Innlent

Gul viðvörun í gildi fyrir Austfirði

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Viðvörunin gildir til miðnættis.
Viðvörunin gildir til miðnættis. Veðurstofa Íslands

Skammt suðaustur af Hornafirði er allkröpp lægð á norðurleið. Í hugleiðingum Veðurfræðings hjá Veðurstofunni segir að sökum hennar sé nú norðanáttin ríkjandi á landinu.

Þetta þýðir að á Austfjörðum verður áttin staðbundið hvöss og því er þar í gildi gul viðvörun vegna hvassviðris sem gildir fram á kvöld. 

Veðurstofan segir að þeir sem hyggjast aka þar um ættu því að kanna vel aðstæður áður en lagt er í hann. 

Annars verður hlýtt í veðri á sunnanverðu landinu í dag, en fremur svalt nyrðra. 

„Á morgun er komin fremur hæg suðvestlæg átt og smá skúrir á víð og dreif, en hlýnar þá talsvert fyrir norðan,“ segir ennfremur og bætt við að svipað veður verði á fimmtudag, en að á föstudag sé síðan von á næstu lægð með vaxandi sauðustanátt og rigningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×