„Valdakerfin okkar eru enn að bregðast þolendum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2022 19:39 Lísa Margrét Gunnarsdóttir er einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar sem fram fór í dag. Aðsend Druslugangan var gengin í dag í tíunda sinn eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Hundruð voru saman komin við Hallgrímskirkju til að ganga niður að Austurvelli til samstöðufundar. Fólk var með mismunandi ástæður fyrir mætingu sinni í gönguna en allir studdu þó sama málstað. „Þetta er svo þarft málefni og það þarf að vinna bug á þessari menningu sem hefur fengið að þrífast hér á Íslandi öll þessi ár,“ sagði Kristín Steinþórsdóttir, ein þeirra sem tóku þátt í göngunni, aðspurð hvers vegna það væri mikilvægt að mæta í gönguna. „Mig langar að sjá þessa samstöðu og kraftinn hjá fólkinu og vera til staðar og labba með,“ sagði Andrea Rói Sigurbjörns. „Af því að fatlað fólk á líka skilið að mæta á Druslugönguna af því að þau eru þolendur líka,“ sagði Dagmar Hákonardóttir og benti á mikilvæg skilaboð sem hún hafði skrifað á spjald sitt. „Það er ekki of seint að tjá sig, endilega tjáið ykkur.“ „Ég meina, ég hef þurft að kljást við þetta svo lengi og ég er ánægð með að styðja hvað sem er sem berst gegn kvenhatri. Allt þetta rugl og að kenna þolendum um og gera það erfiðara að ná fram réttlæti,“ sagði Eva Lucien Paz um hennar ástæðu fyrir þátttöku í göngunni. Það voru ekki allir gestir Druslugöngunnar sem vissu að hún væri til þegar þeir hófu göngu í dag. „Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri til en þegar ég heyrði af þessu þá fannst mér þetta bara mjög góð hugmynd gott að vera að styðja,“ sagði Daníel Pétursson. „Mér finnst bara svo fáránlegt að þurfa að skammast mín sem kona,“ sagði María Sjöfn Tipton. Áhersla druslugöngunnar í ár er á valdaójafnvægi. „Þó að viss vitundarvakning hafi átt sér stað nú þegar hvað varðar háa tíðni kynferðisofbeldis í samfélaginu þá eru valdakerfin okkar enn að bregðast þolendum og þess vegna þurfum við enn að ganga,“ sagði Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda göngunnar í samtali við fréttastofu. Skipuleggjendur hafi viljað skapa vettvang fyrir jaðarsetta til að koma saman og tjá sig. Enn sé langt í land. „Fólk er hikandi við að leggja fram kæru og það er yfirleitt ekki dæmt þolendum í vil og fordómarnir sem eru til staðar hjá valdhöfum eru ástæðan fyrir því að við göngum enn,“ sagði Lísa. Landsbyggðin tekur líka þátt Auk göngunnar í Reykjavík var gengið á Borgarfirði eystra, Húsavík og Sauðárkróki í dag. „Þannig að það er gaman að sjá að landsbyggðin er líka öflug í að taka upp þennan málstað og taka þennan slag.“ Jafnréttismál Reykjavík Druslugangan MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Fólk var með mismunandi ástæður fyrir mætingu sinni í gönguna en allir studdu þó sama málstað. „Þetta er svo þarft málefni og það þarf að vinna bug á þessari menningu sem hefur fengið að þrífast hér á Íslandi öll þessi ár,“ sagði Kristín Steinþórsdóttir, ein þeirra sem tóku þátt í göngunni, aðspurð hvers vegna það væri mikilvægt að mæta í gönguna. „Mig langar að sjá þessa samstöðu og kraftinn hjá fólkinu og vera til staðar og labba með,“ sagði Andrea Rói Sigurbjörns. „Af því að fatlað fólk á líka skilið að mæta á Druslugönguna af því að þau eru þolendur líka,“ sagði Dagmar Hákonardóttir og benti á mikilvæg skilaboð sem hún hafði skrifað á spjald sitt. „Það er ekki of seint að tjá sig, endilega tjáið ykkur.“ „Ég meina, ég hef þurft að kljást við þetta svo lengi og ég er ánægð með að styðja hvað sem er sem berst gegn kvenhatri. Allt þetta rugl og að kenna þolendum um og gera það erfiðara að ná fram réttlæti,“ sagði Eva Lucien Paz um hennar ástæðu fyrir þátttöku í göngunni. Það voru ekki allir gestir Druslugöngunnar sem vissu að hún væri til þegar þeir hófu göngu í dag. „Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri til en þegar ég heyrði af þessu þá fannst mér þetta bara mjög góð hugmynd gott að vera að styðja,“ sagði Daníel Pétursson. „Mér finnst bara svo fáránlegt að þurfa að skammast mín sem kona,“ sagði María Sjöfn Tipton. Áhersla druslugöngunnar í ár er á valdaójafnvægi. „Þó að viss vitundarvakning hafi átt sér stað nú þegar hvað varðar háa tíðni kynferðisofbeldis í samfélaginu þá eru valdakerfin okkar enn að bregðast þolendum og þess vegna þurfum við enn að ganga,“ sagði Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda göngunnar í samtali við fréttastofu. Skipuleggjendur hafi viljað skapa vettvang fyrir jaðarsetta til að koma saman og tjá sig. Enn sé langt í land. „Fólk er hikandi við að leggja fram kæru og það er yfirleitt ekki dæmt þolendum í vil og fordómarnir sem eru til staðar hjá valdhöfum eru ástæðan fyrir því að við göngum enn,“ sagði Lísa. Landsbyggðin tekur líka þátt Auk göngunnar í Reykjavík var gengið á Borgarfirði eystra, Húsavík og Sauðárkróki í dag. „Þannig að það er gaman að sjá að landsbyggðin er líka öflug í að taka upp þennan málstað og taka þennan slag.“
Jafnréttismál Reykjavík Druslugangan MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira