Fótbolti

Sjáðu fagnaðarlæti Keflvíkinga inn í klefa á Hlíðarenda

Atli Arason skrifar
Leikmenn Keflavíkur gátu leyft sér að fagna eftir þriggja marka útisigur á Val.
Leikmenn Keflavíkur gátu leyft sér að fagna eftir þriggja marka útisigur á Val. Tjörvi Týr

Keflavík vann óvæntan 0-3 útisigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í Bestu-deild karla á mánudagskvöld. Patrik Johannesen, Adam Ægir Pálsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson skoruðu mörk Keflavíkur.

Var þetta stærsti sigur Keflavíkur gegn Val á Hlíðarenda frá upphafi efstu deildar karla. Leita þarf aftur til ársins 1973 til að finna jafn stóran útivallar sigur hjá Keflavík í efstu deild þegar liðið vann Val 0-4 á Laugardalsvelli.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, deildi myndbandi af fagnaðarlátum Keflvíkinga sem Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, stýrði inn í klefa liðsins á Hlíðarenda eftir leikinn í gær. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. 

Sigurður segir að markmið Keflavíkur er að enda í efri helming deildarinnar og hvetur hann alla Keflvíkinga til að mæta á næsta leik liðsins þann 17. júlí.

„Ég vona að stuðningsmenn Keflavíkur fjölmenni á HS Orkuvöllinn gegn Breiðablik í næsta leik og taki þessa stemningu með sér og taki þannig þátt í þessu ævintýri með okkur,“ skrifaði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×