Íþrótt sem fer sístækkandi í Bandaríkjunum og byrjar vel á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2022 06:26 Í efra vinstra horninu má sjá spaða og bolta sem notast er við til að spila leikinn. Neðar á myndinni má sjá háskólanemana fjóra sem ferðuðust hingað til lands til þess að kynna landanum leikinn. Í efra hægra horninu má sjá algjöran byrjanda í sportinu reyna sitt besta. Vísir/Bjarni Íþrótt sem fer ört vaxandi í Bandaríkjunum hefur fengið góðar viðtökur hér á landi og hafa útsendarar hennar ferðast um til að boða fagnaðarerindið. Íþróttin er auðlærð og aðgengileg en æfingin skapar þó meistarann. Fjórir ungir menn frá Bandaríkjunum hafa að undanförnu haldið til hér á landi, á vegum háskóla síns í Norður-Karólínu, gagngert til þess að kynna Íslendinga fyrir uppáhalds íþróttinni sinni, sem á ensku nefnist pickleball. „Pickleball er mest ört vaxandi íþróttin í Bandaríkjunum og er líka að dreifast um heiminn. En það virðast ekki margir spila hana á Íslandi, þannig að við höfum ferðast um og farið á mismunandi staði til þess að kynna hana fyrir fólki,“ segir Harrison Lewis, einn þeirra fjögurra sem fékk styrk frá háskóla sínum í Norður-Karólínu til að dvelja á Íslandi í nokkrar vikur í sumar og kynna íþróttina. Viðtökurnar hafa ekki verið af verri endanum, að sögn Nisarg Shah, félaga hans. „Fólk hefur elskað þetta, sérstaklega ungt fólk. Hvar sem við höfum komið og sett upp völl, hvort sem það er í skólum eða á körfuboltavöllum víðs vegar, þá hafa krakkarnir viljað prófa og vera með,“ segir Nisarg. Uppsetning vallarins er nokkuð einföld, en strákarnir settu upp völl á körfuboltavelli við grunnskóla í Reykjavík og notuðust aðeins við net sem hægt er að setja saman á stuttum tíma og límband til að marka útlínur vallarins. Þeir Kobe Roseman, Nisarg Shah, Harrison Lewis og Bobby McQueen hafa ferðast um landið og kynnt pickleball, eða súrknattleik, fyrir þjóðinni.Vísir/Bjarni Ljóst er að engum ofsögum er sagt af áhuga unga fólksins, en þar sem fréttastofa fræddist um pickleball, sem á íslensku mætti kalla súrknattleik, komu forvitin ungmenni og fengu að prófa. Íþróttin er nokkuð einföld, og flestar reglurnar snúast aðeins um upphaf leiksins, það er að segja, uppgjöfina, en aðeins má gefa upp með undirhandarskoti og inn á ákveðið svæði. Fréttamaður fékk sjálfur að spreyta sig í íþróttinni, með misjöfnum árangri líkt og sjá má í fréttinni í spilaranum hér að ofan. Af þeirri tilraun að dæma er ljóst að byrjendaheppni dugar skammt í íþróttinni, sem er þó í senn auðlærð og skemmtileg, auk þess að vera hin besta líkamsrækt í þokkabót. Fyrir forvitna sem vilja betur kynna sér pickleball, má þá benda á myndskeiðið hér að neðan, sem er einmitt ætlað nýgræðingum í íþróttinni. Reykjavík Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Fjórir ungir menn frá Bandaríkjunum hafa að undanförnu haldið til hér á landi, á vegum háskóla síns í Norður-Karólínu, gagngert til þess að kynna Íslendinga fyrir uppáhalds íþróttinni sinni, sem á ensku nefnist pickleball. „Pickleball er mest ört vaxandi íþróttin í Bandaríkjunum og er líka að dreifast um heiminn. En það virðast ekki margir spila hana á Íslandi, þannig að við höfum ferðast um og farið á mismunandi staði til þess að kynna hana fyrir fólki,“ segir Harrison Lewis, einn þeirra fjögurra sem fékk styrk frá háskóla sínum í Norður-Karólínu til að dvelja á Íslandi í nokkrar vikur í sumar og kynna íþróttina. Viðtökurnar hafa ekki verið af verri endanum, að sögn Nisarg Shah, félaga hans. „Fólk hefur elskað þetta, sérstaklega ungt fólk. Hvar sem við höfum komið og sett upp völl, hvort sem það er í skólum eða á körfuboltavöllum víðs vegar, þá hafa krakkarnir viljað prófa og vera með,“ segir Nisarg. Uppsetning vallarins er nokkuð einföld, en strákarnir settu upp völl á körfuboltavelli við grunnskóla í Reykjavík og notuðust aðeins við net sem hægt er að setja saman á stuttum tíma og límband til að marka útlínur vallarins. Þeir Kobe Roseman, Nisarg Shah, Harrison Lewis og Bobby McQueen hafa ferðast um landið og kynnt pickleball, eða súrknattleik, fyrir þjóðinni.Vísir/Bjarni Ljóst er að engum ofsögum er sagt af áhuga unga fólksins, en þar sem fréttastofa fræddist um pickleball, sem á íslensku mætti kalla súrknattleik, komu forvitin ungmenni og fengu að prófa. Íþróttin er nokkuð einföld, og flestar reglurnar snúast aðeins um upphaf leiksins, það er að segja, uppgjöfina, en aðeins má gefa upp með undirhandarskoti og inn á ákveðið svæði. Fréttamaður fékk sjálfur að spreyta sig í íþróttinni, með misjöfnum árangri líkt og sjá má í fréttinni í spilaranum hér að ofan. Af þeirri tilraun að dæma er ljóst að byrjendaheppni dugar skammt í íþróttinni, sem er þó í senn auðlærð og skemmtileg, auk þess að vera hin besta líkamsrækt í þokkabót. Fyrir forvitna sem vilja betur kynna sér pickleball, má þá benda á myndskeiðið hér að neðan, sem er einmitt ætlað nýgræðingum í íþróttinni.
Reykjavík Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira