Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júní 2022 09:00 „Fólk er að koma inn með geðrofseinkenni sem við tengjum við að fólk hefur verið að fá þessi örvandi lyf við ADHD“, segir Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans. . Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. Ríflega þrefalt meira hefur verið á ávísað af örvandi lyfjum við athyglisbresti og ofvirkni hér á landi um árabil en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Þá hefur sala slíkra lyfja aukist um 170 prósent undanfarinn áratug Og enn jukust ávísanir á slíkum lyfjum milli 2020 og 2021 eða um fimmtung. Nú er svo komið að einn af hverjum tuttugu Íslendingum notar slík lyf. Samfara þessari þróun hefur orðið fjölgun í hópi þeirra sem hafa greinst með geðrof og örlyndi og jafnvel þurft að leggjast inn á geðdeildir Landspítalans segir Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans. „Fólk er að koma inn með geðrofseinkenni sem við tengjum við að fólk hefur verið að fá þessi örvandi lyf við ADHD. Við höfum verið að sjá að þetta virðist vera að aukast töluvert,“ segir Halldóra. Halldóra segir að geðrof geti haft mikil áhrif á líf fólks „Fólk svona missir ákveðna stjórn á lífi sínu við það að fara í geðrof og við höfum séð marga sem hafa þurft að leggjast inn á geðdeildir. Og því misst tímabundið úr starfi eða námi. En sem betur fer þá ná flestir sér en geta hins vegar ekki haldið áfram að taka lyfin,“ segir hún. Halldóra segir að vegna þessarar fjölgunar hafi verið ákveðið að ráðast í rannsókn á tengslum örvandi lyfja við ADHD og geðrofa. „Sem snýst þá um að skoða geðrof og örlyndi og tengsl við örvandi ADHD- lyf,“ segir hún og býst við að niðurstöður verði birtar á næsta ári. Hún segir að ástæðan fyrir þessu geti verið að í ADHD- lyfjum sé dópamín og ef það verði of mikið hjá einstaklingi geti hann farið í geðrof eða örlyndi. Halldóra telur að það þurfi að skoða ávísanir slíkra lyfja. „Það er kannski hægt að skoða fleiri leiðir til að aðstoða fólk með ADHD en þessar lyfjagjafir með örvandi lyfjum. Þá eru líka til önnur lyf,“ segir Halldóra að lokum. Landspítalinn Geðheilbrigði Lyf Heilsa Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ríflega þrefalt meira hefur verið á ávísað af örvandi lyfjum við athyglisbresti og ofvirkni hér á landi um árabil en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Þá hefur sala slíkra lyfja aukist um 170 prósent undanfarinn áratug Og enn jukust ávísanir á slíkum lyfjum milli 2020 og 2021 eða um fimmtung. Nú er svo komið að einn af hverjum tuttugu Íslendingum notar slík lyf. Samfara þessari þróun hefur orðið fjölgun í hópi þeirra sem hafa greinst með geðrof og örlyndi og jafnvel þurft að leggjast inn á geðdeildir Landspítalans segir Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans. „Fólk er að koma inn með geðrofseinkenni sem við tengjum við að fólk hefur verið að fá þessi örvandi lyf við ADHD. Við höfum verið að sjá að þetta virðist vera að aukast töluvert,“ segir Halldóra. Halldóra segir að geðrof geti haft mikil áhrif á líf fólks „Fólk svona missir ákveðna stjórn á lífi sínu við það að fara í geðrof og við höfum séð marga sem hafa þurft að leggjast inn á geðdeildir. Og því misst tímabundið úr starfi eða námi. En sem betur fer þá ná flestir sér en geta hins vegar ekki haldið áfram að taka lyfin,“ segir hún. Halldóra segir að vegna þessarar fjölgunar hafi verið ákveðið að ráðast í rannsókn á tengslum örvandi lyfja við ADHD og geðrofa. „Sem snýst þá um að skoða geðrof og örlyndi og tengsl við örvandi ADHD- lyf,“ segir hún og býst við að niðurstöður verði birtar á næsta ári. Hún segir að ástæðan fyrir þessu geti verið að í ADHD- lyfjum sé dópamín og ef það verði of mikið hjá einstaklingi geti hann farið í geðrof eða örlyndi. Halldóra telur að það þurfi að skoða ávísanir slíkra lyfja. „Það er kannski hægt að skoða fleiri leiðir til að aðstoða fólk með ADHD en þessar lyfjagjafir með örvandi lyfjum. Þá eru líka til önnur lyf,“ segir Halldóra að lokum.
Landspítalinn Geðheilbrigði Lyf Heilsa Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira