Einvalalið borðtennisleikara náði mögnuðu skoti í bjórtennis Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. ágúst 2022 14:41 Tómas Ingi Shelton og Pétur Marteinn Urbancic Tómasson bregðast við skoti Péturs Gunnarssonar sem keppti ásamt bróður sínum Skúla og sigruðu beerpong-keppnina. Þorkell Máni Þorkelsson festi myndbandið á filmu. Skjáskot/Þorkell Máni Þorkelsson Einvalalið borðtennisleikara náði ótrúlegu skoti í bjórtennis í gærkvöldi í kveðjupartýi ríkjandi Íslandsmeistara. „Ég var að lenda í ótrúlegasta beerpong mómenti sögunnar,“ skrifar Pétur Marteinn Urbancic sem birti myndbandið. Beerpong mætti lauslega þýða sem bjórtennis en leikurinn gengur sumsé út á það að skjóta borðtenniskúlu í bjórglas andstæðinganna, á gagnstæðum enda borðsins. Í hvert sinn sem kúlan endar í glasi þarf andstæðingurinn að þamba bjórinn, og svoleiðis gengur það þangað til tapliðið hefur drukkið úr öllum bjórglösunum. Skotið sem um ræðir: Einvalalið borðtennisleikara Það voru hins vegar engir aukvisar sem kepptu þar í bjórtennis, kvöldið sem skotið ótrúlega var fest á filmu. Í samtali við fréttastofu segir Pétur Marteinn Urbancic, sem snaraði myndbandinu á Twitter við góðar viðtökur, að allir sem hafi keppt þar um sigur í bjórtennismótinu, hafi á einhverjum tímapunkti orðið Íslandsmeistarar í borðtennis. „Þetta var bara einvalalið. Það hefði auðvitað verið skandall ef einhverjir almúgamenn hefðu unnið okkur,“ segir Pétur. Strákarnir voru þar samankomnir til að kveðja núverandi Íslandsmeistara, Magnús Jóhann Hjartarson, ríkjandi Íslandsmeistari í einliðaleik karla, sem heldur á vit ævintýranna til Suður-Kóreu. Þar verður hann í skiptinámi í sálfræði en mun eflaust grípa í borðtennisspaðann við tækifæri. Pétur Gunnarsson, sem keppti ásamt bróður sínum Skúla skaut skotinu sem Þorkell Máni Þorkelsson festi á filmu. Þess ber að geta að skotið skar ekki úr um það hvort liðið sigraði en að lokum báru Gunnarssynir sigurorð af þeim Pétri Urbancic og Tómasi Inga Shelton. „Eftir langar samræður ákváðu þeir að þeir vildu ekki vinna á þessu," segir Pétur Marteinn að lokum. Borðtennis Næturlíf Grín og gaman Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Beerpong mætti lauslega þýða sem bjórtennis en leikurinn gengur sumsé út á það að skjóta borðtenniskúlu í bjórglas andstæðinganna, á gagnstæðum enda borðsins. Í hvert sinn sem kúlan endar í glasi þarf andstæðingurinn að þamba bjórinn, og svoleiðis gengur það þangað til tapliðið hefur drukkið úr öllum bjórglösunum. Skotið sem um ræðir: Einvalalið borðtennisleikara Það voru hins vegar engir aukvisar sem kepptu þar í bjórtennis, kvöldið sem skotið ótrúlega var fest á filmu. Í samtali við fréttastofu segir Pétur Marteinn Urbancic, sem snaraði myndbandinu á Twitter við góðar viðtökur, að allir sem hafi keppt þar um sigur í bjórtennismótinu, hafi á einhverjum tímapunkti orðið Íslandsmeistarar í borðtennis. „Þetta var bara einvalalið. Það hefði auðvitað verið skandall ef einhverjir almúgamenn hefðu unnið okkur,“ segir Pétur. Strákarnir voru þar samankomnir til að kveðja núverandi Íslandsmeistara, Magnús Jóhann Hjartarson, ríkjandi Íslandsmeistari í einliðaleik karla, sem heldur á vit ævintýranna til Suður-Kóreu. Þar verður hann í skiptinámi í sálfræði en mun eflaust grípa í borðtennisspaðann við tækifæri. Pétur Gunnarsson, sem keppti ásamt bróður sínum Skúla skaut skotinu sem Þorkell Máni Þorkelsson festi á filmu. Þess ber að geta að skotið skar ekki úr um það hvort liðið sigraði en að lokum báru Gunnarssynir sigurorð af þeim Pétri Urbancic og Tómasi Inga Shelton. „Eftir langar samræður ákváðu þeir að þeir vildu ekki vinna á þessu," segir Pétur Marteinn að lokum.
Borðtennis Næturlíf Grín og gaman Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira