Konur með um 86 prósent af heildarlaunum karla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júlí 2022 19:00 Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Kjaratölfræðinefndar. vísir Konur sem vinna fulla vinnu eru með um 86 prósent af heildarlaunum karla, en launamunurinn er mestur hjá ríkinu. Grunntímakaup hefur hækkað töluvert á þremur árum, eða um tæp 23 prósent. Þetta kemur fram í vorskýrslu Kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. Í skýrslunni er fjallað um þróun efnahagsmála og launa frá apríl árið 2019 til janúar á þessu ári. Helstu niðurstöður eru þær að fjárhagsstaða heimilanna er óvenjusterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði. Laun kvenna hafa í flestum tilfellum hækkað meira en karla. Það skýrist af því að áhersla hefur verið lögð á að hækka lægstu launin og konur líklegri til að hafa lág laun. „En ef við skoðum grunnlaunin t.d. þá er ekkert ýkja mikill munur á grunnlaunum karla og kvenna en það eykst þegar við förum að skoða heildarlaunin. Konur eru með um 86 prósent af heildarlaunum karla og þá erum við að tala um fullvinnandi einstaklinga,“ sagði Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Kjaratölfræðinefndar. Minnstur launamunur hjá Reykjavíkurborg Launamunur kynjanna er mestur hjá ríkinu. „Þar erum við komin með 85 prósent af launum karla en hann er töluvert minni hjá Reykjavíkurborg þar sem konur eru 5 prósent lægri en karlarnir. Þær eru með 95 prósent af heildarlaunum karla, hjá Reykjavíkurborg.“ Grunntímakaup hefur hækkað töluvert á kjarasamningstímabilinu, eða um tæp 23 prósent. Hækkunin er mest hjá Reykjavíkurborg eða um þrjátíu prósent. Hluti af skýringunni má rekja til breytingar á vinnutíma. „Vinnutímabreytingar geta verið að skýra alveg fjögur prósent af hækkuninni og meira í mörgum tilfellum líka.“ Samsetning heildarlauna.stöð2/grafík Þeir sem vinna fulla vinnu voru með að jafnaði 823 þúsund á mánuði árið 2021. „Töluvert mismunandi eftir því hvaða atvinnurekendur eiga í hlut. Það er lægra hjá sveitarfélögunum, í kringum 680 þúsund og hæst hjá ríkinu sem atvinnurekenda, 903 þúsund að jafnaði á mánuði.“ Vinnumarkaður Kjaramál Fjármál heimilisins Jafnréttismál Tengdar fréttir Fjárhagsstaða heimilanna óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði Fjárhagsstaða heimilanna er óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði, en grunntímakaup hefur hækkað um tæp 23 prósent á vinnumarkaði. 11. júlí 2022 12:49 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Þetta kemur fram í vorskýrslu Kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. Í skýrslunni er fjallað um þróun efnahagsmála og launa frá apríl árið 2019 til janúar á þessu ári. Helstu niðurstöður eru þær að fjárhagsstaða heimilanna er óvenjusterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði. Laun kvenna hafa í flestum tilfellum hækkað meira en karla. Það skýrist af því að áhersla hefur verið lögð á að hækka lægstu launin og konur líklegri til að hafa lág laun. „En ef við skoðum grunnlaunin t.d. þá er ekkert ýkja mikill munur á grunnlaunum karla og kvenna en það eykst þegar við förum að skoða heildarlaunin. Konur eru með um 86 prósent af heildarlaunum karla og þá erum við að tala um fullvinnandi einstaklinga,“ sagði Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Kjaratölfræðinefndar. Minnstur launamunur hjá Reykjavíkurborg Launamunur kynjanna er mestur hjá ríkinu. „Þar erum við komin með 85 prósent af launum karla en hann er töluvert minni hjá Reykjavíkurborg þar sem konur eru 5 prósent lægri en karlarnir. Þær eru með 95 prósent af heildarlaunum karla, hjá Reykjavíkurborg.“ Grunntímakaup hefur hækkað töluvert á kjarasamningstímabilinu, eða um tæp 23 prósent. Hækkunin er mest hjá Reykjavíkurborg eða um þrjátíu prósent. Hluti af skýringunni má rekja til breytingar á vinnutíma. „Vinnutímabreytingar geta verið að skýra alveg fjögur prósent af hækkuninni og meira í mörgum tilfellum líka.“ Samsetning heildarlauna.stöð2/grafík Þeir sem vinna fulla vinnu voru með að jafnaði 823 þúsund á mánuði árið 2021. „Töluvert mismunandi eftir því hvaða atvinnurekendur eiga í hlut. Það er lægra hjá sveitarfélögunum, í kringum 680 þúsund og hæst hjá ríkinu sem atvinnurekenda, 903 þúsund að jafnaði á mánuði.“
Vinnumarkaður Kjaramál Fjármál heimilisins Jafnréttismál Tengdar fréttir Fjárhagsstaða heimilanna óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði Fjárhagsstaða heimilanna er óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði, en grunntímakaup hefur hækkað um tæp 23 prósent á vinnumarkaði. 11. júlí 2022 12:49 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Fjárhagsstaða heimilanna óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði Fjárhagsstaða heimilanna er óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði, en grunntímakaup hefur hækkað um tæp 23 prósent á vinnumarkaði. 11. júlí 2022 12:49