Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. júní 2022 10:33 Ferjan Baldur var smíðuð árið 1979 og kom á Breiðafjörð árið 2015. Hún mun brátt víkja fyrir gamla Herjólfi sem mun taka við siglingaleiðinni. Vísir/Sigurjón Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu en Baldur hefur verið vélarvana í meira en klukkustund. Mbl.is greindi fyrst frá málinu. Ásgeir segir að reynt verði að koma ferjunni norðar og flytja farþega í björgunarbáta. Þá muni áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar mögulega taka þátt í aðgerðinni. Búið er að virkja samhæfingarstöðina í Skógarhlíð og unnið er að því að gera varðskipið Þór klárt til brottfarar frá Reykjavík. Vonast til að geta siglt ferjunni aftur í land Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða sem annast rekstur ferjunnar, segir í samtali við fréttastofu að bilun hafi komið upp í gír skipsins sem virðist nú vera kominn í lag. Nú sé verið að gera athuganir á vélinni og ef allt gangi eftir verði akkerið losað og ferjunni siglt aftur til hafnar í Stykkishólmi á eigin vélarafli. Að sögn Gunnlaugs verður aðgerðin unnin í samstarfi við Landhelgisgæsluna og mun skipið Björgin sigla með ferjunni og vera henni til halds á trausts á leiðinni. Eiga von á nýrri ferju Bilunin kom upp einungis nokkrum mínútum eftir að ferjan lagði frá höfn klukkan níu í morgun. Akkeri var sett út í kjölfarið og Landhelgisgæslunni gert viðvart auk björgunarsveitarinnar á Stykkishólmi. Þá var annar bátur Sæferða verið sendur til móts við ferjuna og er nú á vettvangi. Gunnlaugur segir 102 farþega vera um borð í Baldri, níu manna áhöfn, 32 bílar og tvö mótorhjól. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem tæknileg vandræði hrjá farþegaferjuna og segir Gunnlaugur að allir séu sammála um að það þurfi að koma nýtt skip á Breiðafjörð. „Það er búið að ákveða að það komi nýtt skip á Breiðafjörðinn næsta haust og við eins og allir aðrir fögnum því. Við erum algjörlega sammála því að það þurfi að vera þarna öruggar og góðar samgöngur.“ Vegagerðin hafi ákveðið að Herjólfur þriðji komi á Breiðafjörð í september á næsta ári. Ferjan Baldur var smíðuð árið 1979 og kom á Breiðafjörð árið 2015. Fréttin var uppfærð klukkan 11 með viðtali við framkvæmdastjóra Sæferða. Ferjan Baldur Samgöngur Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu en Baldur hefur verið vélarvana í meira en klukkustund. Mbl.is greindi fyrst frá málinu. Ásgeir segir að reynt verði að koma ferjunni norðar og flytja farþega í björgunarbáta. Þá muni áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar mögulega taka þátt í aðgerðinni. Búið er að virkja samhæfingarstöðina í Skógarhlíð og unnið er að því að gera varðskipið Þór klárt til brottfarar frá Reykjavík. Vonast til að geta siglt ferjunni aftur í land Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða sem annast rekstur ferjunnar, segir í samtali við fréttastofu að bilun hafi komið upp í gír skipsins sem virðist nú vera kominn í lag. Nú sé verið að gera athuganir á vélinni og ef allt gangi eftir verði akkerið losað og ferjunni siglt aftur til hafnar í Stykkishólmi á eigin vélarafli. Að sögn Gunnlaugs verður aðgerðin unnin í samstarfi við Landhelgisgæsluna og mun skipið Björgin sigla með ferjunni og vera henni til halds á trausts á leiðinni. Eiga von á nýrri ferju Bilunin kom upp einungis nokkrum mínútum eftir að ferjan lagði frá höfn klukkan níu í morgun. Akkeri var sett út í kjölfarið og Landhelgisgæslunni gert viðvart auk björgunarsveitarinnar á Stykkishólmi. Þá var annar bátur Sæferða verið sendur til móts við ferjuna og er nú á vettvangi. Gunnlaugur segir 102 farþega vera um borð í Baldri, níu manna áhöfn, 32 bílar og tvö mótorhjól. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem tæknileg vandræði hrjá farþegaferjuna og segir Gunnlaugur að allir séu sammála um að það þurfi að koma nýtt skip á Breiðafjörð. „Það er búið að ákveða að það komi nýtt skip á Breiðafjörðinn næsta haust og við eins og allir aðrir fögnum því. Við erum algjörlega sammála því að það þurfi að vera þarna öruggar og góðar samgöngur.“ Vegagerðin hafi ákveðið að Herjólfur þriðji komi á Breiðafjörð í september á næsta ári. Ferjan Baldur var smíðuð árið 1979 og kom á Breiðafjörð árið 2015. Fréttin var uppfærð klukkan 11 með viðtali við framkvæmdastjóra Sæferða.
Ferjan Baldur Samgöngur Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira