Rangá ennþá frekar róleg Veiði
Meðal efnis í blaðinu er við tal við goðsögnina Pétur Steingrímsson í Nesi en það eru 80 ár síðan hann landaði fyrsta laxinum sínum á flugu mog var um áratugaskeið leiðsögumaður við Laxá í Aðaldal. Oddur C. G. Hjaltason skrifar samantekt um Veitt og sleppt sem í dag er að verða sífellt algengara í ám landsins en árangur af þessari breytingu í venjum Íslenskra veiðimanna er að verða óumdeildur þar sem mældur árangur sýnir það svart á hvítu. Einar Páll Garðarsson eða Palli í Bendir eins og hann er betur þekktur í dag fer yfir veiðiferilinn sem spannar áratugi. Páll fer yfir breytingar sem hafa orðið á veiðimarkaðnum síðustu árin og segir sögur bæði af skot og stangveiði en í báðum þessum málum hefur hann frá ansi mörgu skemmtilegu að segja. Hafsteinn Reykjalín segir frá veiðum sínum í Vatnsdalnum, Geir Þorsteinsson segir sögur af fiskum, veiðidrottningin Helga Gísladóttir fer yfir veiðiplönin sín í sumar en hún var 70 daga við veiðar sumarið 2021 og ætlar að gera betur í sumar. Þetta og margt fleira fyrir veiðimenn í nýju tölublapi af Sportveiðiblaðinu.
Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Ytri Rangá ennþá frekar róleg Veiði