Þrír LIV-kylfingar töpuðu máli gegn PGA Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2022 15:01 Matt Jones er á meðal þeirra þriggja sem töpuðu málinu fyrir PGA-mótaröðinni. Vísir/Getty Þrír kylfingar á LIV-mótaröðinni í golfi hafa tapað máli gegn bandarísku PGA-mótaröðinni fyrir bandarískum dómstólum. Þeir kröfðust þess að fá að spila á FedEx-mótinu. FedEx-mótið er frábrugðið öðrum mótum á PGA-mótaröðinni er þar er notast við umspilskerfi. Kylfingar vinna sér inn stig á meðan tímabilinu á PGA-mótaröðinni stendur og stigafjöldinn ræður því hvort þeir komist á FedEx-mótin sem eru þrjú talsins. Fyrsta mótið er um helgina, FedEx St. Jude-meistaramótið, þar sem 125 efstu kylfingarnir í stigagjöfinni taka þátt. Þrír kylfingar sem skiptu yfir á LIV-mótaröðina, Ástralinn Matt Jones og Bandaríkjamennirnir Talor Gooch og Hudson Swafford, kröfðust þess fyrir rétti í Bandaríkjunum að spila á mótinu. Allir hafa þeir verið í banni frá PGA-mótaröðinni eftir skipti sín, líkt og aðrir kylfingar sem gengu til liðs við LIV-mótaröðina. Þeir höfðu unnið sér inn keppnisrétt á mótinu um helgina og sögðu bannið valda sér „óbætanlegan skaða“. Dómarinn í málinu dæmdi hins vegar gegn kylfingunum, og með PGA-mótaröðinni. Hann sagði ábatann frá himinháum greiðslum LIV-mótaraðarinnar hafa legið fyrir, sem og bannið frá PGA, og byggi á reikningi leikmanna sem hafi vitað hvað þeir væru að gefa eftir með því að skipta yfir á LIV-mótaröðina. Í tilkynningu frá LIV Golf greindu samtökin frá vonbrigðum sínum með dóminn þar sem sagði enn fremur: „Enginn græðir á því að banna kylfinga frá því að spila“. Lögsókn þremenningana er aðskilin frá þeirri sem ellefu LIV-kylfingar, þar á meðal Phil Mickelson og Ian Poulter, hafa beint að PGA. Þar er reynt við lögmæti bannsins, en í tilfelli máls vikunnar reyndu kylfingarnir að fá banninu tímabundið lyft til að þeir gætu spilað um helgina. FedEx St. Jude-meistaramótið hefst á fimmtudagskvöldið og verður í beinni á Stöð 2 Golf frá klukkan 19:00 þann daginn. Allir fjórir mótsdagar verða í beinni á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. LIV-mótaröðin Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
FedEx-mótið er frábrugðið öðrum mótum á PGA-mótaröðinni er þar er notast við umspilskerfi. Kylfingar vinna sér inn stig á meðan tímabilinu á PGA-mótaröðinni stendur og stigafjöldinn ræður því hvort þeir komist á FedEx-mótin sem eru þrjú talsins. Fyrsta mótið er um helgina, FedEx St. Jude-meistaramótið, þar sem 125 efstu kylfingarnir í stigagjöfinni taka þátt. Þrír kylfingar sem skiptu yfir á LIV-mótaröðina, Ástralinn Matt Jones og Bandaríkjamennirnir Talor Gooch og Hudson Swafford, kröfðust þess fyrir rétti í Bandaríkjunum að spila á mótinu. Allir hafa þeir verið í banni frá PGA-mótaröðinni eftir skipti sín, líkt og aðrir kylfingar sem gengu til liðs við LIV-mótaröðina. Þeir höfðu unnið sér inn keppnisrétt á mótinu um helgina og sögðu bannið valda sér „óbætanlegan skaða“. Dómarinn í málinu dæmdi hins vegar gegn kylfingunum, og með PGA-mótaröðinni. Hann sagði ábatann frá himinháum greiðslum LIV-mótaraðarinnar hafa legið fyrir, sem og bannið frá PGA, og byggi á reikningi leikmanna sem hafi vitað hvað þeir væru að gefa eftir með því að skipta yfir á LIV-mótaröðina. Í tilkynningu frá LIV Golf greindu samtökin frá vonbrigðum sínum með dóminn þar sem sagði enn fremur: „Enginn græðir á því að banna kylfinga frá því að spila“. Lögsókn þremenningana er aðskilin frá þeirri sem ellefu LIV-kylfingar, þar á meðal Phil Mickelson og Ian Poulter, hafa beint að PGA. Þar er reynt við lögmæti bannsins, en í tilfelli máls vikunnar reyndu kylfingarnir að fá banninu tímabundið lyft til að þeir gætu spilað um helgina. FedEx St. Jude-meistaramótið hefst á fimmtudagskvöldið og verður í beinni á Stöð 2 Golf frá klukkan 19:00 þann daginn. Allir fjórir mótsdagar verða í beinni á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
LIV-mótaröðin Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira