Ekki bara minnihlutar í fýlukasti Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2022 22:02 Sigurþóra Bergsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Vísir/ívar Laun bæjarstjóra Seltjarnarness eru alltof há, að mati bæjarfulltrúa. Endurskoða ætti laun bæjarstjóra minni sveitarfélaga á landsvísu. Íbúar í Ölfusi borga um fimmtíufalt meira undir bæjarstjóra sinn en íbúar Reykjavíkur. Í Kópavogi, Garðabæ, Reykjanesbæ, Reykjavík, á Akureyri, Seltjarnarnesi, Akranesi og í Ölfusi eru nokkrir af hæst launuðu bæjarstjórum landsins, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs er þarna efst með rúmar 2,5 milljónir á mánuði - og Almar Guðmundsson í Garðabæ fylgir fast á hæla hennar með rétt um 2,5 milljónir. Þau, auk bæjarstjóra Reykjanesbæjar, eru bæði launahærri en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur sem er með 2,3 milljónir á mánuði. Þess má jafnframt geta að ofan á laun allra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu leggjast greiðslur fyrir setu í stjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. En hvernig skiptast launin miðað við íbúafjölda? Elliði Vignisson í Ölfusi er dýrasti bæjarstjórinn af þeim átta sem hér eru teknir fyrir; launakostnaður deilt á íbúa er 868 krónur. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarness er næstdýrastur, 463 krónur á íbúa. Reykvíkingar sleppa best, Dagur kostar 17 krónur á haus - um fimmtíufalt minna en í Ölfusi. Sara Rut Fannarsdóttir Há laun bæjarstjóra sem ganga nú hver á fætur öðrum frá ráðningarsamningum hafa verið gagnrýnd síðustu daga, einkum úr röðum minnihluta og þar á meðal á Seltjarnarnesi þar sem minnihlutinn lagði til í vikunni að laun bæjarstjóra yrðu lækkuð um 500 þúsund krónur. „Okkur finnst laun bæjarstjóra í svo litlu bæjarfélagi vera alltof há og okkur finnst að við þurfum að fá einhverja almennilega umræðu um það í hverju slík laun felast. Og af hverju erum við að greiða laun upp á yfir tvær milljónir í svo litlu bæjarfélagi,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Aldís Hafsteinsdóttir stjórnarformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga - og sveitarstjóri - sagðist í dag efast um að minnihlutar hefðu frammi sama málflutning sætu þeir á valdastóli. Sigurþóra hafnar þessu. „Við vorum alltaf að horfa á þennan 500 þúsund kall í okkar huga fyrir kosningar, sem við vildum þá setja í góð verkefni. Og það var algjörlega klárt í okkar röðum að við hefðum breytt því,“ segir Sigurþóra. Þannig að þetta eru ekki bara minnihlutar í fýlukasti? „Nei, alls ekki.“ Horfa má á fréttina í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Seltjarnarnes Kjaramál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Rangt að leggja umræðuna upp að sveitarstjórar séu afætur á íslensku samfélagi Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin. 24. júní 2022 08:58 Of há laun fyrir lítið bæjarfélag í fjárhagserfiðleikum Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði. 23. júní 2022 14:20 Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15. júní 2022 13:48 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
Í Kópavogi, Garðabæ, Reykjanesbæ, Reykjavík, á Akureyri, Seltjarnarnesi, Akranesi og í Ölfusi eru nokkrir af hæst launuðu bæjarstjórum landsins, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs er þarna efst með rúmar 2,5 milljónir á mánuði - og Almar Guðmundsson í Garðabæ fylgir fast á hæla hennar með rétt um 2,5 milljónir. Þau, auk bæjarstjóra Reykjanesbæjar, eru bæði launahærri en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur sem er með 2,3 milljónir á mánuði. Þess má jafnframt geta að ofan á laun allra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu leggjast greiðslur fyrir setu í stjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. En hvernig skiptast launin miðað við íbúafjölda? Elliði Vignisson í Ölfusi er dýrasti bæjarstjórinn af þeim átta sem hér eru teknir fyrir; launakostnaður deilt á íbúa er 868 krónur. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarness er næstdýrastur, 463 krónur á íbúa. Reykvíkingar sleppa best, Dagur kostar 17 krónur á haus - um fimmtíufalt minna en í Ölfusi. Sara Rut Fannarsdóttir Há laun bæjarstjóra sem ganga nú hver á fætur öðrum frá ráðningarsamningum hafa verið gagnrýnd síðustu daga, einkum úr röðum minnihluta og þar á meðal á Seltjarnarnesi þar sem minnihlutinn lagði til í vikunni að laun bæjarstjóra yrðu lækkuð um 500 þúsund krónur. „Okkur finnst laun bæjarstjóra í svo litlu bæjarfélagi vera alltof há og okkur finnst að við þurfum að fá einhverja almennilega umræðu um það í hverju slík laun felast. Og af hverju erum við að greiða laun upp á yfir tvær milljónir í svo litlu bæjarfélagi,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Aldís Hafsteinsdóttir stjórnarformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga - og sveitarstjóri - sagðist í dag efast um að minnihlutar hefðu frammi sama málflutning sætu þeir á valdastóli. Sigurþóra hafnar þessu. „Við vorum alltaf að horfa á þennan 500 þúsund kall í okkar huga fyrir kosningar, sem við vildum þá setja í góð verkefni. Og það var algjörlega klárt í okkar röðum að við hefðum breytt því,“ segir Sigurþóra. Þannig að þetta eru ekki bara minnihlutar í fýlukasti? „Nei, alls ekki.“ Horfa má á fréttina í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Seltjarnarnes Kjaramál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Rangt að leggja umræðuna upp að sveitarstjórar séu afætur á íslensku samfélagi Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin. 24. júní 2022 08:58 Of há laun fyrir lítið bæjarfélag í fjárhagserfiðleikum Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði. 23. júní 2022 14:20 Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15. júní 2022 13:48 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
Rangt að leggja umræðuna upp að sveitarstjórar séu afætur á íslensku samfélagi Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin. 24. júní 2022 08:58
Of há laun fyrir lítið bæjarfélag í fjárhagserfiðleikum Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði. 23. júní 2022 14:20
Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15. júní 2022 13:48