Innlent

Skemmtilegur dýragarður á Skorrastað

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sunna Júlía með hundinn og köttinn á bænum.
Sunna Júlía með hundinn og köttinn á bænum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Geiturnar, kisurnar, kanínurnar, hundurinn, hænurnar, kindurnar og hestarnir á bænum Skorrastað við Neskaupstað vekja alltaf mikla ánægju hjá gestum en þar er rekin dýragarður og ferðaþjónusta. Bóndinn á bænum segist ekki sakna þess að komast ekki til útlanda á sumrin, Ísland sé alltaf best.

Auk dýragarðsins er ferðaþjónusta á bænum þar sem meira en nóg hefur verið að gera í sumar, hestaferðirnar eru sérstaklega vinsælar.

„Við erum með kanínur og kisur, geitur og hænur hund, kindur og hesta. Þannig að þetta er bara dýragarður með fullt af dýrum, við erum nýbúin að fá okkur geitur,“ segir Sunna Júlía Þórðardóttir, heimasætan á Skorrastað.

Þórður Júlíusson, bóndi er ánægður með sveitalífið og að það sé alltaf nóg að gera í sveitinni.

„Það er nú orðið aðallega gestir, sem koma til þess að gista hjá okkur og svo náttúrulega að ríða út. Á elliárum er þetta bara mjög þægilegt. Kannski missir maður aðeins af sumrinu til að ferðast til annarra landa en ég sé ekkert eftir því, einkennilegt. Ísland er best,“ segir Þórður.

Þórður bóndi segir að Ísland sé best, enda vill hann ekkert vera að þvælast í útlöndum yfir sumartímann. Bærinn er staðsettur á Norðfirði og í 7 km fjarlægð frá Neskaupstað.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hér er hægt að fá frekari upplýsingar um bæinn

Húsfrúin að gefa hænunum á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×