Hjúkrunarfræðingar barnadeildar segja öryggi sjúklinga ógnað Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. júlí 2022 10:32 Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri ósáttir. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau lýsa yfir óánægju sinni vegna notkunar spítalans á rúmum deildarinnar fyrir fullorðið fólk. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri er ein af tveimur barnadeildum landsins en hin er Barnaspítali Hringsins. Í yfirlýsingunni segir að aðeins starfi tveir hjúkrunarfræðingar á hverri vakt og njóti þeir ekki aðstoðar sjúkraliða eða annarra almennra starfsmanna sjúkrahússins. „Hjúkrunarfræðingar ganga því í verk eins og að sækja og gefa mat, þrífa rúm, svara síma og fleira sem til fellur, á vöktum utan dagvinnutíma. Auk þess sem börn sem sækja þjónustu dagdeildar á Barnadeildinni þurfa stundum þjónustu utan dagvinnutíma. Þessir 2 hjúkrunarfræðingar því einu starfsmennirnir á deildinni utan dagvinnutíma,“ segir í yfirlýsingunni. Bara tölur á blaði Þau segja engar af þeim fjölmörgu breytum sem spila inn í starfsemi deildarinnar teknar til greina þegar horft sé á tölur um nýtingu og laus rúm, stjórnendur sjúkrahússins horfi einungis á tölur á blaði. „Við höfum ítrekað beðið um að okkur sé í þessum aðstæðum sýndur skilningur og ekki sé ætlast til að við sinnum mjög veiku fullorðnu fólki með fjölþættan vanda og sjúkdómsástand sem við ekki þekkjum. Við getum tekið við fólki sem er sjálfbjarga, áttað og ekki með flókin heilsufarsvandamál. Það getum við þegar við teljum okkur hafa tíma, rými og mönnun til. Það er mjög sjaldan virt og höfum við ítrekað upplifað leiðinleg og neikvæð samskipti,“ segja hjúkrunarfræðingar. Öryggi sjúklinga ógnað Þau segja að deildin sé í hættu á að missa fleiri hjúkrunarfræðinga vegna ástandsins, hjúkrunarfræðingar upplifi óörugg í starfi og séu vanmetin. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. Þjónusta barna og fullorðna sé ólík og passi ekki á sömu deild. „Ef stjórn Sjúkrahússins ætlar sér að hafa barnadeild á Sjúkrahúsinu ætti hún að standa vörð um deildina. Við sem vinnum þar viljum fá að efla og vinna að bættri faglegri þjónustu við okkar skjólstæðinga. Við erum alltaf tilbúnar til að taka þátt í umræðum og vinnu sem felst í því að bæta velferð okkar skjólstæðinga og tryggja þeirra öryggi,“ segja hjúkrunarfræðingar barnadeildar að endingu. Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri er ein af tveimur barnadeildum landsins en hin er Barnaspítali Hringsins. Í yfirlýsingunni segir að aðeins starfi tveir hjúkrunarfræðingar á hverri vakt og njóti þeir ekki aðstoðar sjúkraliða eða annarra almennra starfsmanna sjúkrahússins. „Hjúkrunarfræðingar ganga því í verk eins og að sækja og gefa mat, þrífa rúm, svara síma og fleira sem til fellur, á vöktum utan dagvinnutíma. Auk þess sem börn sem sækja þjónustu dagdeildar á Barnadeildinni þurfa stundum þjónustu utan dagvinnutíma. Þessir 2 hjúkrunarfræðingar því einu starfsmennirnir á deildinni utan dagvinnutíma,“ segir í yfirlýsingunni. Bara tölur á blaði Þau segja engar af þeim fjölmörgu breytum sem spila inn í starfsemi deildarinnar teknar til greina þegar horft sé á tölur um nýtingu og laus rúm, stjórnendur sjúkrahússins horfi einungis á tölur á blaði. „Við höfum ítrekað beðið um að okkur sé í þessum aðstæðum sýndur skilningur og ekki sé ætlast til að við sinnum mjög veiku fullorðnu fólki með fjölþættan vanda og sjúkdómsástand sem við ekki þekkjum. Við getum tekið við fólki sem er sjálfbjarga, áttað og ekki með flókin heilsufarsvandamál. Það getum við þegar við teljum okkur hafa tíma, rými og mönnun til. Það er mjög sjaldan virt og höfum við ítrekað upplifað leiðinleg og neikvæð samskipti,“ segja hjúkrunarfræðingar. Öryggi sjúklinga ógnað Þau segja að deildin sé í hættu á að missa fleiri hjúkrunarfræðinga vegna ástandsins, hjúkrunarfræðingar upplifi óörugg í starfi og séu vanmetin. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. Þjónusta barna og fullorðna sé ólík og passi ekki á sömu deild. „Ef stjórn Sjúkrahússins ætlar sér að hafa barnadeild á Sjúkrahúsinu ætti hún að standa vörð um deildina. Við sem vinnum þar viljum fá að efla og vinna að bættri faglegri þjónustu við okkar skjólstæðinga. Við erum alltaf tilbúnar til að taka þátt í umræðum og vinnu sem felst í því að bæta velferð okkar skjólstæðinga og tryggja þeirra öryggi,“ segja hjúkrunarfræðingar barnadeildar að endingu.
Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira