Auglýsti nýja plötu í dalnum með QR kóða Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2022 16:01 Tónlistarmaðurinn Danjel var að senda frá sér EP plötu. Aðsend Daníel Dagur Hermannsson, jafnan þekktur sem Danjel, er sextán ára tónlistarmaður og rappari sem var að gefa út EP plötuna Óregla. Blaðamaður tók púlsinn á Daníel. „Þetta er fjögurra laga rapp plata sem ég er búinn að vera vinna í síðan nóvember á síðasta ári. Platan er um markmiðin mín í bransanum, hindranir og fake fólk. Á sama tíma er ég að reyna halda öllu jákvæðu þótt ég verði stundum reiður eða verði vonsvikinn. Ég elska stemningu og vil aðallega bara hafa stemningu í lögunum,“ segir Daníel. View this post on Instagram A post shared by (@ekkidanjel) Vinnur allt sjálfur Daníel semur lögin og textana sjálfur ásamt því að pródúsera, mixa og mastera. Hann segir innblásturinn koma til sín í gegnum vinnuna. „Ég sest við tölvuna heima hjá mér og byrja á því að vinna í beat-i, ég get oft verið að vinna fimm á dag og ekki fílað nein af þeim. Svo geri ég eitt beat sem kemur mér í stuð og finn þá bara strax innblástur til að gera texta við beat-ið. Ég pródúsera allt sjálfur, mixa og mastera líka. Lagið Ekki í lagi var reyndar gert með hjálp tveggja vina minna, Hrafns Óla og Daníel Birnis, á tónlistarnámskeiði í Tónhyl. Annars hef ég unnið flest sjálfur, nema einn master var gerður af frænda mínum.“ View this post on Instagram A post shared by (@ekkidanjel) Útkoman skemmtilegust Daníel segist fyrst hafa byrjað að hlusta almennilega á tónlist árið 2018 þegar hann kynntist tveimur nýjum vinum sínum. „Þeir kynntu mig eiginlega bara fyrir tónlist. Út frá því kviknaði áhugi á að gera tónlist. Svo byrjaði ég að gera beats í lok árs 2019, byrjaði að rappa 2020 en gaf ekki út mín eigin rapplög fyrr en í október 2020.“ Hann segir það skemmtilegasta við að gera tónlist vera útkomuna. „Ég spilaði einu sinni á sumarhátíð í skólanum mínum og það að koma fram fyrir hóp áhorfenda er það skemmtilegasta sem ég geri, að peppa fólk og koma þeim í stuð. Allt sem mig hefur langað að gera hefur alltaf verið tengt því að koma fram á sviði.“ View this post on Instagram A post shared by (@ekkidanjel) Gekk á milli fólks með QR kóða Aðspurður hvert hann stefni í tónlistarheiminum segir Daníel einfaldlega: „Ég er með mjög skýra sýn og ég sé enga aðra leið en að ég stefni beint á toppinn. Það er enginn að hjálpa mér á bak við tjöldin, ég gef þetta út sjálfur og ég prómóta þetta sjálfur. Á Þjóðhátíð var ég að fara á milli fólks með QR kóða að leyfa þeim að skanna. Ég er líka búinn að auglýsa mig mikið á TikTok og með fyrri útgáfunni minni, grín laginu Gucci Bolur þá náði ég að koma laginu í eitt af mest spiluðu lögum landsins á Spotify á útgáfudaginn.“ @ekkidanjel OUT NOW. GERIÐ TIKTOK MYNDBÖÖÖÖÖNDD KÓNGAR OG DROTTNINGAR Gucci bolur - Danjel & Galdur Feimni er ekki vandamál hjá Daníel og mikilvægt er að hafa trú á sér þegar maður ætlar að koma sér á framfæri. „Það er enginn að fara að gera þetta fyrir mig þannig að ég verð að gera þetta sjálfur.“ Hér má finna nýju plötuna í heild sinni: Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Þetta er fjögurra laga rapp plata sem ég er búinn að vera vinna í síðan nóvember á síðasta ári. Platan er um markmiðin mín í bransanum, hindranir og fake fólk. Á sama tíma er ég að reyna halda öllu jákvæðu þótt ég verði stundum reiður eða verði vonsvikinn. Ég elska stemningu og vil aðallega bara hafa stemningu í lögunum,“ segir Daníel. View this post on Instagram A post shared by (@ekkidanjel) Vinnur allt sjálfur Daníel semur lögin og textana sjálfur ásamt því að pródúsera, mixa og mastera. Hann segir innblásturinn koma til sín í gegnum vinnuna. „Ég sest við tölvuna heima hjá mér og byrja á því að vinna í beat-i, ég get oft verið að vinna fimm á dag og ekki fílað nein af þeim. Svo geri ég eitt beat sem kemur mér í stuð og finn þá bara strax innblástur til að gera texta við beat-ið. Ég pródúsera allt sjálfur, mixa og mastera líka. Lagið Ekki í lagi var reyndar gert með hjálp tveggja vina minna, Hrafns Óla og Daníel Birnis, á tónlistarnámskeiði í Tónhyl. Annars hef ég unnið flest sjálfur, nema einn master var gerður af frænda mínum.“ View this post on Instagram A post shared by (@ekkidanjel) Útkoman skemmtilegust Daníel segist fyrst hafa byrjað að hlusta almennilega á tónlist árið 2018 þegar hann kynntist tveimur nýjum vinum sínum. „Þeir kynntu mig eiginlega bara fyrir tónlist. Út frá því kviknaði áhugi á að gera tónlist. Svo byrjaði ég að gera beats í lok árs 2019, byrjaði að rappa 2020 en gaf ekki út mín eigin rapplög fyrr en í október 2020.“ Hann segir það skemmtilegasta við að gera tónlist vera útkomuna. „Ég spilaði einu sinni á sumarhátíð í skólanum mínum og það að koma fram fyrir hóp áhorfenda er það skemmtilegasta sem ég geri, að peppa fólk og koma þeim í stuð. Allt sem mig hefur langað að gera hefur alltaf verið tengt því að koma fram á sviði.“ View this post on Instagram A post shared by (@ekkidanjel) Gekk á milli fólks með QR kóða Aðspurður hvert hann stefni í tónlistarheiminum segir Daníel einfaldlega: „Ég er með mjög skýra sýn og ég sé enga aðra leið en að ég stefni beint á toppinn. Það er enginn að hjálpa mér á bak við tjöldin, ég gef þetta út sjálfur og ég prómóta þetta sjálfur. Á Þjóðhátíð var ég að fara á milli fólks með QR kóða að leyfa þeim að skanna. Ég er líka búinn að auglýsa mig mikið á TikTok og með fyrri útgáfunni minni, grín laginu Gucci Bolur þá náði ég að koma laginu í eitt af mest spiluðu lögum landsins á Spotify á útgáfudaginn.“ @ekkidanjel OUT NOW. GERIÐ TIKTOK MYNDBÖÖÖÖÖNDD KÓNGAR OG DROTTNINGAR Gucci bolur - Danjel & Galdur Feimni er ekki vandamál hjá Daníel og mikilvægt er að hafa trú á sér þegar maður ætlar að koma sér á framfæri. „Það er enginn að fara að gera þetta fyrir mig þannig að ég verð að gera þetta sjálfur.“ Hér má finna nýju plötuna í heild sinni:
Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira