Tónlist

Frumsýnir „The Flower Phallus“ á Vísi á morgun

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Salka Valsdóttir frumsýnir glænýtt tónlistarmyndband á Vísi á morgun.
Salka Valsdóttir frumsýnir glænýtt tónlistarmyndband á Vísi á morgun. Blair Alexander

Tónlistarkonan Salka Valsdóttir gengur undir listamannsnafninu neonme í nýju tónlistarverkefni. Á morgun sendir hún frá sér sitt fyrsta lag sem ber nafnið The Flower Phallus og mun hún frumsýna tónlistarmyndband sitt hér á Lífinu hjá Vísi klukkan 11:30.

Salka Valsdóttir hefur starfað við tónlist á Íslandi frá því árið 2013 og komið víða að í tónlistarheiminum. Hún er sem dæmi meðlimur hljómsveitanna Reykjavíkurdætur og Cyber og hefur unnið til verðlauna á borð við Íslensku Tónlistarverðlaunin og nú síðast hlaut hún Grímuna fyrir gerð hljóðmyndar í sýningunni Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu.

Tónlistarmyndbandið er unnið í samstarfi við Blair Alexander Massie og Katrínu Helgu Andrésdóttur.


Tengdar fréttir

Horfist í augu við ótta sinn á kóngulóm með nýju tónlistarverkefni

Tónlistarkonan Herdís Stefánsdóttir var að senda frá sér lagið Be Human undir listamannsnafninu Kónguló. Herdís hefur komið víða að í tónlistarheiminum bæði hérlendis sem og erlendis en þetta er fyrsta útgáfa hennar sem sóló listamaður. Blaðamaður tók púlsinn á Herdísi og fékk að heyra nánar frá þessu nýja tónlistarverkefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×