Mikið af laxi á Iðu Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2022 10:58 Tekist á við lax Á Iðu í gær. Mynd: Árni Baldursson FB Iða er veiðisvæði sem ekki margir hafa fengið þá ánægju að veiða en þeir sem komast í það segja oftar en ekki frá ævintýralegri veiði. Iðan er svæðið þar sem Stóra Laxá rennur í Hvítá og þarna er veitt á mjög stuttum kafla en veiðin getur verið feyknagóð þegar göngur eru góðar. Samkvæmt Facebook innslagi hjá Árna Baldurssyni er veiðin góð þarna þessa dagana en þrjár stangir lönduðu í gær 15 löxum og þar er mikið af laxi á svæðinu. Þetta er enn eitt veiðisvæðið sem nýtur góðs af netaupptöku á vatnasvæðinu og það er þess vegna löngu ljóst að netalagnir í Hvítá og Ölfusá eru löngu úreltar. Hagfræðin á bak við netaupptöku er sáraeinföld. Verðmæti hvers veidds lax á stöng er margfalt það á við kílóverð fyrir hvern lax í net. Lax á stöng skilar tekjum til landeigenda margföldu við því sem netalax skilar, þjónustan í kringum veiðimenn skilar störfum í veiðihúsum, veiðileiðsögn og veiðibúðum. Stangveiði Mest lesið Stóra-Laxá endaði í 673 löxum - megninu sleppt Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Ert þú með innlegg í umræðuna um rjúpnaveiðar? Veiði Þrjár konur kosnar í stjórn SVFR Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Góður gangur í sjóbirtingsánum Veiði Gæsaveiðin gengur vel og nóg af fugli Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði Fyrsta Sportveiðiblað ársins komið út Veiði
Iðan er svæðið þar sem Stóra Laxá rennur í Hvítá og þarna er veitt á mjög stuttum kafla en veiðin getur verið feyknagóð þegar göngur eru góðar. Samkvæmt Facebook innslagi hjá Árna Baldurssyni er veiðin góð þarna þessa dagana en þrjár stangir lönduðu í gær 15 löxum og þar er mikið af laxi á svæðinu. Þetta er enn eitt veiðisvæðið sem nýtur góðs af netaupptöku á vatnasvæðinu og það er þess vegna löngu ljóst að netalagnir í Hvítá og Ölfusá eru löngu úreltar. Hagfræðin á bak við netaupptöku er sáraeinföld. Verðmæti hvers veidds lax á stöng er margfalt það á við kílóverð fyrir hvern lax í net. Lax á stöng skilar tekjum til landeigenda margföldu við því sem netalax skilar, þjónustan í kringum veiðimenn skilar störfum í veiðihúsum, veiðileiðsögn og veiðibúðum.
Stangveiði Mest lesið Stóra-Laxá endaði í 673 löxum - megninu sleppt Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Ert þú með innlegg í umræðuna um rjúpnaveiðar? Veiði Þrjár konur kosnar í stjórn SVFR Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Góður gangur í sjóbirtingsánum Veiði Gæsaveiðin gengur vel og nóg af fugli Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði Fyrsta Sportveiðiblað ársins komið út Veiði