Samskipti Sigurðar Inga við borgina orðin mun betri Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. júní 2022 16:01 Sigurður Ingi hefur skipað starfshóp til að fara yfir það hvort uppbygging í hinum svokallaða Nýja Skerfjafirði ógni flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. vísir/vilhelm Reykjavíkurborg hefur fallist á að fresta áformum sínum um úthlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerjafirði á meðan starfshópur innviðaráðuneytis skoðar áhrif hennar á flugöryggi. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir vont að málið fresti uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Innviðaráðherra hefur nú skipað starfshóp til að greina það hvort uppbygging nýja hverfisins í Skerjafirði ógni flugöryggi eins og Isavia og ráðuneytið hafa haldið fram. Hingað til hefur borgin þvertekið fyrir að það sé rétt. „Við teljum þau áhrif ekki hafa mjög mikil áhrif á flugvöllinn þannig að... en það er rétt að taka þátt í starfi þessa hóps,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og starfandi borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sem er í sumarfríi, hefur hingað til verið mjög ósammála innviðaráðherra um rétta borgarinnar til að ráðast í uppbyggingu á svæðinu. Framsókn nú beggja vegna borðsins Það að borgin sé nú tilbúin að fresta uppbyggingunni á meðan málið er rannsakað frekar telur ráðherrann marka kaflaskipti í samskiptum ríkis og borgar. Hans flokkur er enda kominn í borgarstjórn. Þakkar ráðherrann honum þessa viðhorfsbreytingu? „Eigum við ekki bara að segja að þau samskipti sem við eigum núna milli ríkis og borgar eru talsvert breytt frá því sem stundum hefur verið áður og það er til bóta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Er það vegna þess að Framsóknarflokkurinn er beggja vegna borðsins? „Ég skal ekkert segja um það en þetta er allavega eðlilegt samstarf milli höfuðborgarinnar, sem hýsir aðalinnanlandsflugvöll landsins, og ríkisins sem hefur auðvitað ábyrgð og áhyggjur af því að það sama innanlandsflug geti starfað í landinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki góð töf á uppbyggingu félagslegs húsnæðis Framsókn í borginni telur málið þó óheppilega seinkun á byggingu húsnæðis. „Þetta hefur þau áhrif að þetta tefst allt um þennan tíma. Og það er náttúrulega ekki gott vegna þess að það skiptir miklu máli að hraða allri byggingu íbúðarhúsnæðis og sérstaklega fyrir þessa hópa sem um ræðir; þetta er félagsstofnun stúdenta, þetta er Bjarg og sú uppbygging sem fellur undir hagkvæmt húsnæði,“ segir Einar Þorsteinsson. Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í Reykjavík.vísir/vilhelm Ráðherrann er sammála honum þar. „Sem ráðherra húsnæðismála þá hvet ég auðvitað til sem mestrar uppbyggingar og sem hraðastrar. En það má hins vegar ekki verða á kostnað grunninnviða í samgöngukerfi landsins,“ segir Sigurður Ingi. Þannig þú ert ekki á móti áformunum um nýjan Skerjafjörð sem slíkum? „Ég hvet nú heldur til húsbyggingar eins og hægt er. En eins og ég segi þá má hún ekki hafa áhrif á grundvallar innviði eins og megininnanlandsflugvöll okkar Íslendinga,“ segir hann. Hann vonar að starfshópurinn, sem á að skila af sér niðurstöðum 1. október næstkomandi finni leið til uppbyggingar án þess að hún ógni flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Innviðaráðherra hefur nú skipað starfshóp til að greina það hvort uppbygging nýja hverfisins í Skerjafirði ógni flugöryggi eins og Isavia og ráðuneytið hafa haldið fram. Hingað til hefur borgin þvertekið fyrir að það sé rétt. „Við teljum þau áhrif ekki hafa mjög mikil áhrif á flugvöllinn þannig að... en það er rétt að taka þátt í starfi þessa hóps,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og starfandi borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sem er í sumarfríi, hefur hingað til verið mjög ósammála innviðaráðherra um rétta borgarinnar til að ráðast í uppbyggingu á svæðinu. Framsókn nú beggja vegna borðsins Það að borgin sé nú tilbúin að fresta uppbyggingunni á meðan málið er rannsakað frekar telur ráðherrann marka kaflaskipti í samskiptum ríkis og borgar. Hans flokkur er enda kominn í borgarstjórn. Þakkar ráðherrann honum þessa viðhorfsbreytingu? „Eigum við ekki bara að segja að þau samskipti sem við eigum núna milli ríkis og borgar eru talsvert breytt frá því sem stundum hefur verið áður og það er til bóta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Er það vegna þess að Framsóknarflokkurinn er beggja vegna borðsins? „Ég skal ekkert segja um það en þetta er allavega eðlilegt samstarf milli höfuðborgarinnar, sem hýsir aðalinnanlandsflugvöll landsins, og ríkisins sem hefur auðvitað ábyrgð og áhyggjur af því að það sama innanlandsflug geti starfað í landinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki góð töf á uppbyggingu félagslegs húsnæðis Framsókn í borginni telur málið þó óheppilega seinkun á byggingu húsnæðis. „Þetta hefur þau áhrif að þetta tefst allt um þennan tíma. Og það er náttúrulega ekki gott vegna þess að það skiptir miklu máli að hraða allri byggingu íbúðarhúsnæðis og sérstaklega fyrir þessa hópa sem um ræðir; þetta er félagsstofnun stúdenta, þetta er Bjarg og sú uppbygging sem fellur undir hagkvæmt húsnæði,“ segir Einar Þorsteinsson. Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í Reykjavík.vísir/vilhelm Ráðherrann er sammála honum þar. „Sem ráðherra húsnæðismála þá hvet ég auðvitað til sem mestrar uppbyggingar og sem hraðastrar. En það má hins vegar ekki verða á kostnað grunninnviða í samgöngukerfi landsins,“ segir Sigurður Ingi. Þannig þú ert ekki á móti áformunum um nýjan Skerjafjörð sem slíkum? „Ég hvet nú heldur til húsbyggingar eins og hægt er. En eins og ég segi þá má hún ekki hafa áhrif á grundvallar innviði eins og megininnanlandsflugvöll okkar Íslendinga,“ segir hann. Hann vonar að starfshópurinn, sem á að skila af sér niðurstöðum 1. október næstkomandi finni leið til uppbyggingar án þess að hún ógni flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli.
Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira