Sögulegur leiðtogafundur NATO hefst í dag Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2022 13:55 Filipus VI konungur Spánar tekur á móti Joe Biden forseta Bandaríkjanna í Madrid í dag. AP/Susan Walsh Þriggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Madrid á Spáni í dag þar sem reiknað er með tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu og frekari stuðningi við Úkraínu. Forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd. Björgunarmenn leita enn í rústum verslunarmiðstöðvar í borginni Kremenchuk í Úkraínu sem Rússar gerðu eldflaugaárás á í gær með þeim afleiðingum að 18 manns létust, þeirra á meðal börn. Innanríkisráðherra landsins segir að nú sé 21 saknað eftir árásina en um 60 manns særðust. Rússar segja að þeir hafi gert árás á vopnageymslu við hlið verslunarmiðstöðvarinnar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir hiins vegar að verslunarmiðstöðin sjálf hafi verið skotmarkið og að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Leiðtogar NATO eru flestir mættir til Madridar höfuðborgar Spánar þar sem fundur þerra hefst formlega seinni partinn í dag en aðal fundardagarnir eru á morgun og á fimmtudag. Í dag lauk einnig leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims í Þýskalandi þar sem leiðtogarnir fordæmdu árás Rússa á verslunarmiðstöðina í gær og hétu Úkraínumönnum efnahagslegum og hernaðarlegum stuðningi eins lengi og þörf væri á. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO ræðir við Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar fyrir leiðtogafundinn í Madrid í dag.AP/Manu Fernandez Reiknað er með að NATO leiðtogarnir greini frá auknum stuðningi við Úkraínu á leiðtogafundinum í Madrid en þar er einnig vonast eftir tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu þar sem Tyrkir hafa staðið í veginum. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir fulltrúa ríkjanna hafa fundað í höfuðstöðvum NATO undanfarna daga fyrir hans milligöngu. Þeir muni einnig funda í Madrid í dag. Svíar og Finnar deili virðingu fyrir lögum með NATO ríkjunum og almennu gildismati þeirra. “Grimmileg innrás Rússa í Úkraínu hefur rofið friðinn í Evrópu. Það er mikið í húfi þannig að það er enn mikilvægara en áður að við stöndum saman. Þess vegna fagna ég aðildarumsóknum Svía og Finna að NATO í síðasta mánuði,” segir Stoltenberg. Nú væri unnið að næstu skrefum varðandi aðildarumsóknirnar. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36 Tilraun til að taka Krímskaga leiði til þriðju heimsstyrjaldarinnar Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður Vladímír Pútín, segir að ef ríki sem er í Atlantshafsbandalaginu sæki í átt að Krímskaga leiði það til þriðju heimsstyrjaldarinnar. 27. júní 2022 23:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Björgunarmenn leita enn í rústum verslunarmiðstöðvar í borginni Kremenchuk í Úkraínu sem Rússar gerðu eldflaugaárás á í gær með þeim afleiðingum að 18 manns létust, þeirra á meðal börn. Innanríkisráðherra landsins segir að nú sé 21 saknað eftir árásina en um 60 manns særðust. Rússar segja að þeir hafi gert árás á vopnageymslu við hlið verslunarmiðstöðvarinnar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir hiins vegar að verslunarmiðstöðin sjálf hafi verið skotmarkið og að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Leiðtogar NATO eru flestir mættir til Madridar höfuðborgar Spánar þar sem fundur þerra hefst formlega seinni partinn í dag en aðal fundardagarnir eru á morgun og á fimmtudag. Í dag lauk einnig leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims í Þýskalandi þar sem leiðtogarnir fordæmdu árás Rússa á verslunarmiðstöðina í gær og hétu Úkraínumönnum efnahagslegum og hernaðarlegum stuðningi eins lengi og þörf væri á. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO ræðir við Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar fyrir leiðtogafundinn í Madrid í dag.AP/Manu Fernandez Reiknað er með að NATO leiðtogarnir greini frá auknum stuðningi við Úkraínu á leiðtogafundinum í Madrid en þar er einnig vonast eftir tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu þar sem Tyrkir hafa staðið í veginum. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir fulltrúa ríkjanna hafa fundað í höfuðstöðvum NATO undanfarna daga fyrir hans milligöngu. Þeir muni einnig funda í Madrid í dag. Svíar og Finnar deili virðingu fyrir lögum með NATO ríkjunum og almennu gildismati þeirra. “Grimmileg innrás Rússa í Úkraínu hefur rofið friðinn í Evrópu. Það er mikið í húfi þannig að það er enn mikilvægara en áður að við stöndum saman. Þess vegna fagna ég aðildarumsóknum Svía og Finna að NATO í síðasta mánuði,” segir Stoltenberg. Nú væri unnið að næstu skrefum varðandi aðildarumsóknirnar.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36 Tilraun til að taka Krímskaga leiði til þriðju heimsstyrjaldarinnar Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður Vladímír Pútín, segir að ef ríki sem er í Atlantshafsbandalaginu sæki í átt að Krímskaga leiði það til þriðju heimsstyrjaldarinnar. 27. júní 2022 23:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36
Tilraun til að taka Krímskaga leiði til þriðju heimsstyrjaldarinnar Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður Vladímír Pútín, segir að ef ríki sem er í Atlantshafsbandalaginu sæki í átt að Krímskaga leiði það til þriðju heimsstyrjaldarinnar. 27. júní 2022 23:34