Polestar tekið til viðskipta á Nasdaq Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. júní 2022 07:00 Úr verksmiðju Polestar. Viðskipti með bréf sænska rafbílaframleiðandans Polestar hófust á Nasdaq í New York í gær undir skráningarheitinu PSNY. Polestar hóf starfsemi árið 2017 og hefur nú þegar selt 55.000 bíla á heimsvísu. Viðskipti með bréf sænska rafbílaframleiðandans Polestar hófust á Nasdaq í New York í gær undir skráningarheitinu PSNY. Polestar hóf starfsemi árið 2017 og hefur nú þegar selt 55.000 bíla á heimsvísu. „Þetta er gríðarlega stór stund fyrir allt teymið hjá Polestar,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar. „Við opnum nú nýjan kafla í sögu okkar sem hægt er að draga saman í einu orði - vöxtur. Árið 2025 stefnum við að því að selja 290.000 bíla á ári, 10 sinnum fleiri en við seldum árið 2021. Við erum nú þegar með raunverulegan og árangursríkan rekstur; Þessi skráning aflar okkur fjármuna og vettvang til að hjálpa til við að ná metnaðarfullum framtíðaráætlunum okkar og knýja fram leiðandi sjálfbærnimarkmið í bílaiðnaðinum.“ Polestar tilkynnti nýlega að pantanir á Polestar 2 hefðu náð yfir 32.000 það sem af er ári. Söluaukning um 290% frá því á sama tíma í fyrra. Polestar fjölgaði mörkuðum sínum úr 19 í 25, framleiðandinn fór meðal annars að bjóða bíla sína til sölu hérlendis. Polestar mun hringja opnunarbjöllunni á Nasdaq á þriðjudag og fagna með því komu sinni á almennan markað. Skráning Polestar var í gegnum svokallaðan SPAC (Special Purpose Acquisition Company) samruna, við COres Guggenheim Inc., stofnað af dótturfélögum The Cores Group og Guggenheim Capital, LLC. Vistvænir bílar Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent
Viðskipti með bréf sænska rafbílaframleiðandans Polestar hófust á Nasdaq í New York í gær undir skráningarheitinu PSNY. Polestar hóf starfsemi árið 2017 og hefur nú þegar selt 55.000 bíla á heimsvísu. „Þetta er gríðarlega stór stund fyrir allt teymið hjá Polestar,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar. „Við opnum nú nýjan kafla í sögu okkar sem hægt er að draga saman í einu orði - vöxtur. Árið 2025 stefnum við að því að selja 290.000 bíla á ári, 10 sinnum fleiri en við seldum árið 2021. Við erum nú þegar með raunverulegan og árangursríkan rekstur; Þessi skráning aflar okkur fjármuna og vettvang til að hjálpa til við að ná metnaðarfullum framtíðaráætlunum okkar og knýja fram leiðandi sjálfbærnimarkmið í bílaiðnaðinum.“ Polestar tilkynnti nýlega að pantanir á Polestar 2 hefðu náð yfir 32.000 það sem af er ári. Söluaukning um 290% frá því á sama tíma í fyrra. Polestar fjölgaði mörkuðum sínum úr 19 í 25, framleiðandinn fór meðal annars að bjóða bíla sína til sölu hérlendis. Polestar mun hringja opnunarbjöllunni á Nasdaq á þriðjudag og fagna með því komu sinni á almennan markað. Skráning Polestar var í gegnum svokallaðan SPAC (Special Purpose Acquisition Company) samruna, við COres Guggenheim Inc., stofnað af dótturfélögum The Cores Group og Guggenheim Capital, LLC.
Vistvænir bílar Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent