Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júní 2022 09:00 „Fólk er að koma inn með geðrofseinkenni sem við tengjum við að fólk hefur verið að fá þessi örvandi lyf við ADHD“, segir Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans. . Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. Ríflega þrefalt meira hefur verið á ávísað af örvandi lyfjum við athyglisbresti og ofvirkni hér á landi um árabil en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Þá hefur sala slíkra lyfja aukist um 170 prósent undanfarinn áratug Og enn jukust ávísanir á slíkum lyfjum milli 2020 og 2021 eða um fimmtung. Nú er svo komið að einn af hverjum tuttugu Íslendingum notar slík lyf. Samfara þessari þróun hefur orðið fjölgun í hópi þeirra sem hafa greinst með geðrof og örlyndi og jafnvel þurft að leggjast inn á geðdeildir Landspítalans segir Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans. „Fólk er að koma inn með geðrofseinkenni sem við tengjum við að fólk hefur verið að fá þessi örvandi lyf við ADHD. Við höfum verið að sjá að þetta virðist vera að aukast töluvert,“ segir Halldóra. Halldóra segir að geðrof geti haft mikil áhrif á líf fólks „Fólk svona missir ákveðna stjórn á lífi sínu við það að fara í geðrof og við höfum séð marga sem hafa þurft að leggjast inn á geðdeildir. Og því misst tímabundið úr starfi eða námi. En sem betur fer þá ná flestir sér en geta hins vegar ekki haldið áfram að taka lyfin,“ segir hún. Halldóra segir að vegna þessarar fjölgunar hafi verið ákveðið að ráðast í rannsókn á tengslum örvandi lyfja við ADHD og geðrofa. „Sem snýst þá um að skoða geðrof og örlyndi og tengsl við örvandi ADHD- lyf,“ segir hún og býst við að niðurstöður verði birtar á næsta ári. Hún segir að ástæðan fyrir þessu geti verið að í ADHD- lyfjum sé dópamín og ef það verði of mikið hjá einstaklingi geti hann farið í geðrof eða örlyndi. Halldóra telur að það þurfi að skoða ávísanir slíkra lyfja. „Það er kannski hægt að skoða fleiri leiðir til að aðstoða fólk með ADHD en þessar lyfjagjafir með örvandi lyfjum. Þá eru líka til önnur lyf,“ segir Halldóra að lokum. Landspítalinn Geðheilbrigði Lyf Heilsa Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili Sjá meira
Ríflega þrefalt meira hefur verið á ávísað af örvandi lyfjum við athyglisbresti og ofvirkni hér á landi um árabil en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Þá hefur sala slíkra lyfja aukist um 170 prósent undanfarinn áratug Og enn jukust ávísanir á slíkum lyfjum milli 2020 og 2021 eða um fimmtung. Nú er svo komið að einn af hverjum tuttugu Íslendingum notar slík lyf. Samfara þessari þróun hefur orðið fjölgun í hópi þeirra sem hafa greinst með geðrof og örlyndi og jafnvel þurft að leggjast inn á geðdeildir Landspítalans segir Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans. „Fólk er að koma inn með geðrofseinkenni sem við tengjum við að fólk hefur verið að fá þessi örvandi lyf við ADHD. Við höfum verið að sjá að þetta virðist vera að aukast töluvert,“ segir Halldóra. Halldóra segir að geðrof geti haft mikil áhrif á líf fólks „Fólk svona missir ákveðna stjórn á lífi sínu við það að fara í geðrof og við höfum séð marga sem hafa þurft að leggjast inn á geðdeildir. Og því misst tímabundið úr starfi eða námi. En sem betur fer þá ná flestir sér en geta hins vegar ekki haldið áfram að taka lyfin,“ segir hún. Halldóra segir að vegna þessarar fjölgunar hafi verið ákveðið að ráðast í rannsókn á tengslum örvandi lyfja við ADHD og geðrofa. „Sem snýst þá um að skoða geðrof og örlyndi og tengsl við örvandi ADHD- lyf,“ segir hún og býst við að niðurstöður verði birtar á næsta ári. Hún segir að ástæðan fyrir þessu geti verið að í ADHD- lyfjum sé dópamín og ef það verði of mikið hjá einstaklingi geti hann farið í geðrof eða örlyndi. Halldóra telur að það þurfi að skoða ávísanir slíkra lyfja. „Það er kannski hægt að skoða fleiri leiðir til að aðstoða fólk með ADHD en þessar lyfjagjafir með örvandi lyfjum. Þá eru líka til önnur lyf,“ segir Halldóra að lokum.
Landspítalinn Geðheilbrigði Lyf Heilsa Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili Sjá meira