Sex laxa opnun í Hítará Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2022 08:30 Árni Stefánsson með flottan lax úr Breiðunni í Hítará Veiði er hafin í Hítará á Mýrum og fyrstu tölur af opnun gefa góð fyrirheit inní sumarið. Það var árnefnd Hítarár sem opnaði ána og þeir fengu sex laxa sem þykir bara nokkuð lagleg opnun. Hollið sem tók við er við veiðar núna og er komið með nokkra laxa á land. Veiðivísir heyrði í Árna Stefánssyni sem er einmitt í því holli en hann var búinn að landa einum af Breiðunni á Rauðan Frances kón og sagði að það væri töluvert líf í veiðistöðunum neðan við hús en það er Kverkin, Breiðan og Túnstrengir. Þetta er flott opnun í ánni og við fylgjumst spennt með næstu dögum. Nú styttist í næstu opnanir í Elliðaánum, Langá og fleiri ám og það verður spennandi að sjá hvernig gengur. Stangveiði Mest lesið Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Hörður með gott stórlaxasumar Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum Veiði Góðir lokadagar í Tungufljóti Veiði Frábær veiði á ION svæðinu Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði
Það var árnefnd Hítarár sem opnaði ána og þeir fengu sex laxa sem þykir bara nokkuð lagleg opnun. Hollið sem tók við er við veiðar núna og er komið með nokkra laxa á land. Veiðivísir heyrði í Árna Stefánssyni sem er einmitt í því holli en hann var búinn að landa einum af Breiðunni á Rauðan Frances kón og sagði að það væri töluvert líf í veiðistöðunum neðan við hús en það er Kverkin, Breiðan og Túnstrengir. Þetta er flott opnun í ánni og við fylgjumst spennt með næstu dögum. Nú styttist í næstu opnanir í Elliðaánum, Langá og fleiri ám og það verður spennandi að sjá hvernig gengur.
Stangveiði Mest lesið Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Hörður með gott stórlaxasumar Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum Veiði Góðir lokadagar í Tungufljóti Veiði Frábær veiði á ION svæðinu Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði