Lífeyristryggingakerfið þjóni ekki lengur markmiði sínu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júlí 2022 20:31 Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. einar árnason Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir lífeyristryggingakerfið ekki lengur þjóna markmiði sínu. Slæmar breytingar hafi verið gerðar á kerfinu fyrir sex árum sem valda því að slóð grunnlífeyris sé nú hulin. Þróun lífeyristryggingakerfisins hefur löngum verið milli tannana á fólki. Kerfið byggir á þremur meginstoðum sem eru almannatryggingakerfi, lífeyrissjóðakerfi og viðbótarlífeyrissparnaður. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að til að kerfið þjóni markmiði sínu eigi almannatryggingakerfið að vera grunnstoð og lífeyrissjóðakerfið og viðbótarlífeyrissparnaðurinn koma sem viðbót við almannatryggingarkerfið, en ekki í staðinn fyrir grunnlífeyrinn. „Í dag er búið að snúa kerfinu eiginlega á hvolf. Við byrjum á því að segja að lífeyrissjóðirnir séu grunnstoðin. Það þekkist hvergi. Alls ekki. Alls staðar eru almannatryggingar grunnstoð og svo koma lífeyrissjóðirnir sem viðbót,“ sagði Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Grefur undan lífeyrissjóðakerfinu Slíkur viðsnúningur hafi slæmar afleiðingar í för með sér. „Þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð í gegnum tíðina eru með lægri lífeyri heldur en þeir væntu frá almannatryggingum og margir hafa engan lífeyri frá almannatryggingum því þeir eru með þokkalegan lífeyri frá lífeyrissjóðunum. Það grefur undan lífeyrissjóðakerfinu.“ Þá segir hann að sérstaklega hafi verið bagalegt þegar grunnlífeyrinum og tekjutryggingunni var árið 2016 steypt saman í einn bótaflokk sem nú nefnist ellilífeyrir. Aðgerðin hafi verið hugsuð sem einföldun á bótakerfinu en hafi að mati Hrafns í för með sér að slóð grunnlífeyris sé nú hulin. „Það var aldrei hugsunin“ Því þjóni kerfið í dag ekki upphaflegu markmiði sínu. „Það eru hér þúsundir lífeyrisþegar, eldra fólk, sem fær ekki krónu frá tryggingastofnun. Það var aldrei hugsunin. Aldrei.“ Hann segir að endurskoða þurfi kerfið. „Og þessi hugsun, að almannatryggingar eru grunnstoðin og svo koma lífeyrissjóðirnir. Það skiptir miklu máli að almannatryggingar eiga ekki að vera fátækrastofnun, en það virkar þannig í dag. Að þeir tekjulægstu þeir eiga að fá eingöngu bætur frá almannatryggingakerfinu. Því þarf að breyta, þeirri hugsun.“ Í grafík í sjónvarpsfréttinni stendur að lífeyrisjóðakerfið sé opinbert lífeyriskerfi með skylduaðild allra landsmanna. Það er ekki rétt. Hið rétta er að kerfið byggir á skylduaðild allra sem eru starfandi á aldrinum sextán ára til sjötugs. Eldri borgarar Tryggingar Lífeyrissjóðir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þróun lífeyristryggingakerfisins hefur löngum verið milli tannana á fólki. Kerfið byggir á þremur meginstoðum sem eru almannatryggingakerfi, lífeyrissjóðakerfi og viðbótarlífeyrissparnaður. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að til að kerfið þjóni markmiði sínu eigi almannatryggingakerfið að vera grunnstoð og lífeyrissjóðakerfið og viðbótarlífeyrissparnaðurinn koma sem viðbót við almannatryggingarkerfið, en ekki í staðinn fyrir grunnlífeyrinn. „Í dag er búið að snúa kerfinu eiginlega á hvolf. Við byrjum á því að segja að lífeyrissjóðirnir séu grunnstoðin. Það þekkist hvergi. Alls ekki. Alls staðar eru almannatryggingar grunnstoð og svo koma lífeyrissjóðirnir sem viðbót,“ sagði Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Grefur undan lífeyrissjóðakerfinu Slíkur viðsnúningur hafi slæmar afleiðingar í för með sér. „Þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð í gegnum tíðina eru með lægri lífeyri heldur en þeir væntu frá almannatryggingum og margir hafa engan lífeyri frá almannatryggingum því þeir eru með þokkalegan lífeyri frá lífeyrissjóðunum. Það grefur undan lífeyrissjóðakerfinu.“ Þá segir hann að sérstaklega hafi verið bagalegt þegar grunnlífeyrinum og tekjutryggingunni var árið 2016 steypt saman í einn bótaflokk sem nú nefnist ellilífeyrir. Aðgerðin hafi verið hugsuð sem einföldun á bótakerfinu en hafi að mati Hrafns í för með sér að slóð grunnlífeyris sé nú hulin. „Það var aldrei hugsunin“ Því þjóni kerfið í dag ekki upphaflegu markmiði sínu. „Það eru hér þúsundir lífeyrisþegar, eldra fólk, sem fær ekki krónu frá tryggingastofnun. Það var aldrei hugsunin. Aldrei.“ Hann segir að endurskoða þurfi kerfið. „Og þessi hugsun, að almannatryggingar eru grunnstoðin og svo koma lífeyrissjóðirnir. Það skiptir miklu máli að almannatryggingar eiga ekki að vera fátækrastofnun, en það virkar þannig í dag. Að þeir tekjulægstu þeir eiga að fá eingöngu bætur frá almannatryggingakerfinu. Því þarf að breyta, þeirri hugsun.“ Í grafík í sjónvarpsfréttinni stendur að lífeyrisjóðakerfið sé opinbert lífeyriskerfi með skylduaðild allra landsmanna. Það er ekki rétt. Hið rétta er að kerfið byggir á skylduaðild allra sem eru starfandi á aldrinum sextán ára til sjötugs.
Eldri borgarar Tryggingar Lífeyrissjóðir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira