Þjóðhátíð 2022 fer fram með pompi og prakt í Heimaey í lok júlí í ár. Fjölbreytt flóra íslensks tónlistarfólks mun stíga á svið og skemmta gestum en hátíðin er nú haldin í fyrsta skipti frá árinu 2019. Lífið á Vísi tekur hér púlsinn á tónlistarfólkinu og fær nánari innsýn í atriðið þeirra á Þjóðhátíð.
Hvenær fórst þú fyrst á Þjóðhátíð?
Ég hef aldrei komið á Þjóðhátíð áður, hvorki til skemmta þar, né að vera þar sem áhorfandi.
Hvað finnst þér skemmtilegast við þessa hátíð?
Fjöldin, tjöldin og samheldnin að koma saman og njóta tónlistar, gleðjast og lifa lífinu í friði, sátt og samlyndi.
Við hverju mega hátíðargestir búast þegar þú stígur á svið?
Ég mun reyna að standa mig og gera mitt besta, enda er ekki ónýtt að hafa svona frábæra hljómsveit eins og Albatross að spila undir með Halldór Gunnar Fjallabróðir í broddi fylkingar og Sverri Bergmann mér til halds og traust.
Held að það muni ekki klikka!
Hvað er uppáhalds Þjóðhátíðarlagið þitt?
Þar Sem Hjartað Slær, Fjallabræður 2012, og Ástin Á Sér Stað, Sverrir snillingur Bergmann Frikki Dór og Albatross 2016.
Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir stóru stundina?
Æfa vel með Albatross og negla vel lögin ásamt því að taka góða bæn og biðja fyrir að hátíðin megi fara vel fram í góðu og fallegu veðri.