Tillaga heilbrigðisráðherra sé fráleit: „Þetta er bara ekki framkvæmanlegt og örugglega ekki löglegt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. júlí 2022 15:00 Formaður Snarrótarinnar segir nokkuð ljóst að afglæpavæðing neysluskammta verði ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili. Vísir/Vilhelm Tillaga heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hóp fíkla hefur vakið hörð viðbrögð en formaður Snarrótarinnar efast að tillagan sé í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherrans sé til þess fallin að slá ryki í augun á fólki þar sem ljóst sé að afglæpavæðing neysluskammta verði tekin af dagskrá. Heilbrigðisráðherra lagði fram þá tillögu að lagasetningu að refsing yrði afnumin fyrir „veikasta hóp samfélagsins í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna,“ eins og það er orðað í umfjöllun tillögunnar í samráðsgáttinni. Þá yrði frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta ekki endurflutt. Júlía Birgisdóttir, formaður Snarrótarinnar - samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi, segir þetta mikið bakslag. „Þessar tillögur um að það eigi bara að hætta að refsa veikasta hópinum, þetta er bara ekki framkvæmanlegt og örugglega ekki löglegt,“ segir Júlía og bendir á að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. „Hver er skilgreiningin á því að komast í þennan hóp, þannig að þér er ekki refsað? Þarf að vera búið að refsa þér ákveðið oft? Þetta er bara fráleitt,“ segir hún enn fremur. Krafan hafi verið skýr Hún bendir á að meirihluti landsmanna hafi verið hlynntur afglæpavæðingu líkt og fram kom rannsókn í sem framkvæmd var í tengslum við frumvarp fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandísar Svavarsdóttir, í fyrra. Þá hafi önnur rannsókn í mars sýnt fram á hið sama. „Við höfum verið alveg skýr í því að við viljum náttúrulega afglæpavæða neysluskammta og höfum verið mjög hörð á því að það eigi að vera notendasamráð,“ segir Júlía. „Svo kannski að þessi umræða um hvað sé neysluskammtur skipti ekki alveg öllu máli, heldur bara að það þurfi að hætta að vera þetta tæki til að áreita fólk.“ Hún gagnrýnir þá að lögregla eigi meðal annarra sæti í starfshóp heilbrigðisráðherra, sem skipaður var í febrúar og er áætlað að skili niðurstöðu sinni næsta vetur, enda ætti lögregla ekki að stjórna því hvaða tæki þau geta beitt gegn viðkvæmum hópum. Ekki bjartsýn á framhaldið Nokkur frumvörp hafi verið lögð fram um afglæpavæðingu neysluskammta á síðasta kjörtímabili og Snarrótin borið veika von í brjósti. „Þetta er bara mjög ömurlegt að fylgjast með, við upplifðum það svona smá eins og það væri eitthvað að fara að gerast síðustu ár, en svo bara er augljóst að það er ekki eins nálægt og maður hélt,“ segir Júlía. Þá er hún ekki bjartsýn á að afglæpavæðing verði aftur á dagskrá á þessu kjörtímabili, ef viljinn hefði verið fyrir hendi hefði málið náð í gegn. „Ég held að þessi ríkisstjórn eigi ekki eftir að gera neitt og ég held að þessar tillögur séu aðeins til að slá ryki í augun á fólki,“ segir hún. Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindi Tengdar fréttir Vill fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg Fjármálaráðherra telur að fara þurfi mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Innviðaráðherra segir ekki ráðlegt að ráðast í afglæpavæðingu neysluskammta áður en önnur úrræði séu líka tilbúin. 26. mars 2022 18:46 Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 „Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Sjá meira
Heilbrigðisráðherra lagði fram þá tillögu að lagasetningu að refsing yrði afnumin fyrir „veikasta hóp samfélagsins í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna,“ eins og það er orðað í umfjöllun tillögunnar í samráðsgáttinni. Þá yrði frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta ekki endurflutt. Júlía Birgisdóttir, formaður Snarrótarinnar - samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi, segir þetta mikið bakslag. „Þessar tillögur um að það eigi bara að hætta að refsa veikasta hópinum, þetta er bara ekki framkvæmanlegt og örugglega ekki löglegt,“ segir Júlía og bendir á að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. „Hver er skilgreiningin á því að komast í þennan hóp, þannig að þér er ekki refsað? Þarf að vera búið að refsa þér ákveðið oft? Þetta er bara fráleitt,“ segir hún enn fremur. Krafan hafi verið skýr Hún bendir á að meirihluti landsmanna hafi verið hlynntur afglæpavæðingu líkt og fram kom rannsókn í sem framkvæmd var í tengslum við frumvarp fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandísar Svavarsdóttir, í fyrra. Þá hafi önnur rannsókn í mars sýnt fram á hið sama. „Við höfum verið alveg skýr í því að við viljum náttúrulega afglæpavæða neysluskammta og höfum verið mjög hörð á því að það eigi að vera notendasamráð,“ segir Júlía. „Svo kannski að þessi umræða um hvað sé neysluskammtur skipti ekki alveg öllu máli, heldur bara að það þurfi að hætta að vera þetta tæki til að áreita fólk.“ Hún gagnrýnir þá að lögregla eigi meðal annarra sæti í starfshóp heilbrigðisráðherra, sem skipaður var í febrúar og er áætlað að skili niðurstöðu sinni næsta vetur, enda ætti lögregla ekki að stjórna því hvaða tæki þau geta beitt gegn viðkvæmum hópum. Ekki bjartsýn á framhaldið Nokkur frumvörp hafi verið lögð fram um afglæpavæðingu neysluskammta á síðasta kjörtímabili og Snarrótin borið veika von í brjósti. „Þetta er bara mjög ömurlegt að fylgjast með, við upplifðum það svona smá eins og það væri eitthvað að fara að gerast síðustu ár, en svo bara er augljóst að það er ekki eins nálægt og maður hélt,“ segir Júlía. Þá er hún ekki bjartsýn á að afglæpavæðing verði aftur á dagskrá á þessu kjörtímabili, ef viljinn hefði verið fyrir hendi hefði málið náð í gegn. „Ég held að þessi ríkisstjórn eigi ekki eftir að gera neitt og ég held að þessar tillögur séu aðeins til að slá ryki í augun á fólki,“ segir hún.
Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindi Tengdar fréttir Vill fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg Fjármálaráðherra telur að fara þurfi mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Innviðaráðherra segir ekki ráðlegt að ráðast í afglæpavæðingu neysluskammta áður en önnur úrræði séu líka tilbúin. 26. mars 2022 18:46 Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 „Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Sjá meira
Vill fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg Fjármálaráðherra telur að fara þurfi mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Innviðaráðherra segir ekki ráðlegt að ráðast í afglæpavæðingu neysluskammta áður en önnur úrræði séu líka tilbúin. 26. mars 2022 18:46
Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51
„Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15