Íþrótt sem fer sístækkandi í Bandaríkjunum og byrjar vel á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2022 06:26 Í efra vinstra horninu má sjá spaða og bolta sem notast er við til að spila leikinn. Neðar á myndinni má sjá háskólanemana fjóra sem ferðuðust hingað til lands til þess að kynna landanum leikinn. Í efra hægra horninu má sjá algjöran byrjanda í sportinu reyna sitt besta. Vísir/Bjarni Íþrótt sem fer ört vaxandi í Bandaríkjunum hefur fengið góðar viðtökur hér á landi og hafa útsendarar hennar ferðast um til að boða fagnaðarerindið. Íþróttin er auðlærð og aðgengileg en æfingin skapar þó meistarann. Fjórir ungir menn frá Bandaríkjunum hafa að undanförnu haldið til hér á landi, á vegum háskóla síns í Norður-Karólínu, gagngert til þess að kynna Íslendinga fyrir uppáhalds íþróttinni sinni, sem á ensku nefnist pickleball. „Pickleball er mest ört vaxandi íþróttin í Bandaríkjunum og er líka að dreifast um heiminn. En það virðast ekki margir spila hana á Íslandi, þannig að við höfum ferðast um og farið á mismunandi staði til þess að kynna hana fyrir fólki,“ segir Harrison Lewis, einn þeirra fjögurra sem fékk styrk frá háskóla sínum í Norður-Karólínu til að dvelja á Íslandi í nokkrar vikur í sumar og kynna íþróttina. Viðtökurnar hafa ekki verið af verri endanum, að sögn Nisarg Shah, félaga hans. „Fólk hefur elskað þetta, sérstaklega ungt fólk. Hvar sem við höfum komið og sett upp völl, hvort sem það er í skólum eða á körfuboltavöllum víðs vegar, þá hafa krakkarnir viljað prófa og vera með,“ segir Nisarg. Uppsetning vallarins er nokkuð einföld, en strákarnir settu upp völl á körfuboltavelli við grunnskóla í Reykjavík og notuðust aðeins við net sem hægt er að setja saman á stuttum tíma og límband til að marka útlínur vallarins. Þeir Kobe Roseman, Nisarg Shah, Harrison Lewis og Bobby McQueen hafa ferðast um landið og kynnt pickleball, eða súrknattleik, fyrir þjóðinni.Vísir/Bjarni Ljóst er að engum ofsögum er sagt af áhuga unga fólksins, en þar sem fréttastofa fræddist um pickleball, sem á íslensku mætti kalla súrknattleik, komu forvitin ungmenni og fengu að prófa. Íþróttin er nokkuð einföld, og flestar reglurnar snúast aðeins um upphaf leiksins, það er að segja, uppgjöfina, en aðeins má gefa upp með undirhandarskoti og inn á ákveðið svæði. Fréttamaður fékk sjálfur að spreyta sig í íþróttinni, með misjöfnum árangri líkt og sjá má í fréttinni í spilaranum hér að ofan. Af þeirri tilraun að dæma er ljóst að byrjendaheppni dugar skammt í íþróttinni, sem er þó í senn auðlærð og skemmtileg, auk þess að vera hin besta líkamsrækt í þokkabót. Fyrir forvitna sem vilja betur kynna sér pickleball, má þá benda á myndskeiðið hér að neðan, sem er einmitt ætlað nýgræðingum í íþróttinni. Reykjavík Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira
Fjórir ungir menn frá Bandaríkjunum hafa að undanförnu haldið til hér á landi, á vegum háskóla síns í Norður-Karólínu, gagngert til þess að kynna Íslendinga fyrir uppáhalds íþróttinni sinni, sem á ensku nefnist pickleball. „Pickleball er mest ört vaxandi íþróttin í Bandaríkjunum og er líka að dreifast um heiminn. En það virðast ekki margir spila hana á Íslandi, þannig að við höfum ferðast um og farið á mismunandi staði til þess að kynna hana fyrir fólki,“ segir Harrison Lewis, einn þeirra fjögurra sem fékk styrk frá háskóla sínum í Norður-Karólínu til að dvelja á Íslandi í nokkrar vikur í sumar og kynna íþróttina. Viðtökurnar hafa ekki verið af verri endanum, að sögn Nisarg Shah, félaga hans. „Fólk hefur elskað þetta, sérstaklega ungt fólk. Hvar sem við höfum komið og sett upp völl, hvort sem það er í skólum eða á körfuboltavöllum víðs vegar, þá hafa krakkarnir viljað prófa og vera með,“ segir Nisarg. Uppsetning vallarins er nokkuð einföld, en strákarnir settu upp völl á körfuboltavelli við grunnskóla í Reykjavík og notuðust aðeins við net sem hægt er að setja saman á stuttum tíma og límband til að marka útlínur vallarins. Þeir Kobe Roseman, Nisarg Shah, Harrison Lewis og Bobby McQueen hafa ferðast um landið og kynnt pickleball, eða súrknattleik, fyrir þjóðinni.Vísir/Bjarni Ljóst er að engum ofsögum er sagt af áhuga unga fólksins, en þar sem fréttastofa fræddist um pickleball, sem á íslensku mætti kalla súrknattleik, komu forvitin ungmenni og fengu að prófa. Íþróttin er nokkuð einföld, og flestar reglurnar snúast aðeins um upphaf leiksins, það er að segja, uppgjöfina, en aðeins má gefa upp með undirhandarskoti og inn á ákveðið svæði. Fréttamaður fékk sjálfur að spreyta sig í íþróttinni, með misjöfnum árangri líkt og sjá má í fréttinni í spilaranum hér að ofan. Af þeirri tilraun að dæma er ljóst að byrjendaheppni dugar skammt í íþróttinni, sem er þó í senn auðlærð og skemmtileg, auk þess að vera hin besta líkamsrækt í þokkabót. Fyrir forvitna sem vilja betur kynna sér pickleball, má þá benda á myndskeiðið hér að neðan, sem er einmitt ætlað nýgræðingum í íþróttinni.
Reykjavík Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira