„Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 21. júní 2022 22:00 Listaparið nýtrúlofaða Þórdís og Júlí Heiðar sögðu sögu sína í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. Aðsend „Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig", segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þegar hún minnist þess hvernig ástarsaga hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar byrjaði. Júlí og Þórdís hafa nú verið saman í rúm tvö ár og segja frá sögu sinni í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. Bæði eru Þórdís og Júlí útskrifuð sem leikarar frá Listaháskóla Íslands og hafa þau einnig látið til sín taka í tónlistarheiminum. Þórdís í Reykjavíkurdætrum og Júlí í sínum sólóferli. Voru kölluð Disney-tvíburarnir Þau voru vinir löngu áður en ástin bankaði upp á en leiðir þeirra lágu fyrst saman í inntökuferlinu í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Þá fengu þau það verkefni fyrir loka inntökuprófið að leika tvö saman í senu. „Það gekk nú bara mjög vel, við vorum bara mjög flott,“ segir Þórdís en bæði komust þau svo inn í skólann og urðu því bekkjarsystkin. Í skólanum voru þau alltaf kölluð Disney-tvíburarnir því bæði voru þau alltaf að syngja, dansa og eitthvað að „dúllast“ eins og Þórdís orðar það. Hún leggur þó mikla áherslu á það að ekkert hafi verið á milli þeirra á þessum tíma nema vinátta. Ég hefði ekki potað í þig með priki á þessum tíma, segir hún og hlær. Voru í aðalhlutverki sem ástfangnir unglingar Bæði voru þau á þessum tíma í öðrum samböndum en urðu þó mjög góðir vinir. Eftir útskrift úr Listaháskólanum lá svo leið þeirra tveggja, ásamt vini þeirra, Árna Beinteini, norður á Akureyri þar sem þau fóru að leika með Leikfélagi Akureyrar. Þau segja tímann þar hafa verið einstaklega skemmtilegan og eftirminnilegan. „Þetta var alveg ógeðslega gaman!“ segir Þórdís en þremenningarnir bjuggu öll saman í húsi á Akureyri. Bæði Júlí og Þórdís áttu orðið lítil börn og voru því dugleg að ferðast til Reykjavíkur til að eyða tíma með fjölskyldunni. Með Leikfélagi Akureyrar léku Júlí og Þórdís svo á móti hvoru öðru í leikritinu Vorið vaknar en þar fóru þau með aðalhlutverkin sem tveir ástfangnir unglingar. Í dag er Þórdís enn að leika með Leikfélagi Akureyrar en Júlí sagði sjálfur skilið við leiklistina eftir hálft ár. Mér fannst þetta alveg nóg, enda sótti ég bara um vinnu í banka og vinn þar núna, segir Júlí, sem starfar í dag sem viðburðarstjóri Arion banka samhliða tónlistinni. Júlí og Þórdís sögðu frá ástarsögu sinni, leiklistar- og tónlistarferlinum í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. Nei, ég þarf að vera ein! Haustið eftir Akureyrarævintýrið skilja leiðir Þórdísar og barnsföður hennar og segist hún þá mikið hafa leitað til Júlí sem vinar. Hann var þá einnig hættur í sínu sambandi. „Þá leitaði ég mikið til þín því ég var alveg svolítið leið og leið ekkert geggjað vel,“ segir Þórdís við Júlí þegar þau rifja upp þessi kaflaskil. Fyrst um sinn hafi bara verið um vináttu að ræða en svo hafi hlutirnir þróast í óvænta átt. Eftir afdrifaríka Kaupmannahafnarferð þar sem þau fóru til að heimsækja sameiginlega vini hafi svo hjólin byrjað að snúast fyrir alvöru. Þórdís segist þó hafa verið mjög mikið á varðbergi í fyrstu því hún hafi verið svo nýkomin úr sambandi og fundist hún þurfa að vera ein. „Nei, nei, nei, nei ég þarf að vera ein! Ég þarf að vera ein og þú lætur mig í friði hér,“ segir Þórdís þegar hún lýsir því á kómískan hátt hvernig hún hafi reynt að streitast á móti sambandinu í fyrstu. Henni hafi fundist hún þurfa að standa á eigin fótum því hún hafi nánast verið í sambandi síðan hún var sextán ára. Þau hafi reynt að halda sig hvort frá öðru í svolítinn tíma og segir Þórdís að Júlí hafi einhvern veginn alltaf náð að vera pollrólegan í þessari haltu mér - slepptu mér byrjun. Þau gera grín af því hversu ómögulega þeim gekk að halda sig frá hvoru öðru. „Stundum liðu ekki nema tveir dagar og svo bara: Hæ! Ég sakna þín! Eigum við ekki að hittast?“ Þolinmæðin og biðlundin Hún segir Júlí búa yfir mikilli þolinmæði sem hana vissulega skorti en hann hafi greinilega verið öruggur með það að þau myndu enda saman. Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig! Sem var rétt hjá honum, segir Þórdís og hlær. Þegar talið berst aftur að árunum í Listaháskólanum segist Þórdís aldrei hafa haft hugmynd um að Júlí hafi verið pínu skotinn í sér á tímabili. Hann hafi haldið því að mestu fyrir sig. „Ég faldi þetta bara frekar vel,“ segir Júlí sem hefur að sögn Þórdísar reglulega þurft að vera þolinmóður þegar kemur að henni. Og ekki bara í byrjun. Bæði eiga þau Júlí og Þórdís börn úr fyrri samböndum og segja þau fjölskyldupúsluspilið ganga einkar vel. Aðsend Athyglisbresturinn sem greindist seint Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér, ég held að það sé mjög erfitt, segir Þórdís og útskýrir í kjölfarið að hún sé með mjög mikinn athyglisbrest sem hái henni mikið í daglegu lífi. Athyglisbresturinn hafi þó greinst mjög seint. Ég gleymi öllu, ég er alltaf að flýta mér, ég er mjög óþolinmóð og rosalega fljót upp! Júlí grípur fljótt inn í og maldar í móinn. „Nei, nei þegar maður er búinn að læra inn á þig er ekkert mál að vera með þér!“ Þau hlæja og gera bæði grín af því hversu ólík þau séu þó svo að samt séu þau samstíga. Í dag eru Þórdís og Júlí trúlofuð eftir tveggja ára samband og segja þau hlutina hafa þróast mjög hratt eftir að þau hættu að streitast á móti og leyfðu ástinni loksins að blómstra og ævintýrunum að gerast. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni þar sem þau fara meðal annars yfir ferilinn sinn í leiklistinni, tónlistinni, trúlofunina og margt fleira. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Leikhús Tengdar fréttir „Ég var 29 ára einstæð móðir og ég var að deita nýstúdent“ Þá var það fyrir sextán árum, þann 1. apríl árið 2006 nánar tiltekið, að leiðir söngkonunnar Regínu Óskar og smiðsins Sigursveins Þórs Árnasonar lágu saman í fyrsta sinn. 9. júní 2022 21:50 „Ég er á besta deiti allra tíma“ Fjölmiðlakonan Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson byrjuðu saman eftir besta stefnumót allra tíma að þeirra mati. Síðan þá hafa þau verið nánast óaðskiljanleg, eiga einn strák, eru rómantísk og njóta þess að ferðast. 2. júní 2022 21:00 „Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“ Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu. 19. maí 2022 22:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Bæði eru Þórdís og Júlí útskrifuð sem leikarar frá Listaháskóla Íslands og hafa þau einnig látið til sín taka í tónlistarheiminum. Þórdís í Reykjavíkurdætrum og Júlí í sínum sólóferli. Voru kölluð Disney-tvíburarnir Þau voru vinir löngu áður en ástin bankaði upp á en leiðir þeirra lágu fyrst saman í inntökuferlinu í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Þá fengu þau það verkefni fyrir loka inntökuprófið að leika tvö saman í senu. „Það gekk nú bara mjög vel, við vorum bara mjög flott,“ segir Þórdís en bæði komust þau svo inn í skólann og urðu því bekkjarsystkin. Í skólanum voru þau alltaf kölluð Disney-tvíburarnir því bæði voru þau alltaf að syngja, dansa og eitthvað að „dúllast“ eins og Þórdís orðar það. Hún leggur þó mikla áherslu á það að ekkert hafi verið á milli þeirra á þessum tíma nema vinátta. Ég hefði ekki potað í þig með priki á þessum tíma, segir hún og hlær. Voru í aðalhlutverki sem ástfangnir unglingar Bæði voru þau á þessum tíma í öðrum samböndum en urðu þó mjög góðir vinir. Eftir útskrift úr Listaháskólanum lá svo leið þeirra tveggja, ásamt vini þeirra, Árna Beinteini, norður á Akureyri þar sem þau fóru að leika með Leikfélagi Akureyrar. Þau segja tímann þar hafa verið einstaklega skemmtilegan og eftirminnilegan. „Þetta var alveg ógeðslega gaman!“ segir Þórdís en þremenningarnir bjuggu öll saman í húsi á Akureyri. Bæði Júlí og Þórdís áttu orðið lítil börn og voru því dugleg að ferðast til Reykjavíkur til að eyða tíma með fjölskyldunni. Með Leikfélagi Akureyrar léku Júlí og Þórdís svo á móti hvoru öðru í leikritinu Vorið vaknar en þar fóru þau með aðalhlutverkin sem tveir ástfangnir unglingar. Í dag er Þórdís enn að leika með Leikfélagi Akureyrar en Júlí sagði sjálfur skilið við leiklistina eftir hálft ár. Mér fannst þetta alveg nóg, enda sótti ég bara um vinnu í banka og vinn þar núna, segir Júlí, sem starfar í dag sem viðburðarstjóri Arion banka samhliða tónlistinni. Júlí og Þórdís sögðu frá ástarsögu sinni, leiklistar- og tónlistarferlinum í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. Nei, ég þarf að vera ein! Haustið eftir Akureyrarævintýrið skilja leiðir Þórdísar og barnsföður hennar og segist hún þá mikið hafa leitað til Júlí sem vinar. Hann var þá einnig hættur í sínu sambandi. „Þá leitaði ég mikið til þín því ég var alveg svolítið leið og leið ekkert geggjað vel,“ segir Þórdís við Júlí þegar þau rifja upp þessi kaflaskil. Fyrst um sinn hafi bara verið um vináttu að ræða en svo hafi hlutirnir þróast í óvænta átt. Eftir afdrifaríka Kaupmannahafnarferð þar sem þau fóru til að heimsækja sameiginlega vini hafi svo hjólin byrjað að snúast fyrir alvöru. Þórdís segist þó hafa verið mjög mikið á varðbergi í fyrstu því hún hafi verið svo nýkomin úr sambandi og fundist hún þurfa að vera ein. „Nei, nei, nei, nei ég þarf að vera ein! Ég þarf að vera ein og þú lætur mig í friði hér,“ segir Þórdís þegar hún lýsir því á kómískan hátt hvernig hún hafi reynt að streitast á móti sambandinu í fyrstu. Henni hafi fundist hún þurfa að standa á eigin fótum því hún hafi nánast verið í sambandi síðan hún var sextán ára. Þau hafi reynt að halda sig hvort frá öðru í svolítinn tíma og segir Þórdís að Júlí hafi einhvern veginn alltaf náð að vera pollrólegan í þessari haltu mér - slepptu mér byrjun. Þau gera grín af því hversu ómögulega þeim gekk að halda sig frá hvoru öðru. „Stundum liðu ekki nema tveir dagar og svo bara: Hæ! Ég sakna þín! Eigum við ekki að hittast?“ Þolinmæðin og biðlundin Hún segir Júlí búa yfir mikilli þolinmæði sem hana vissulega skorti en hann hafi greinilega verið öruggur með það að þau myndu enda saman. Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig! Sem var rétt hjá honum, segir Þórdís og hlær. Þegar talið berst aftur að árunum í Listaháskólanum segist Þórdís aldrei hafa haft hugmynd um að Júlí hafi verið pínu skotinn í sér á tímabili. Hann hafi haldið því að mestu fyrir sig. „Ég faldi þetta bara frekar vel,“ segir Júlí sem hefur að sögn Þórdísar reglulega þurft að vera þolinmóður þegar kemur að henni. Og ekki bara í byrjun. Bæði eiga þau Júlí og Þórdís börn úr fyrri samböndum og segja þau fjölskyldupúsluspilið ganga einkar vel. Aðsend Athyglisbresturinn sem greindist seint Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér, ég held að það sé mjög erfitt, segir Þórdís og útskýrir í kjölfarið að hún sé með mjög mikinn athyglisbrest sem hái henni mikið í daglegu lífi. Athyglisbresturinn hafi þó greinst mjög seint. Ég gleymi öllu, ég er alltaf að flýta mér, ég er mjög óþolinmóð og rosalega fljót upp! Júlí grípur fljótt inn í og maldar í móinn. „Nei, nei þegar maður er búinn að læra inn á þig er ekkert mál að vera með þér!“ Þau hlæja og gera bæði grín af því hversu ólík þau séu þó svo að samt séu þau samstíga. Í dag eru Þórdís og Júlí trúlofuð eftir tveggja ára samband og segja þau hlutina hafa þróast mjög hratt eftir að þau hættu að streitast á móti og leyfðu ástinni loksins að blómstra og ævintýrunum að gerast. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni þar sem þau fara meðal annars yfir ferilinn sinn í leiklistinni, tónlistinni, trúlofunina og margt fleira.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Leikhús Tengdar fréttir „Ég var 29 ára einstæð móðir og ég var að deita nýstúdent“ Þá var það fyrir sextán árum, þann 1. apríl árið 2006 nánar tiltekið, að leiðir söngkonunnar Regínu Óskar og smiðsins Sigursveins Þórs Árnasonar lágu saman í fyrsta sinn. 9. júní 2022 21:50 „Ég er á besta deiti allra tíma“ Fjölmiðlakonan Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson byrjuðu saman eftir besta stefnumót allra tíma að þeirra mati. Síðan þá hafa þau verið nánast óaðskiljanleg, eiga einn strák, eru rómantísk og njóta þess að ferðast. 2. júní 2022 21:00 „Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“ Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu. 19. maí 2022 22:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Ég var 29 ára einstæð móðir og ég var að deita nýstúdent“ Þá var það fyrir sextán árum, þann 1. apríl árið 2006 nánar tiltekið, að leiðir söngkonunnar Regínu Óskar og smiðsins Sigursveins Þórs Árnasonar lágu saman í fyrsta sinn. 9. júní 2022 21:50
„Ég er á besta deiti allra tíma“ Fjölmiðlakonan Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson byrjuðu saman eftir besta stefnumót allra tíma að þeirra mati. Síðan þá hafa þau verið nánast óaðskiljanleg, eiga einn strák, eru rómantísk og njóta þess að ferðast. 2. júní 2022 21:00
„Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“ Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu. 19. maí 2022 22:00